Vikan - 17.12.1942, Blaðsíða 18
18
JÓLABLAD VIKUNNAR 1942
AGDA SPARRE:
w Ra|
JOLIN hennar Rögnu.
Það var mikið um að vera á heimili
Hammers læknis, þegar jólin nálguð-
ust; búið til ávaxtamauk, soðnar rauðróf-
ur og bakaðir stórir hlaðar af alls kyns
kökum, sem ilmuðu og komu vatni fram í
munninn.
Axel og Einar fóru oft fram í eldhúsið
og nældu sér í köku og köku, jafnóðum
og þær komu sjóðheitar út úr ofninum.
Þeir voru tvíburar, átta ára gamlir.
Hammer átti einnig tvær dætur, Guð-
rúnu, tíu ára, og Rögnu, tólf ára, sem var
í skóla í næsta þorpi og búizt var við á
hverri stundu í jólaleyfið.
Hammer var læknir í litlu héraði úti á
landi. Laun hans urðu því
heldur lítil, en Hammer mjög
hjartagóður maður, sem þáði
aldrei nein laun af fátækling-
um og vildi heldur gefa en
þiggja. Fyrir það var hann
dýrkaður af öllum almenn-
ingi.
En kærleikurinn er léttur í
vasa og Hammer barðist í
bökkum við að fullnægja
þörfum fjölskyldu sinnar.
I stóru sveitaþorpi, sem lá
í sex mílna f jarlægð, bjó öldr-
uð, rík kona, frænka Hamm-
ers, en þó ekki náskyld hon-
um. Hún vissi, að Hammer
var frekar fátækur og bauð
honum því að taka Rögnu til
sín í þorpið og setja hana í
góðan skóla.
Þegar Hammer og kona
hans sáu, að þeim mundi fært
að láta Rögnu frá sér og að
það yrði henni til gæfu, þáðu
þau boðið með þökkum.
En Ragna var ekki alveg
á sama máli. Foreldrar henn-
ar og systkini áttu óskipt
hjarta hennar og auðséð var,
að það mundi valda henni
mikillar hryggðar að yfir- .
gefa þau.
Sofie, móðir henng,r, reyndi
að sýna henni fram á, hve
fallegt væri af frú Bergfeldt, Ragna leit
að taka hana að sér, og
hversu þakklát hún væri, en
Ragna sá ekkert gott við þetta.
„Ég vil miklu heldur ekkert læra og
ekkert vita, en að þurfa að fara að heim-
an,“ sagði hún snöktandi.
„Jæja,“ sagði frú Hammer, hún vissi
varla, hvað hún átti að segja.
„Og eitt skaltu athuga, Ragna mín!
Það léttir ekki lítið á okkur, foreldrum
þínum, að þurfa ekki að kosta skólagöngu
þína.“
Það var mjög erfitt fyrir frú Hammer
að þurfa að segja þessi orð, en hún vissi
að þetta var það eina, sem mundi fá
Rögnu til að fara til frænku sinnar.
Ragna þurrkaði augun.
„Ég veit, að ég er óþæg, sagði hún
snöktandi, „ég skal heldur ekki tala meir
um þetta. En þrátt fyrir allt fæ ég að
koma heim yfir jólin, elsku manna?“
„Það máttu vera viss um, elsku barnið
mitt,“ sagði móðirin hrærð.
I byrjun septembermánaðar kom frú
Bergfeldt sjálf til að sækja Rögnu. Hún
Ragna litla var ekki nema tólf
ára og saknaði þess
mjög, að geta ekki ver-
ið samvistum við f jöl-
skyldu sína, en af því að hón
var hugrökk og góð stúlka,
hlaut hún sannarlega gleðileg
jól, þótt hún væri orðin von-
laus um, að svo mætti verða.
upp til blikandi stjarnanna og hugsaði, að alveg þær
foreldrar hennar og systkini heima.
dvaldi nokkra daga á heimili læknisins, en
að þeim loknum, fór hún til þorpsins aft-
ur og hafði litlu frænkuna með sér.
Ragna fékk allt, sem hún þurfti, hjá frú
Bergfeldt: Falleg föt, góðan mat og allt
eins og bezt var á kosið. Frú Bergfeldt
var bæði blíð og góð við hana, en þrátt
fyrir það grét Ragna oft í einrúmi, af þrá
til foreldra og systkina og æskuheimilia.
Og hún taldi dagana til jóla.
I nóvember kom móðir hennar í heim-
sókn til. frænknanna, en Ragna kveið því
alltaf, að hún gæti ekki komizt heim á
jólunum.
Æ, hvað tíminn mjakaðist seint áfram.
Ætlaði jólafríið aldrei að
koma?
Loks var þó svo komið, aé
fáir dagar voru til jólaleyfis-
ins. Það hafði alltaf verið
ætlunin, að hún færi heim á
Þorláksmessu, en kvöldið áð-
ur kom frú Bergfeldt að máli
við hana:
„Heldurðu, að þú vildir
vera svo góð að fara ekki
fyrr en á aðfangadag, þó það
breyti áætluninni?
Eins og þú veizt, er ég að
sauma svefnábreiðu, sem ég
ætla að gefa pabba þínum, og
helzt vildi ég, að þú gætir
tekið hana með þér, 'en hún
er ekki tilbúin hjá mér enn.
Ef þú ferð á aðfangadag
klukkan tólf, geturðu verið
komin heim um tvöleytið,
hvað finnst þér um það?“
Þrátt fyrir það, að Rögnu
þætti þetta harðneskjulegt af
frú Bergfeldt og að henni
væri þetta mjög á móti skapi,
ákvað hún að láta betri
manninn ráða og svaraði vin-
samlega, að það gerði ekkert
til. —
Frú Bergfeldt var virðing-
arverð kona, en hún var ofur-
lítið hugsunarlaus og það var
svo f jarri, að henni dytti það
sömu sæju i bug, að það væri nokkur
vonbrigði fyrir Rögnu að
koma einum degi seinna heim
en hún hafði ákveðið.
Aðfangadagurinn rann upp, og Ragna
sá strax, að frú Bergfeldt var eitthvað
öðruvísi en hún átti að sér.
„Mér sýnist þú vera svo veikluleg,
frænka,“ sagði Ragna.
„Ég veit varla, ég er sVo einkennileg í
höfðinu," svaraði frúin. Frh. á bis. 45.