Vikan


Vikan - 17.12.1942, Blaðsíða 59

Vikan - 17.12.1942, Blaðsíða 59
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1942 59 virtist liðsforinginn furða sig á því til- tæki. ,,Þér virðist vera vel búnir til varnar,“ sagði liðsforinginn hæversklega. ,,Það er öðru nær, við höfum lélega varn- araðstöðu,“ svaraði biskup. „Börnin mín hafa verið að reyna að styrkja borgarmúr- ana með sandpokum, en eins og þér sjáið, eru múrarnir svo hrörlegir, að þá þyrfti að býggja alveg upp af nýju. Ofan á þetta bætist, að greifinn hafði verið hraklega svikinn á púðrinu. Ég verð að tala um það við hann einhvern tíma, því að svo má heita, að byssurnar okkar séu ónothæfar.“ Undrun Frakkans fór sívaxandi. „Mér dettur ekki í hug að rengja orð yðar,“ sagði hann, „en ef þetta er nú allt eins og þér segið, hvernig ætlið þér, yðar há- göfgi, þá að verja Remó?“ „Það fel ég guði á vald,“ svaraði biskup undur blátt áfram. „Ég vil ekki, að fólkið mitt sé drepið. Og ekki vil ég heldur horfa upp á það, að það sé undirokað. Ef þörf krefur, er ég fús til að láta lífið í þeirra stað, en þeir séu þá frjálsir og þeim sé ekkert mein gert. Ef þið gerið tilraun til að hengja einn einasta mann hér í Remó, þá mun ég leysa lykkjuna af hálsi hans og bregða henni um minn eigin háls.“ „Þér gerið okkur þetta ákaflega erfitt, yðar hágöfgi,“ sagði Frakkinn og var nú hugsi mjög. „Konungur minn hefir enga- tilhneigingu til þess, að áreita kirkjuna — og raunar virðast múrar Remó-borgar vera traustari en þér ætlið.“ Rétt í þessu varð hann þess var, að kippt var í annan handlegginn á honum. Það var Luigi, og reyndi hann að gera Frakkanum skiljanlegt með grettum og handapati, að hann ætti að fylgja sér. „Hvað vilt þú, Luigi?“ sagði biskup önuglega. „Æ, — ég skil þig, — þú ætlar að sýna gesti okkar púðurbirgðirnar. Það má svo vera. Hann sér þá, hvað við höf- um lítið af þeirri vöru.“ Þegar Frakkinn kom aftur til biskups, var hann fölur í framan og var að þerra svita af enni sér. Biskup bauð honum glas af víni, en hann kvaðst verða að fara strax til herbúðanna. Kvaddi hann síðan og muldraði eitthvað um það, að sannarlega myndi það verða drottinn sjálfur, sem verði Remó. Er hann var farinn, leit biskup til Luigi og sagði með nokkrum þunga: „Ég er hræddur um, að nú hafir þú framið ein- hverja hrekki.“ „En hvað yður er gjarnt að hafa mig fyrir rangri sök, yðar háæruverðugheit,“ sagði beiningamaðurinn sakleysislega. „Það er að vísu satt, að ég sýndi honum þrjá kollega mína, og þeir virtust ekki njóta sín alveg upp á sitt bezta. En ég sagði honum hins vegar ekki, að þeir væru með bólupestina. Ég lét hann sjálfráðan um sínar ályktanir. Ég hefi eytt fjórum dögum í að æfa þá í þessu hlutverki sínu, — ég sagði honum ekki heldur frá því.“ „Þetta getur tæplega talist heiðarlegt, Luigi,“ varð biskupi að orði. „Við vitum, að hér er engin bólupest." „Við vitum líka, að borgarveggir okkar eru hrörlegir," sagði Luigi, „en Frakkarn- ir trúa því ekki heldur, að það sé sann- leikur. Þegar menn eru í hernaði, eru þeir tortryggnir — það er þeirra veikasta hhð. Við skulum nú bíða og sjá, hverju fram vindur. Þeir biðu og „sáu til“ — því að þá um kvöldið var haldinn herforingjaráðsfundur í frönsku herbúðunum, og þar gaf liðsfor- inginn, sem sendiförina hafði farið, þá skýrslu: 1) að í borginni væri mikið lið, og að hún hefði sterk varnarvirki, 2) að biskup væri þess albúinn, að láta lífið í fylkingabrjósti sinna manna, 3) að bólu- pestin geisaði í borginni. Þetta var vandlega yfirvegað, og síðan tekin sú viturlega ákvörðun, að taka upp tjöldin og halda á brott með herdeildina áleiðis til aðalstöðva hersins. Náði þessi herdeild þangað nægilega snemma, til þess að geta átt hlutdeild í hinum sögulega ósigri Frakka í þessari innrásartilraun þeirra, viku síðar. Þessi ósigur staðfesti um allar aldir hina hetjulegu vörn Remó- borgar. Því að ef að sá hluti franska hers- ins, sem sendur var til Remó, hefði verið með aðalhernum eða komið til aðalstöðv- anna í tæka tíð, þá hefði vel getað farið svo, að Frakkar hefðu unnið jafn sögu- legan sigur. En nú var þetta þannig, að nafn biskupsins í Remó varð á hvers manns vörum um alla ítalíu. En biskupinn vissi ekkert um þetta, því að beiningamaðurinn hans, hann Luigi, lá fyrir dauðanum. Þegar frakkneski herinn gafst upp við að taka Remó, höfðu þeir hleypt af nokkr- um skotum í kveðju skyni, fremur af gremju, heldur en að þeir ætluðust til að þau hefðu nokkra hernaðarlega þýðingu. En nú vildi svo til, að eitt þessara fall- byssuskota, sem skotið var af handahófi, lenti á dómkirkjutröppunum, — og enn má sjá þess merki á tröppunum. Skotið lenti líka á kerrunni, sem Luigi kraup í, — hann var þá að gefa félögum sínum einhverjar fyrirskipanir viðvíkjandi vörn- unum. Biskupinn brá þegar við og fór til kirkj- unnar, þegar hann heyrði að Luigi hefði særzt. En þar kom ekki til greina mann- Eimskipafélag Islands óskar öllum vidskiptavinum sinum Járnsmíði Málmsteypa Símnefni: Landssmiðjan, Rvík. Símar 1680—1685.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.