Vikan - 17.12.1942, Blaðsíða 39
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1942
39
(FERÐ TIL CEYLON.
14. 1 Mahmoud-skurði. Þessi skurður, sem tengir saman höfn Alexandríu
og Nílar-fljótið, er nefndur eftir Mahmoud soldáni, sem ríkjum réði, þegar
skurðurinn var opnaður. Hann hafði notað 250000 verkamenn til verksins.
Sagt er að 25 þúsundir hafi dáið af sulti. En verkinu var lokið á einum
mánuði, og Nílar-fljót leitt til Alexandríu. Frá Caira er farið landveg, ýmist
á úlföldum eða ösnum, og er það ærið erfitt ferðalag.
Framhald af bls. 27).
17. Jeddah. Á eystri strönd Rauðahafsins förum vér fram hjá hafnarborg-
inni Jeddah, en hún er fræg fyrir það, að þar fara um þúsundir pílagríma, sem
koma með skipum frá Austurlandahöfnunum og eru á leið til Mekka og
Medina. Þeir koma frá Indlandi, Afganistan og Tartariu. Pílagrímum þess-
um er þjappað i skipin eins og síld í tunnur, og allur aðbúnaður sóðalegur
eftir þvi. En — pilagrímamir hafa í sér hinn heilaga eld . ..
15. Farið frá Suez. Farþegarnir, sem ferðast á vegum Overland-linunnar,
taka skip aftur í Suez, — annað skip, sem þar bíður ferðbúið. Stórhýsið,
vinstra megin á myndinni var eitt sinn aðsetur Napoleons. — Nú erum vér
komin á skip, sem á að flytja oss það sem eftir er leiðarinnar til Ceylon.
Margt höfum vér séð merkilegt á landleiðinni, Araba og Bedúína í tjöldum,
Jósefs-bmnninn og konumar við Málskrafs-brunnana í skuggum risapálma.
En margt eigum vér eftir að sjá.
18. iNIokka. Norðurálfubúar kannast sérstaklega við þessa höfn, vegna
þess að við hana er kennt bezta kaffið, sem þeir fá. Annars er Mokka
mikil verzlunarborg og þaðan flutt mikið af þurrkuðum ávöxtum, vínum
og nautpeningi, svo og öðru því, sem framleitt er í Arabíu.
16. Rauðaliafið. Það er ekki
nema eðlilegt, að manni þyki
nokkurs um það vert, að fara
um Rauðahafið, sem Gyðing-
arnir komust yfir þurrum fót-
um og sluppu úr klóm Faraós.
Efagjarnir höfundar hafa vilj-
að halda því fram, að þá hafi
verið stórstraumsfjara, og allt
með feldu. En þetta er tilgáta.
Ekkert annað en kraftaverk
gat þarna hjálpað Israels-
mönnum. Nafnið á ekki við.
Miklu frémur ætti að nefna
hafið Hvíta flóann, því að oft
er sjórinn hvítlygn með strönd-
um fram á báðar hendur.
19. Aden. Við mynni Rauða-
hafs er hafnarborgin Aden, þar
sem Bretar ráða nú öllu. Er
Aden mjög hentug kolahöfn.
Arabar áttu þessa borg áður,
en þá var þar fátt íbúa. En
borgin hefir vaxið mjög og
verzlun blómgast þar, siðan
Bretar tóku þar við forráðum.
Skipi voru er lagt úti á „ytri-
höfn“.
20. Ceylon. Ekki er hægt að ímynda sér neitt fegurra en það, sem við augum blasir, þegar komið er til Ceylon, eftir þreytandi og tilbreytingarlausa
sjóferð, þar sem ekki sá til lands í marga daga samfleytt. Ceylon er einhver dásamlegasti bletturinn á jörðunni. Loftið angar af unaðslegum ilmi.
Þar er ákaflega fjölbreyttur og fagur gróður. Gamalt hollenzkt viriíi er við höfnina.