Vikan


Vikan - 17.12.1942, Síða 17

Vikan - 17.12.1942, Síða 17
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1942 17 Spilakvöldjð góða. Rásmína: Það gleður mig, að þú skulir ætla að vera heima í kvöld í stað þess að fara út og spila fjárhættuspil við þessa líka félegu kunningja þína, eins og þú ert vanur. Gissur: Þú kvartar aldrei, þegar ég kem heim með vinning. Rasmína: Nú hringir bjallan. Hver skyldi vera að koma ? Gissur: Vertu ekki að ónáða þig, vina min, ég skal fara til dyra. Rasmína: Seztu niður. Þú skalt ekki komast nærri dyrunum. Ég þekki þig! Herra Lobbi: Ah — kemur sjálfur heimilisfaðirinn. Komið þér sælir, Gissur. Herra Snobbi: Eruð þér heima svona til tilbreytingar, ha? Hvað er að yður? Eruð þér veikur? Frú Snobba: Nei, komið þér sælir, Gissur. Hvernig llður yður? Við vorum að ganga hérna fram hjá og okkur datt í hug að líta inn og fá okkur einn umgang í bridge. Ég veit, að þér spilið ekki. Hvar er frú Rasmína ? Gissur: Rasmína, hm — he — ég — hm! Rasmína: Þetta var yndisleg og óvænt gleði. Fáið ykkur sæti. Ég ætla að spila á móti herra Lobba. Herra Lobbi: Þá skulið þér sitja héma. Ég dáist að hinni góðu dómgreind yðar, frú Rasmína. Frú Snobba: Ó, elskan mín, hann spilaði á móti Línu Löpp í gær, og hún spilaði alveg hræðilega. Herra Snobbi: Nú skuium við byrja. Gissur: Mikið skrambi var ég heppinn núna. Lalli: Ég býð annan tiKall, þú getur jafnað það, ef þú vilt. Leppur: Mér er sama, þótt ég tapi, en það er verst að hlusta á fyrirlestrana heima. Lubbi: Við megum nú ekki eyðileggja skemmtunina fyrir okkur, við skulum ekki tala um heimilin. Gissur: Nú verð ég að fara heim. , Kubbur: Hvaða della. Þú spilar nokkur spil enn. Gissur: Fjári er ég nú búinn að skemmta mér vel. Ég ætla að vona að kerlingin sofi, þegar ég kem heim. tBSTS-'to,. Gissur: Fyrirgefiö. Ér það nokkuð, sem ég get gert fyrir ykkur? Rasmína: Þegiðu, Gissur. — Jæja, hvað segið þið? Herra Lobbi: Ég sagði sex hjörtu. Frú Snobba: Bíðið augnablik. Lofið mér að hugsa. Herra Snobbi: Já, vina mín, við skulum gera það, ef þú þá ætlar að fara áð hugsa.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.