Vikan - 17.12.1942, Blaðsíða 21
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1942
21
Við létum drenginn okkar vinna.
====== Eftir AUDREY ROBINSON =====
Undirbúningnr Iífsins er fólg1-
inn í fleiru en skólagöngu ein-
göngu — eins og móðirin og
sonurinn, sem sagt er frá í
eftirfarandi grein, komust að
raun um.
Drengurinn okkar er nú fimmtán
ára. Og hann hefir unnið í þrjú ár.
Það hefir ekki verið nein fjárhags-
leg nauðsyn fyrir hann að vinna, að
því er snertir fjölskyldu okkar. Við
höfum nægilegar tekjur. Hann hefir
alltaf lifað þægilegu lífi og það
meira en í meðallagi. Hann hefir
farið í ferðalag í kringum hnöttinn
og ferðast mikið um landið. Nei, það
var önnur ástæða fyrir þvi, að
hann vann.
Við foreldrar hans vitum, að
meira þarf að leggja honum til en
menntun á ferðalögum og i skóla,
meira en góð föt og kynni af góðu
og illu.
Hann verður brátt fullvaxta mað-
ur og þarf að læra að vinna fyrir sér,
áður en hann stofnar heimili. Hann
þarfnast þekkingar á jafnvægi óhófs
og nauðsynja, spamaðar og eyðslu,
arðs og útbýtinga þeirra peninga,
sem hann hefir unnið sér inn.
Ef við værum sundkennarar, þá
mundum við ekki henda ungum nem-
anda okkar í djúpt vatn og skipa
honum að synda. Það hefir verjð
gert, það er satt. Fólk hefir glatað
lifi sínu, er það var að reyna að
komast til lands, yfirbugað af ótta
og skorti á sundkunnáttu og engri
trú á það, að sú höfuðskepna, sem
það er að berjast við, getur hjálpað,
ef það bara kann tökin á henni.
Drengurinn okkar mundi eflaust -
komast til lands um síðir. Hann er
hugaður og vel viti borinn. En það
er ekki nauðsynlegt að kasta hon-
um í fangið á þeirri höfuðskepnu,
þar sem hann verður að brjótast um
mánuðum eða jafnvel árum saman
áður en hann nær til fullnustu tök-
um á henni.
Ég komst að því fyrir mörgum
árum að kenna þyrfti honum að
meta gildi peninganna. Hann varrJ
þá aðeins fjögurra ára, rétt nógu •
stór til að gægjast upp- á búðarborð, j
ef hann stóð á tánum.
Hann hafði óseðjandi löngun til*
að eignast flugvélar. Faðir hans;
hafði keypt hverja flugvélina á fætur1
annarri handa honum, og hann lék^
sér að þeim dálítinn tíma, en eyði-
lagði þær svo, eins og bömum er
títt.
Ég komst að raun um, að það var
Framh. á næstu síðu.
JÓLABORÐIÐ.
Yfir jólunum er alltaf sérstakur hátíðablær, sem hvorki strið nó
akömmtun getur spillt. Við reynum öll að lífga upp heimilin eftir fremstu
getu. Það er hægur vandi að útbúa svona jólaborð, hafi maður við hendina
bómull, grenigreinar, smá hluti, kertaljós — og ekki hvað sízt hugmyndaflug.
CLARK’S
Brodergarn
Merkið
tryggir yður
gœðin.
rene
SHAMPOO
SAampoxf
fyrirliggjandí.
FRIÐRIK BERTELSEN & CO. H.F.
Vesturgötu 17 — Simi 1858, 2872