Vikan


Vikan - 17.12.1942, Blaðsíða 47

Vikan - 17.12.1942, Blaðsíða 47
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1942 47 Fr amhaldssaga: -...................................... Ráðgáta Rauða hússins. ...................... Sakamálasaga eftir A. A. Milne . „Hann byrjaði undireins að leika Robert fyrir mig- — hélt smásýningu mér til fræðslu. Svo sagði hann með sinni eðlilegu röddu, hlakkandi yfir hinni vel skipulögðu hefnd sinni á ungfrú Norris: „Nú er komið að mér. Þú bíður!“ Það var þetta, sem Elsie heyrði. Hún hafði ekkert erindi þama, og hefði getað eyðilagt allt, en eins og þetta kom fram, var það hið allra bezta, sem fyrir gat komið. Því þetta var sá eini vitnis- burður, sem mig vantaði; vitnisburður, annar en minn eiginn um það, að Mark og Robert hefðu verið saman inni i herberginu. Eg sagði ekkert. Ég ætlaði ekki að eiga það á hættu, að einhver heyrði mig tala inni í her- berginu. Ég brosti bara að veslings litla heimsk- ingjanum og skaut hann. Síðan fór ég aftur inn í lestrarstofuna og beið — alveg eins og ég sagði í vitnisburði mínum. Getið þér gert yður í hugarlund, Gillingham, hve mér brá, er þér birtuzt allt í einu? Getið þér gert yður í hugarlund tilfinningar „morðingja“, sem hefir (að því er hann heldur) áætlað hvern möguleika, og þá kemur allt í einu upp nýtt vandamál? Hvaða breytingu mundi koma yðar hafa í för með sér? Ég vissi það ekki. Ef til vill mundi hún engu breyta; ef til vill öllu. Og ég hafði gleymt að opna gluggann! Ég veit ekki, hvort yður finnst áætlun min i drápinu á Mark sniðug. Ef til vill ekki. En ef ég á eitthvað hrós skilið í sambandi við þetta, held ég, að ég verðskuldi það fyrir það, hvernig mér tókst að horfast í augu við hina óvæntu ógæfu, komu yðar. Já, ég gat opnað glugga, Gillingham, og það alveg við nefið á yður; meira að segja réttan glugga, eins og þér voruð svo vingjarn- legur að segja. Og lyklarnir — já, það var snjallt hjá yður, en ég held, að ég hafi verið ennþá snjallari. Ég lék á yður með lyklana, Gilling- ham, eins og ég komst að, er ég gerðist svo djarfur að hlusta á samræður milli yðar og Beverley vinar yðar á knattleikaflötinni. Hvar var ég? Ja, þér verðið að leita að leynigöngun- um, Gillingham. En hvað var ég að segja? Lék ég yfirleitt nokkuð á yður? Þér komuzt að leyndarmálinu — að Robert væri Mark — og það er allt, sem máli skiptir. Hvemig komuzt þér að því? Ég mun aldrei vita það. 1 hverju skjátlaðist mér? Ef til vill hafið þér allan tímann verið að leika á mig. Ef til vill vissuð þér um lyklana, um gluggann, jafnvel líka um leynigöngin. Þér eruð slunginn maður, Gillingham. Ég var með föt Mark. Ég hefði getað látið þau vera i leynigöngunum, en leynd þeirra var nú úr sögunni. Ungfrú Norris vissi um þau. Það var ef til vill veiki bletturinn í áætlun minni, að ungfrú Norris varð að vita um þau. Þess vegna faldi ég þau í pollinum, er Birch hafði fyrst slætt hann vandlega fyrir mig. Noklcrir lyklar fóru með þeim, en ég geymdi skammbyssuna. Það var heppilegt, ekki satt, Gillingham? Ég held, að nú sé ekkert meira að segja