Vikan - 08.12.1938, Blaðsíða 17

Vikan - 08.12.1938, Blaðsíða 17
Nr. 4, 1938 VIK AN 17 — Fæturnir eru of langir, og ég held, að vængirnir séu aldrei svona lágir. Það er skömm að því, að þér skulið aldrei hafa athugað þá úti í náttúrunni. Það er fullt af þeim, þar sem ég á heima. Þeir eru kall- aðir Norfolk-vepjur. Þau töluðu um fugla um leið og þau gengu um herbergið og skoðuðu myndirn- ar. Hann sagði henni frá myndunum, sem hann ætlaði að mála, og hún sagði honum frá heimili sínu í Norfolk. Kvöldið var liðið áður en þau vissu af, og Joan sleit samtalinu. Þau kvöddust með handabandi, og hann óskaði henni góðrar ferðar. Hann sagðist búast við, að hann yrði farinn, þegar hún kæmi aftur. Þau þökk- uðu hvort öðru fyrir kvöldið, og síðan fór Joan niður til sín með tóman, hreinan skaftpottinn. — Það er nú svo, sagði hún um leið og hún lét skaftpottinn á borðið, þar sem eldhúsáhöldin voru. ,,Hann er ekki svo afleitur, þessi málari. En hvað það er leið- inlegt, að hann skuli vera að fara. Sagan um trúlofunina gekk alveg ágæt- lega, þangað til fjölskyldan tók að spyrja hana spjörunum úr, hvað hann gerði, hvað hann héti og hvernig hann liti út. Joan hafði ekki búizt við þessari for- vitni og hafði ekki búið sig undir nákvæma frásögn. — Jæja, hvað heitir hann, elskan mín? spurði móðir hennar. Joan hugsaði sig vel um og datt allt í einu listmálarinn í hug — hr. Browne. Það var dálaglegt nafn og hún þekkti hann. Það var alltof mikil fyrirhöfn að búa til mann, sem yrði nokkurn veginn sennilegur. — Hann heitir Browne, sagði Joan. En þetta var aðeins byrjunin. Elsie vildi vita, hvað hann gerði, Lindy, hvernig hann liti út og hvar þau hefðu kynnzt, og áður en Joan hafði hugmynd um, var hún búin að lýsa Browne listmálara, og segja frá því, hvernig hún hafði fyrst hitt hann með pönnuna í eldhúsinu. Því næst tók hún að lýsa vinnustofunni og fuglamyndunum hans. Þegar Joan tók að lýsa einhverju, gerði hún það nákvæmlega. Henni varð ekki ljóst fyrr en daginn eftir, hvað hún hafði gert. Guð minn almáttugur! hugsaði hún. Ég er búin að segja þeim, að ég sé trúlofuð Browne og að hann heiti Andy. Hvernig í ósköpunum gat mér dottið þetta í hug? En hún huggaði sig við það, að Browne myndi aldrei frétta þetta. Hann var í London, hún í Norfolk, og þegar hún kæmi aftur til London, yrði hann farinn og þau myndu aldrei hittast aftur. Þrem dögum síðar, þegar Joan kom úr skemmtilegri gönguferð, biðu hennar óvænt gleðitíðindi. Móðir hennar kom þjótandi út til henn- ar, þegar hún heyrði til hennar í anddyr- inu. — Gettu, hver er inni, hrópaði hún, Undarleg trúlolun. Framh. af bls. 11. utan við sig af hrifningu. — Hvern lang- ar þig lang-lang mest til að sjá af öllum? Joan stirðnaði upp. Hana svimaði, þeg- ar henni datt í hug, að það væri sá maður, sem hún allra sízt vildi sjá, eins og á stóð. — Það er auðvitað hr. Browne, sagði móðir hennar. — Kærastinn þinn! — Hvað . . . hvað er hann að gera hingað? stamaði Joan. — Hann segist vera kominn hingað til að mála fugla, sérstaklega vepjur, sagði móðir hennar og brosti eins og hún skildi allt. Norfolk-vepjuna. Þvílíkur asni gat hún verið! Að h^nni skyldi ekki detta í hug áhugi hans á Norfolk-vepjunni. Aldrei hafði henni komið til hugar, að þessi heimski fugl ætti eftir að koma henni í svona mikla klípu. — Ég verð að segja, að þér hefir tekizt valið vel, sagði móðir hennar æ hrifnari. — En hann er feiminn, er það ekki? Hann varð svo vandræðalegur, þegar ég óskaði honum til hamingju. Þetta hefir vonandi ekki átt að vera leyndarmál? — Jú, það átti nefnilega að vera það, hún greip þetta, eins og drukknandi mað- ur hálmstrá. — Mamma, hvað sagðir þú við hann? — Hvað ég sagði? Ég sagði auðvitað það, sem vanalegt er að segja við slík tækifæri, að þú værir ákaflega góð stúlka og dugleg að