Vikan


Vikan - 17.12.1942, Blaðsíða 60

Vikan - 17.12.1942, Blaðsíða 60
60 JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1942 legur máttur. Það var ekki um, annað að ræða en aðeins að bíða, — og biðin varð löng. Það var ekki fyrr en sjö vikum síð- ar, sem Luigi kvaddi þennan heim. Hann þraukaði sem sé þangað til sendimennirnir komu frá Rómaborg. Þegar þeir höfðu rætt erindi sín við biskup, fór hann einn til kirkju og baðst fyrir. Síðan heimsótti hann Luigi. „Hvernig horfir?“ spurði hinn dauðvona maður með ákafa. „Hans Heilagleiki hefir auðsýnt mér þá miklu náð, að skipa mig hinn fyrsta erki- biskup í Remó, og hann leggur jafnframt undir stólinn Ugri- og Soneto-biskups- dæmi,“ sagði biskup rólega. „En ég skil þetta ekki.“ „Þetta er vel af sér vikið. Þér hafið stað- ið með fátæklingunum í fátækt þeirra, og með vesalingunum á neyðarstundum þeirra,“ sagði Luigi. Og aldrei þessu vant, var nú engin keskni í hans tali. „Ég skil þetta ekki, Luigi. Ég get alls ekki skilið þetta,“ sagði biskup enn. „Nær hefði verið að veita þér einhverja viður- kenningu, Luigi, þú átt það fremur skilið en ég.“ „Nei,“ svaraði Luigi. „Þetta er rangt.“ Biskup strauk hendi um enni sér. „Ég er ekkert flón,“ sagði hann svo. „Og ég á þér að þakka að sál mín kenndi auðmýkt- ar. Það er þitt verk, en hvað gekk þér til, Luigi ?“ „Það er einmitt mín aðalsynd,“ svaraði Luigi. „Ég er búinn að játa á mig æði- margar upplognar syndir, en aldrei höfuð- syndina, fyrr en þá nú.“ Hann þagnaði, eins og honum væri ofraun að tala, vegna sársauka. „Þegar þér ókuð yfir mig, yðar hágöfgi, ólgaði í mér hatur,“ hélt hann áfram. „Það er svo lítið, sem fátæklingar eiga. Og að glata því litla — að geta ekki framar notið friálsræðis og hressandi úti- vistar uppi í fjöllum, að geta ekki lengur hlaupið, hvert sem mig langaði, — að verða að liggja afvelta alla ævi, fyrir hunda og manna fótum, vegna þess að ökumaður biskupsins var óaðgætinn — þetta kveikti hatur í brjósti mér. Heldur hefði ég viljað þá, að þér hefðuð látið aka jrfir mig í ann- að sinn, en að vera fluttur hingað og þurfa að þiggja velgjörðir yðar. Ég hataði yðirr fyrir alla þá utangarna-góðsemi, sem þér sýnduð mér. Ég hataði yður fyrir allt, sem þér gerðuð." „Gerðir þú það, Luigi?“ sagði biskup. „Já,“ svaraði Luigi. „Og ég sá, að þér hötuðuð mig — eða, ef þér hötuðuð mig ekki, þá höfðuð þér andstyggð á mér, eins og limlestum hundi, sem þér mynduð telja skyldu yðar að vera góður við, þó að yður þætti ekkert vænt um hann. Og ég einsetti mér að stríða yður og kvelja, — fyrst með því, að gerast beiningamaður yðar, og síðar á ýmsan hátt annan. Ég gat ekki trúað á góðsemi. Ég trúði því ekki, að ekki myndi að því koma, að þér snéruð við blaðinu og rækjuð mig á brott.“ Hann þagnaði aftur, og þurrkaði sér um munninn með klút. „Já, ég trúði því alls ekki,“ hélt hann enn áfram. „En það var ekki hægt að brjóta þig, Gianfrancesco, bróðir minn. Óþokkaskapurinn, sem ég sýndi þér dag- lega, var sem hnífi væri snúið í opnu sári, og ég var þér að öllu leyti þung byrði. Mér var unun að því, að sýna þér, hvernig allt gekk á tréfótum í þessari borg þinni, sýna þér, að undir fáguðu yfirborðinu var eymd og þjáning. Og ef þú hefðir í eitt einasta skipti hopað fyrir eymdinni og þjáningunum, þá hefði ég verið ánægður, því að þá hefðir þú glatað sál þinni, — og skipti þá ekki máli, hvort þú varst biskup eða ekki. Var þetta syndsamlegt, Gian- francesco ?