yður. Þetta er langt bréf, en það er líka hið síðasta, sem ég mun skrifa. Einu sinni vonaðist ég eftir að eiga í vændum hamingjuríka framtíð, ekki í Rauða húsinu og ekki einn. Ef til vill var það ekkert annað en hégómlegur dagdraumur, því ég var ekki verðari hennar en Mark. En ég hefði getað gert hana hamingjusama, Gillingham. Guð veit, að ég hefði gert allt, sem í minu valdi stóð til þess að gera hana hamingjusama! En nú er það ógerlegt. Að bjóða henni hönd morð- ingja mundi vera eins slæmt og að bjóða henni hönd ofdrykkjumanns. Og þess vegna dó Mark. Ég sá hana í morgun. Hún var mjög falleg. Það er erfitt að skilja þennan heim. Jæja, við erum nú allir famir — Ablettamir og Cayleyarnir. Ég er að velta því fyrir mér, hvernig Cayley afa mínum litist á allt þetta. Ef til vill var það gott, að við dóum út. Það er ekki svo að skilja, að neitt athugavert hafi verið við Sarah — nema skap hennar. Og hún var með Ablett nefið — við því er nú ekkert að gera. Ég er feginn því, að hún skildi ekki eftir sig nein börn. Verið þér sælir, Gillingham. Mér þykir leitt, að dvöl yðar hjá okkur skuli ekki hafa verið skemmtilegri, en þér skiljið þá erfiðleika, sem ég átti við að etja. Látið ekki Bill hugsa of illa um mig. Hann er góður drengur; gætið hans. Hann mun verða undrandi. Unglingarnir verða alltaf undrandi. Og þakka yður fyrir, að þér skylduð lofa mér að enda lífið eins og ég vil. Ég býst við að þér hafið haft dálitla samúð með mér. Við kynnum að hafa orðið góðir vinir í öðr- um heimi — þér og ég, og ég og hún. Segið henni það, sem þér viljið. Allt eða ekkert. Þér munið vita, hvað bezt er. Verið þér sælir, Gillingham. Matthew Cayley. Ég er einmana i kvöld, án Mark. Það er einkennilegt, ekki satt?“ XXII. KAFLI. Beverley heldur áfram. „Hvert í logandi!“ sagði Bill, er hann lagði frá sér bréfið. „Ég bjóst við, að þú mundir segja þetta,“ tautaði Antony. „Tony, áttu við, að þú hafir vitað allt þetta?“ „Ég gat mér sums til. Ég vissi auðvitað ekki allt.“ „Hvert í logandi!“ sagði Bill aftur og snéri sér að bréfinu. Stuttu seinna leit hann aftur upp. „Hvað skrifaðirðu honum? Var það í gær? Þegar ég var farinn til Stanton?“ „Já.“ „Hvað sagðirðu? Að þú hefðir uppgötvað, að Mark væri Robert?“ „Já. 1 það minnsta sagði ég, að ég mundi sennilega senda símskeyti núna í morgun til Cartwright í Wimpole Street og biðja hann að —.“ Bill greip ákafur fram i fyrir honum, er hann var í miðri setningunni. „Já, um hvað fjallaði allt þetta eiginlega? Þú varðst skyndilega svo skolli leyndardóms- fullur í gær. Við höfðum alltaf fengizt við allt þetta sameiginlega, og þú hafðir sagt mér allt, og svo varðstu allt í einu svo dularfullur, heim- ullegur og talaðir óskiljanlega — er það orðið? — um tannlækna, sund, „Plðg og hesta,“ og — ja, hvað var allt þetta? Þú blátt áfram hvarfst; ég vissi ekki, hvað í ósköpunum við vorum að tala um.“ Antony hló og afsakaði sig. „Fyrirgefðu, Bill, Mér varð allt í einu svona innan brjósts. Bara síðasta hálftímann; rétt í end- irinn á öllu. Ég skal nú segja þér allt. 1 rauninni er ekkert að segja. Það virðist svo auðvelt, þegar maður veit það — svo augljóst. Um Cartwright í Wimpole Street. Auðvitað átti hann að gera grein fyrir líkinu.