Vikan - 17.12.1942, Blaðsíða 6
6
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1942
Stejlán. {IhÁ. ■H.vlta.cLád.
Aðfangadagskvold JOLA 1912.
Stefán frá Hvítadal var fæddur á Hólmavík 16. okt.
1888, sonur Sigurður Sigurðssonar og Guðrúnar
Jónsdóttur. Stefán fór tveggja ára frá foreldrunum
til Jóns Þóröarsonar í Stóra-Fjarðarhorni í Kolla-
firði. Þeir Jón voru bræðrasynir. Um fjórtán ára
aldur fluttist hann með frænda sínum að Hvítadal
í Saurbæ í Dalasýslu og var þar fram undir tvítugs-
aldur. Vann hann við prentverk á Isafirði og í
Reykjavík, fékkst eitthvað við ljósmynda-iðn og var
i vegavinnu og við síldarstörf á sumrum. Stefán átti
snemma við veikindi að stríða. Taka varð neðan af
öðrum fæti hans eftir taugaveiki, og gekk hann æ
haltur síðan. Úti í Noregi fékk hann berkla í lungu
og lá þar lengi á spítaia. Er hann kom heim frá
Noregi 1916, fór hann vestur í Hvítadal og var þar,
unz hann kvæntist Sigríði Jónsdóttur, frændkonu
sinni, og voru þau tvö ár á Ballará á Skarðsströnd,
hjá foreldrum Sigriðar. Svo voru þau eitt ár á Krossi,
og 1922 fluttust þau að Búðardal í sömu sveit, en
fóru þá um haustið að Hvitadal og voru þar um
veturinn. Árið 1923 fluttu þau að Bessatungu í
Saurbæ í Dölum og þar andaðist hann 7. marz 1933.
Þau Sigríður eignuðust tíu börn og eru átta þeirra
enn á lífi. — Stefán frá Hvítadal er tvímælalaust
eitt fremsta skáld samtíðar sinnar. Ljóð hans eru
mjög formfögur og áhrifarík. Er það skaði mikill,
hve lítt þau hafa verið útbreidd með þjóðinni, en
væntanleg mun á næsta ári vönduð heildarútgáfa af
ljóðum hans. — Sálmurinn, sem hér fer á eftir, er
úr fyrstu bók hans, Söngvum förumannsins. <
I
Gleð þig, særða sál,
lífsins þrautum þyngd.
Flutt er muna-mál.
Inn er helgi hringd.
.Minnstu komu Krists,
hér er skuggaskil.
Fagna komu Krists,
flýt þér tíða til.
Guð er eilíf ást,
engu hjarta er hætt.
Ríkir eilíf ást,
sérhvert böl skal bætt.
Lofið guð, sem gaf,
þakkið hjálp og hlíf.
Tæmt er húmsins haf,
allt er ljós og líf.
Kirkjan ómar öll,
býður hjálp og hlíf.
Þessi klukknaköll
boða Ijós og líí.
Heyrið málmsins mál.
Lofið guð, sem gaf.
Og mín sjúka sál
verður hljóma haf.
Flutt er orðsins orð,
þagna hamarshögg.
Yfir stormsins storð
fellur drottins dögg.
Lægir vonzku vind,
slekkur beiskju bál.
Teygar lífsins lind
mannsins særða sál.
Ekkert kyrrt né kalt,
öllum frelsi fætt.
Kristur elskar allt,
sem er hrjáð og hrætt.
. . . Ég er smærri en smár,
leita þjáður þín.
Lífsins herra hár,
græddu meinin mín.
Ég er ungur enn,
ég er þreyttur þó.
Kveikt er bál, ég brenn,
gef mér frið og fró.
Vann mér tízkan tjón,
rauf hinn æðsta eið.
Glapti sálar sjón,
bar mig langt af leið.
Kveikt er Ijós við Ijós,
Hvílík fingra-för.
burt er sortans svið.
Allt með spotti spillt.
Angar rós við rós,
opnast himins hlið.
Niður stjörnum stráð,
engill fram hjá fer.
Drottins nægð og náð
boðin alþjóð er.
Tungan eitur-ör.
Ég fór vega villt.
Innra brennur bál,
lifsins dagur dvin.
Ég er syndug sál.
Herra, minnstu mín.
Jólin — hátíð barnanna.
Framhald af bls. 5.
ljósinu, eins vildi heimurinn ekki viður-
kenna, að hann væri gjörfallinn. En einmitt
fyrir það, að Jesús vissi, að mennirnir voru
gjörfallnir, kom hann til þeirra og vildi
fyrst og fremst gjörbreyta þeim en ekki
einungis betra þá.
Þeir hafa betrast, það er áður sagt, og
því er heimurinn í dag eins og hann er,
miklu fátækari en hann Var um daga
Krists.
Það finnst mörgum nóg að hlýða þeim
lögum, sem kristnir menn hafa komið inn
i okkar borgaralegu löggjöf og að vera
borgaralega heiðarlegur maður, það er
mörgum nóg. En þó að maðurinn stæri sig
af sínum borgaralegu dyggðum — það er
að vísu hættulegt —- en sé hann heilbrigð-
ur og skynsamur maður hlýtur hann að
finna til smæðar sinnar. En fyrst og
fremst finnur maðurinn til smæðar sinnar,
þegar hann hefur þverbrotið guðs lög. Þá
er hann orðinn óánægður með sjálfan sig
og vill lifa eftir einhverju æðra.
Vegna þessa var boðskapur Krists mönn-
unum fagnaðarboðskapur, því að sá, sem
hafði þverbrotið fann einmitt fyrst og
fremst til þess að hann þurfti æðri stuðn-
ins. Hann var syndugur maður — hann var
langt frá guði. Kristur gaf honum kjark
til þess að koma fram fyrir hann. Þá kom
friður yfir sál hans, friður þess, sem veit
hvað er að varast og friður þess, sem veit
hvað guðs er. Ávallt eilíf náð. Náð, sem
læknar og gefur heilbrigði í allri andlegri
baráttu, en þá er hann orðinn ríkur. Hugs-
ið þið ykkur barnið, sem biður: „Gef oss
í dag vort daglegt brauð.“ Það er einlæg
bæn. Hirðingjarnir á Betlehemsvöllum
tóku á móti boðsknpnum af einlægu hjarta.
Smáir, eins og barnið, er veit sig smátt eða
fátækt, en treystir að allt sé frá honum
komið. Hugsið þið ykkur barnið, sem bið-
ur við vöggu sína: „Gef þú oss, drottinn,
góða nótt,“ og sofnar síðan öruggt og í
því barnslega og einlæga trausti, að þetta
sé satt: Hver, sem tekur á móti þessu barni
í mínu nafni, hann tekur á móti mér, hann
tekur á móti þeim, sem sendi mig, því að
sá sem minnstur er meðal yðar allra, hann
er mikill.
Þetta er að vera ríkur. Vertu ríkur, eins
og Jesús var, þá ertu ekki fátækur lengur
og þá getur þú haldið jól og skilið ljósið,
sem er undraráðgjafinn og friðarhöfðing-
inn í öllu lífi mannanna og þá eru komin
gleðileg jól, og fögnuðurinn streymir í
innstu æðar við lofsönginn dýrðlega:
Dýrð sé guði í upphæðum, og friður á
jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir
velþóknun á.
Verum eins fátæk eins og barnið og þá
erum vér nógu rík til að vera guðsbörn.