“ „Ákaflega syndsamlegt áform,“ sagði biskup rólega, „því þó að það sé í sjálfu sér leyft, að maður verði fyrir freisting- um, þá er það syndsamlegt, að gera sér leik að því að freista annarra manna. En haltu áfram.“ „Jæja,“ sagði Luigi, og virtist honum koma þetta kynlega fyrir, — „en þetta tókst ekki. Því meira, sem ég lagði mig fram til þess að reyna að gera þig að vondum manni, því betri maður virtist þú verða. Þú vildir ekkert gera, sem illt var eða Ijótt. Þú vildir ekki skilja við fátækl- ingána þína, eftir að þú hafðir kynnzt þeim, ekki einu sinni, þó að í boði væri rauður hattur og hylli höfðingja. Þú þver- neitaðir því. Og nú höfum við varið Remó,. — við tveir einir — og ég er að skilja við.“ Hann mjakaði sér til í rúminu með erfið- leikum. „Það er líka eins gott,“ hélt hann svo áfram, og brá nú enn fyrir hinni gömlu glettni. „Ég var búinn að segja honum frænda mínum, að ég skyldi þrauka það, að verða beiningamaður kardínála, en ég er ekki viss um, að mér hefði fallið það. Ég er búinn að vera svo lengi beininga- maður biskups. — — En hvað sem um þetta er allt saman, þá hefi ég elskað þig líka, Gianfrancesco. Viltu nú ekki gefa mér blessun þína núna, og blessa um leið starf mitt, — veita mér blessunina, sem þú neitaðir mér um einu sinni?“ Það var eins og að kvaladráttum brygði fyrir á svíp biskups, en hann hóf upp hend- urnar, veitti Luigi aflausn og blessaði hann. Hann blessaði Luigi og starf hans í nafni Föður, Sonar og Heilags Anda. Þegar þeirri athöfn var lokið, brosti Luigi. „Þetta var prýðileg blessun," sagði hann. „Ég verð að segja honum Króki frá þessu, þegar ég sé hann. Sá held ég öfundi mig! Mér var að detta í hug: skyldi nú verða næðingasamt á himna-tröppunum ? Alveg prýðileg blessun, yðar hágöfgi ... tíu ... skúdí ... handa ... Luigi.“ Um leið slöpp- uðust kjálkamir á honum og allt var um garð gengið. En biskup kraup á kné við rúmstokkinn og grét í hljóði. Og allt gerðist þetta fyrir langa löngu. Þó er aðkomumönnum enn sögð sagan þessi í Remó, þegar verið er að sýna þeim leiði biskupsins. En á legsteininn allan em höggnar ótal myndir af beiningamönnum, lama, höltum og vansköpuðum, sem allir era að lofa drottinn. Og á steininn eru letruð orð á latínu, sem þýða: „Það er ekki nóg að eiga þekkingu — þessir eru einnig mínir sauðir!“ En leiði Luigis — enginn veit nú, hvar það er. Þeir segja, þar í Remó, að það hafi verið næst leiði biskups, en í einhverri styrjöldinni hafi það verið troðið niður, svo að nú sjást þar engin verksummerki. En Luigi var stórlátur í anda; má vera að honum myndi hafa líkað þetta. Th. Á. íslenzkaði. Húsgagnaverzlun Kristjáns Siggeirssonar Laugaveg 13 Eigin framleiðsla — timburþurkun — vinnustofur Einungis fyrsta flokks efni notað til framleiðslunnar. uiiiiiiiiiiiiiniiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiirii Lýsissamlag íslenzkra botnvörpunga Símar 3616, 3428. Símn.: Lýsissamlag. REYKJAVlK. . Stærsta og fullkomnasta kaldhreinsunarstöð á Islandi. Lýsissamlagið selur lyfsölum, kaupmönnum og kaupfélögum fyrsta fl. kaldhreinsað meðalalýsi, sem er framleitt við hin allra beztu skilyrði. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.