matreiða. Hann sagði, að þú kynnir að minnsta kosti að steikja pylsur, og þá fórum við að hlæja, og ég sagði honum, að ég kynni alla söguna um pyls- urnar. Síðan spjölluðum við dálítið um litla fuglinn, sem hann ætlar að athuga, sagði hún að síðustu. — Guð minn góður, sagðir þú honum allt þetta, sagði Joan og stundi við. — Þú hefir enga hugmynd um, hvað við höfum spjallað saman, sagði móðír hennar. — Fyrst var hann dálítið feim- inn, en það hvarf nú fljótt. — Jæja-------, hrópaði Joan. — Hvað á ég að gera? Hún var alltof skelkuð til þess að standa ekki á sama um, hvað móðir hennar hugsaði. — Hvað gengur að þér? spurði móðir hennar undrandi og tók nú fyrst eftir því, að Joan var náföl. — Þykir þér ekki vænt um að hitta hann? — Vænt um? Joan horfði rugluð í kring um sig. Hún reyndi að láta á engu bera. — Við erum ósátt, gat hún loksins stun- ið upp og tók á sig alla þá rögg, sem hún gat. — Og ég kæri mig ekkert um að hitta hann fyrst um sinn. — Þess vegna hefir hann komið, sagði móðir hennar. — Farðu nú inn í stofuna til hans og reynið þið að sættast. Joan leit í kringum sig eins og dýr, sem búið er að veiða, en hún sá enga leið út úr ógöngunum. Hún varð að segja honum einhverja sögu — um misskilning eða eitthvað þess háttar. Svo sneri hún sér hvatlega að móð- ur sinni og sagði: — Ég verð að tala við hann í einrúmi. — Auðvitað, góða mín; það er ósköp skiljanlegt. Við skulum ekki ónáða ykkur, sagði móðir hennar nærgætnislega. Joan gekk að stofudyrunum og opnaði þær. Hún vár eldrjóð út undir eyru, hárið allt úfið, og augun stór og þrútin af hræðslu. Hún leit út eins og krakki, sem býst við skömmum, eins og lítill synda- selur, sem nýlega hefir komizt upp um, — og það var nú einmitt það, sem hún var. Hr. Browne stóð þarna hár og grannur og horfði út um gluggann. Hann snéri sér við, þegar hún kom inn og gekk til hennar. — Ó, hr. Browne, sagði hún með hvísl- andi röddu, — þetta er alveg hræðilegt. Mamma hefir alveg misskilið þetta.------- Ég á við-------það er-------það er annar hr. Brown, sem ég er trúlofuð. Ilann heit- ir líka Brown, en það er ekki skrifað með e. Hann heitir Andy að fornafni. Þér verð- ið að afsaka misskilninginn, en mamma hélt, að það væruð þér, sem —. — Sem heiti Andy Browne? spurði hr. Browne. — Já, svaraði Joan. — Og væri listmálari? — Já! — Og málaði fugla, spurði hr. Browne, — og kynni ekki að steikja pylsur? Hann hafði gengið alveg að henni, horfði á hana og brosti hæðnislega. Tárin stóðu allt í einu í augum henn- ar, og hún leit niður á gólfið. Hún vildi ekki — hún mátti ekki láta þau renna. —Mamma hélt, að---------að —. Þá greip Browne hönd hennar. — Ung- frú Crewe, sagði hann rólega og vingjam- lega, — síðast þegar við hittumst réttuð þér mér hjálparhönd. Má ég nú ekki gera það sama fyrir yður? Ég hefi ekki hug- mynd um, hvernig á öllu þessu stendur, en mér skilst, að þér hafið verið í ein- hverjum vandræðum staddar og notað nafnið mitt til þess að komast út úr þeim. Þetta sá ég strax og ég talaði við móður yðar, og því lét ég á engu bera. Þér skul- uð ekkert láta þetta á yður fá. Það verður leyndarmál okkar í milli. Hann dró hvítan vasaklút upp úr vas- anum og rétti henni. — Þurrkið þér nú tárin. Ég verð hér aðeins í nokkra daga. Ég bý í ,,Græna drekanum“ niðri í þorpinu. Ég kom hing- að til þess að athuga vepjur. Þér getið þótzt vera trúlofaðar mér í nokkra daga eða eins lengi og yður bezt hentar, og síð- an getið þér slitið því. Hvað segið þér um það? — Ég þakka yður kærlega fyrir, taut- aði Joan. — Þetta er ákaflega fallega gert af yður. En sjáið þér, ég-------. — Þér þurfið ekki að segja mér neitt, nema þér viljið það endilega sjálfar. En segið þér mér nú fljótt, sagði hann bros- andi, — hvað erum við búin að vera trú-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.