Vikan


Vikan - 17.12.1942, Blaðsíða 55

Vikan - 17.12.1942, Blaðsíða 55
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1942 55 Beiningamaður biskups. Framhald af bls. 8. á baki' sér upp allar dómkirkjutröppurnar, og með hverju þrepi varð byrðin óbæri- legri, og þegar hann vaknaði, var hann illa haldinn. Daginn eftir fór hann til kirkjunnar með mikilli „pomp og pragt“ og var þó aðeins óbreyttur sunnudagur. En honum fannst eins konar vörn fólgin í viðhöfninni. Þeg- ar hann gekk upp kirkjutröppurnar, hófu beiningamennirnir sitt venjulega bæna- söngl. Hann lét ölmusu-ráðsmanninn sinna beiningamönnunum að vanda og gekk það greiðlegar en hann hafði búist við. Hann gerði sér ekkert far um að finna Luigi í þvögunni, en hann fann, að augu piltsins Íhvíldu á honum, er hann staðnæmdist and- artak á efsta þrepinu, í fullum biskups- skrúða. Þennan dag prédikaði hann í kirkjunni af miklum móði gegn þeim fúlu syndum, leti og kæruleysi. Sjaldan hafði honum svo vel tekizt að hrífa áheyrendur — hann þóttist finna það á söfnuðinum. Að lok- inni messu fór hann aftur heim til hallar sinnar, úrvinda af þreytu. En honum var þó fróun í að vita það, að Luigi var far- inn úr höllinni. Skömmu eftir að lokið var kvöldþjón- ustu, kom einkaritarinn að máli við hann og sagði, að maður nokkur, Guiseppe að nafni, sjálfkjörinn forseti sambands bein- ingamanna, æskti eftir að fá áheyrn hjá biskupi. Biskup varp öndinni mæðilega og skipaði að leiða manninn fyrir sig. Þetta var kubbslega vaxinn náungi, kraftalegur og illmannlegur ásýndum og ófreskilegur, því að annar helmingur andlitsins var eitt óhugnanlegt ör eftir brunasár, svo að hann var eins og með tvö andlit, og annað þeirra ófreskis-andlit. Auk þess vantaði hann vinstri hendina, og var jámkrókur á stúfn- um í hennar stað. „Þetta er Guiseppe beiningamaður, yðar háæruverðugheit,“ mælti skrifarinn. „Guiseppe, ýmist nefndur tvísnjáldur eða krókur, forseti hins háttvirta sam- bands beiningamanna í Remó,“ sagði Giu- seppe rámri röddu, og hlammaði sér á kné. Biskup benti honum að standa upp og spurði, hvert erindi hans væri. „Jæja, yðar háæruverðugheit, það er út af þessum nýja náunga, honum Luigi lama- lappa,“ svaraði Giuseppe. „Ég hefi svo sem ekkert út á hann að setja, persónulega — ég myn.di ekki gera flugu mein, persónu- lega,“ og hann glotti hryllilegu glotti, „en þarna hefir hann tekið sér úrvalsstað á tröppunum, og það voru yðar þjónar, sem komu honum þar fyrir. Jæja þá, — sé hann beiningamaður yðar, þá er það auð- vitað sök sér, — og þó þarf hann auðvitað að greiða tíund og drykkjupeninga, því að það er venjan. En sé hann ekki bein- ingamaður yðar, — og þér gáfuð yður raunar ekkert að honum í morgun------“ „Hættið!“ sagði biskup byrstur. „Ætlið þér að segja mér, að sjálfar dómkirkju- tröppumar gangi kaupum og sölum ykkar á milli? Þetta er okur á helgum eignum kirkjunnar. Þetta er svívirða!“ „Þér getið farið um þetta hörðum orð- um, yðar háæruverðugheit," sagði Giu- seppe og lét sér hvergi bregða, „en þetta hefir nú svona til gengið allt frá því að fyrst voru betlarar til hér í Remó. Ég greiddi tuttugu krónur fyrir minn stað og varð þar að auki að berjast við Marco um hann. En þetta kemur ekki málinu við. Yðar háæruverðugheit hafið auðvitað rétt til að halda beiningamann, ef yður langar til, — við erum allir samþykkir því. En spurningin er þessi: Er þessi piltur yðar beiningamaður, eða er hann það ekki?“ „Og setjum nú svo, að ég svaraði, að hann væri það ekki?“ mælti biskup og var ekki trútt um að röddin væri óstyrk. „Jæja, þá er þetta allt, sem við vildum vita,“ sagði Giuseppe. „Og ég þakka yðar háæruverðugheitum ástúðlega. Mig grun- aði þetta strax. En við höfum hann á okk- ar valdi niður við á, — Carlo, Benitó og Marta gamla, blinda. Hún er hörkutól, kerlingin, hún bhnda Marta, — og þegar við erum búin að stúta honum, þá ónáðar hann ekki framar yðar háæruverðugheit," og um leið gerði hann klunnalega tilraun til að kveðja biskup að heldri manna sið, og bjóst til brottferðar. „Bíðið við!“ kallaði biskup. „Treystið þér yður til að hafa mannsmorð á sam- vizkunni?