“ „En hvað fékk þig til þess að leita til tann- læknis með það?“ „Hver gat frekar gert það? Hefðir þú getað gert það? Hvernig áttir þú að geta það? Þú hafðir aldrei farið að synda með Mark; þú hafðir aldrei séð hann nakinn. Hann synti ekki. Gat læknirinn hans gert það? Ekki nema á honum hefði verið gerður einhver sérstakur uppskurð- ur og ef til vill ekki þótt svo væri. En tann- læknar hans gátu það — hvenær sem var —- ef hann hafði farið nokkuð oft til tannlæknis. Þar af leiðandi var það Cartwright í Wimpole Street.“ Bill kinkaði kolli hugsi og snéri sér síðan aftur að bréfinu. „Ég skil. Þú sagðir Cayley, að þú ætlaðir að senda Cartwright skeyti og biðja hann að segja, af hverjum líkið væri?“ „Já. Og þá var auðvitað öllu lokið fyrir hon- um. Þegar við vissum, að Robert var Mark, þá vissum við allt.“ „Hvernig vissir þú það?“ Antony stóð upp frá morgunverðarborðinu og fór að troða pípu sína. „Ég er ekki viss um, að ég geti sagt það, BilL Þú kannast við þau dæmi í algebru þar sem maður segir: „Látum x vera lausnina,” og svo leysir maður dæmið og finnur, hvað x er. Ja, þetta er ein leiðin; og önnur leið, sem maður fær aldrei neitt fyrir í skólanum, er sú, að geta sér til um svarið. Setjum svo, að lausnin sé 4 — nú, uppfyllir það skilyrði dæmisins? Nei. Reyndu þá 6; og ef 6 er ekki heldur rétt, hvað þá um 5? — og svo framvegis. Nú, Birch, dómarinn og allir hinir gátu svarsins og það virtist hæfa; en við vissum, að það hæfði ekki; það voru nokkur skilyrði i vandamálinu, sem það hæfði alls ekki. Svo við vissum, að lausn þeirra var röng, og við urðum að finna einhverja aðra — lausn, sem skýrði alla þá hluti, sem voru okkur óskiljan- legir. Ja, það vildi svo til, að ég gat mér til þeirrar réttu. Áttu eldspýtu ?“ Bill rétti honum stokk og hann kveikti í pípu sinni. „En þetta er ekki alveg nóg, gamli minn. Eitt- hvað hlýtur að hafa leitt þig á sporið. Heyrðu annars, ég vil gjarnan fá aftur eldspýtumar mín- ar, ef þér stendur á sama.“ Antony hló og tók þær upp úr vasanum. „Fyrirgefðu .... Jæja, látum okkur nú sjá, hvort ég get leitað í huga mínum og sagt þér, hvernig ég gat þess til. Fyrst og fremst, fötin.“ „Já?“ „Cayley virtust fötin ákaflega mikilsvert atriði. Ég sá nú ekki beint hvers vegna, en ég skildi að hjá manni í aðstöðu Cayley mundi hið minnsta atriði hafa alveg ósamsvarandi gildi. Af sömu ástæðu hafði Cayley því lagt þessa auknu þýð- ingu í fötin, sem Mark hafði verið í á þriðju- dagsmorguninn; öll fötin, jafnt nærfötin sem ytri fötin. Ég vissi ekki hvers vegna, en ég var viss um það, ef svo væri, að það að flibbinn var ekki með, var ekki af ásettu ráði gert. Er hann safn- aði saman fötunum, hafði honum sézt yfir flibb- ann. Hvers vegna?“ „Var það ekki sá, sem var í körfunni?“ „Jú. Það virtist sennilegt. Hvers vegna hafði Cayley látið hann þar. Augljósasta svarið við því, Framhald á bls. 49.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.