Vikan


Vikan - 17.12.1942, Blaðsíða 20

Vikan - 17.12.1942, Blaðsíða 20
20 JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1942 ucimn m E. IIIII L I V Jólamatseðill. Aðfangadagskvöld: „Súpa á la Clairmont“. 2 1. kjötsoð, 1 stór laukur. Yztu lögin eru tekin af lauknum og hann skorinn í þunnar sneiðar. Þær eru brúnaðar ljósbrúnar í smjöri eða plöntufeiti, síðan lagðar á þykk- an pappír, svo feitin geti runnið af þeim. Soðið sjóðhitað og laukurinn látinn út í. Beinlausir fuglar. 1V2 kg. læri, kálfa- eða svína- kjöt, 100 gr. flesk, y2 1. vatn eða mjólk, 75 gr. smjör, 25 gr. hveiti, 125 gr. kjötfars, 2 laukar, 1 te- skeið salt, y2 teskeið pipar. Kjötið er þvegið, sinar og himnur teknar í burtu, skorið í sæmiiega stórar sneiðar, barið og stráð kryddi og fint skomum lauk. Dálítill flesk- biti ásamt einni matskeið af kjöt- farsi látið yfir og kjötinu vafið sam- an utan um það, bandi bundið um, síðan er það brúnað í smjöri. Sjóð- andi vatn eða mjólk er nú látið sam- anvið og allt soðið í þrjú kortér. Fuglarnir teknir upp og böndin leyst. Hveitið er hrært út í dálitlu köldu vatni, helt í soðið og soðið í 5 mín- útur. Prinsessubúðingur. 100 gr. smjör, 100 gr. hveiti, 6 dl. mjólk, 80 gr. sykur, 8 egg, vanilla. Smjörið er brætt, hveitinu hrært saman við, þynnt í sjóðandi mjólk, sem vanillan er soðin í í nokkrar mínútur. Potturinn tekinn af eldin- um og eggjarauðunum (einni i senn) hrært samanvið; þetta er hrært í 10 mínútur eftir að sú síðasta er komin saman við. Sykurinn og stífþeyttar eggjahvíturnar eru látnar út í. Mót er smurt vel og stráð tvíbökumylsnu, deiginu hellt í það og tvíbökumylsnu stráð yfir, áður en lokið er sett yfir. Mótið er sett í pott með sjóðandi vatni og ullarstykki lagt yfir. Eúð- ingurinn er soðinn í 1(4 klukkustund við hægan eld. Lokið er tekið af og mótinu hvolft yfir fat það, sem bera á búðinginn fram á. Ef búðingurinn losnar ekki strax úr mótinu, skal hrista það, en gæta þess vel, að halda því fast við fatið. Borið fram með rauðri sósu. Jóladagur: Kalt hangikjöt. með kartöriujafningi og grænum baunum. „Eplapie“. 750 gr. epli, 100 gr. sykur, 60 gr. smjör, 60 gr. sykur, 2 til 3 egg, 60 gr. möndlur. Eplin eru flysjuð og soðin í graut, sem 100 gr. sykur er sett saman við. Smjörið er velgt, hrært hvítt ásamt sykrinum, og svo eru eggjarauðurn- ar (ein í senn) settar saman við, og að lokum eru stífþeyttar hviturnar og möndlurnar látnar út í. Mót er smurt, eplagrauturinn látinn í botn- inn og hinu svo hellt yfir. Bakað í vatnsbaði í % klukkustund. Má, ef vill, skreyta með þeyttum rjóma, þegar orðið er kalt. Annar jóladagur: Kálfakótelettur. iy2 kg. kálfskjöt (hryggur), 125 gr. smjör, salt og pipar. Kjötið er þvegið, teknar burt sinar og himnur, og skorið í hæfilega þykkar sneiðar, þannig að eitt rif- bein og hálfur hryggjaliður fylgi hverri sneið. Kjötið er skafið frá rif- beininu og kótelettumar barðar og lagaðar til. Steikarpannan sett yfir mikinn eld. Þegar hún 'er orðin heit, er smjörið látið á hana og brúnað, síðan eru kóteletturnar látnar á og steiktar í 4 mínútur á hverri hlið. Síðan eru þær teknar af pönnunni og látnar á fat, sem halda verður heitu. Af beinum og kjötafgangi er soðin örlítil súpa. Henni er nú hellt á pönnuna og er hún þar soðin ásamt smjörinu og stöðugt hrært í. Er bor- ið er fram, er sósunni hellt yfir kóteletturnar, sem grænmeti er rað- að í kringum. Kartöflurnar bornar fram með. Súkkulaðibúðingur. y2 1. mjólk eða rjómi, 125 gr. súkkulaði, 10 gr. kakaó, 25 gr. sykur, 4 blöð matarlím, 2 dl. rjómi, 10 gr. sykur, 1 teskeið af vanillusykri, 2 blöð matarlím. Rjóminn er settur yfir eld ásamt súkkulaði, kakaó, sykri og matar- lími og soðið í cá. stundarfjórðung, tekið af eldinum og hrært í, þar til það fer að stífna, þá er því hellt í vott mót. Rjóminn er stífþeyttur, sykri, vanillu og uppleystu matarlimi hrært saman við. Þetta látið í vætt smámót, sem hægt er að hvolfa úr eftir klukkutíma og nota til skrauts á súkkulaðibúðinginn. Búðingurinn verður bragðbetri, ef 2 dl. þeyttum rjóma er hrært saman við hann, áður en hann er alveg stífnaður. Húsráð. Til þess að líkami yðar fái það, sem hann þarfnast af mjólk, þá skuluð þér drekka mjólk, borða hana í súpum og slíku og sem ost. * Fáið mann yðar til þess að snúa út legurbandinu í hatti sínum, er hann hefir svitnað mikið. Við það endist haturinn lengur, því þá gufar svitinn upp og þarnar, en fer ekki yfir í hattinn. Kvöldkjóll. Kjóll þessi er úr hvítu silkiefni með rauðum röndum. Tveir örlitlir vasar eru á blússunni, sem lmeppt er með tveimur rauðum hnöppum. Beltið er úr rauðu flaueli með silfur- keðjum og tveimur rauðum dúskum. Ermamar eru víðar, teknar saman með þröngri líningu að framan. Það er oftast nær auðvelt að ná blekblettum af mahognyhúsgögnum vegna þess, að blekið fer ekki alveg inn í viðinn. Þurrkið það af með mjúkum klút undnum upp úr sápu- vatni. Þurrkið svo með mjúkum þurrum klút. Minnstu ávallt [ = I mildu sápunnar I 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.