“ „Æ, þér takið þetta allt of hátíðlega," sagði Giuseppe og dinglaði fótunum á víxl. „Hvað munar um einn beiningamann ? Við erum ekki ríkir og við erum ekki lærðir, svo að það er ekki ómaksins vert fyrir slík stórmenni og yðar háæruverðugheit, að gera sér rellu út af okkur. Við fæðumst og deyjum og þar með er það búið. Og þó að allt sé í bezta lagi, þá eru þær svo sem engin rósabeð, dómkirkjutröppurnar! ‘ ‘ Biskupinum var mikið niðri fyrir, en það var aðeins eitt atriði, sem hann gat orðað. „Ég lýsi því yfir, að þessi piltur er minn beiningamaður,“ mælti hann. „Ég held hendi minni yfir honum.“ „Það er nú svo, — og þetta er ákaflega fallega mælt, yðar háæruverðugheit,“ sagði Giuseppe, en var nú orðinn fýldur á svip- inn. „Og ég er viss um, að við getum rýmt fyrir honum. En ef pilturinn á að sleppa ómeiddur, þá hygg ég að heppilegast væri, að þér kæmuð með mér. Marta gamla var eitthvað að tala um eyrnasneiðingu, þegar ég skildi við þau.“ Þeir fundu Luigi kyrfilega bundinn, í „stofuhæðar“-íbúð sinni við ána, og hjá honum, á verði, þau þokkahjú, sem Giu- seppe hafði áður lýst, kroppinbak, dverg og blinda kerlingarhrotu. Glugginn, sem vissi út að ánni, var opinn, og stór poki, sem í voru nokkrir grjóthnullungar, lá út í einu horninu á herberginu. Það kom talsvert fát á þá, sem þarna voru fyrir, alla nema Luigi, þegar biskup kom inn. En Luigi virtist hafa átt vísa von á þessu. Þegar búið var að leysa hann, ávarpaði biskup beiningamennina, og gerði sér far' um að tala í léttum tón. Hann lýsti því yfir í annað sinn, að Luigi væri sinn beiningamaður, og rétti honum silfurpen- ing í augsýn þeirra allra, þessu til stað- festu. Þetta virtust beiningamennirnir gera sér að góðu, og hypjuðu þau sig þegjandi burtu, hjúin fjögur. „Er þetta nú rétt? Hefi ég breytt skyn- samlega?“ tautaði biskup, og skálmaði fram og aftur um gólfið í herberginu. „Ég er ákaflega hræddur um að ég hafi hér fyrirgefið frekleg helgispjöll. Ég hefi farg- að af eign kirkju vorrar til óverðugra! Og þó — — blóð þitt gæti komið yfir höfuð mér!“ Hann horfði á Luigi, eins og hann væri á báðum áttum. „Æ — yðar háæruverðugheit, þér skul- uð ekki vera að setja þessa smámuni fyrir yður,“ varð Luigi að orði. Hann var enn að nudda á sér auma handleggina. „Nú er öllu óhætt. Ég gerði út um tíundina og drykkjupeningana við Giuseppe meðan þér voruð að tala við hana Mörtu gömlu. Hann er heiðarlegur maður, á sína vísu, og hans afstaða var ekki nema sanngjöm. Maður getur ekki valið sér góðan stað á tröpp- unum, nema maður hafi efni á að halda honum. Ef yðar háæruverðugheit hefðuð gefið mér ölmusu í morgun, með eigin hendi, þá hefðum við aldrei lent í þess- um smávægilegu vandræðum. En þetta var mín sök — ég taldi víst, að yður væri allir málavextir kunnir.“ „Kunnir — mér?“ varð biskupi að orði. „Hvernig áttu þessir málavextir að vera mér kunnir? En guð fyrirgefi mér — ég er prestur og ég ætti að þekkja vonsku heimsins.“ „Þér þekkið þá því meira af öðru tagi,“ sagði Luigi hógværlega. „Þér hafið eflaust aldrei fyrr komið inn í slíka vistarveru sem þessa.“ Biskupinn leit í kringum sig: veggirnir voru rakir og kompan að öllu hin óvistleg- asta. Fyrir vit hans lagði þef, sem aldrei er hægt að „viðra“ úr íbúðum, — þef sjálfrar fátæktarinnar. Hann hafði aldrei efast um að hann þekkti nokkuð á þessa hluti, — því að fyrst, þegar hann gerðist prestur, hafði hann tekið nokkurn þátt í góðgerðarstarfsemi. Nú datt honum í hug, hvort sér myndi þá ekki hafa verið valið alveg einstakt starfsvæði. „Nei,“ svaraði hann. „Ég hefi aldrei komið inn í slík húsakynni sem þessi.“ „Og þó eru nú margir okkar, sem verðá að búa í svona íbúðum — og ekki allt betl- arar,“ sagði Luigi. Hann tók upp annað tal: „Það var falleg og lærdómsrík ræða, sem yðar háæruverðugheit hélduð yfir okkur í morgun, um letina og kæruleysið,“ sagði hann. „Ég segi yður satt, að fólkið var örlátt við okkur á aurana, þegar það kom úr kirkjunni. Aðdáanleg ræða!“ „Ég þakka lofið,“ sagði biskup og var gremjuhreimur í röddinni. „Get ég annars gert nokkuð fyrir þig?“ „Nei, ástarþakkir, yðar háæruverðug- heit,“ sagði Luigi glaðlega. „Ég hefi ráðið kvenmann til að elda o’ní mig. Hún er að vísu þjófur, garmurinn, en hún lætur sér ekki detta í hug að stela frá kryplingi, — og þar sem ég nýt nú verndar yðar há- æruverðugheita, þá verður varla langt þangað til að ég hefi efni á að fá mér kolaofn. Nú, og svo hafa kunningjar mínir skilið mér þarna eftir poka. Svo að þegar ég er búinn að borða, ætla ég að fara með bænirnar mínar, og hvílast síðan í pokan- um.“ „Ég ætla að fara með mínar bænir líka, því að ég þarf þess,“ sagði biskup, þótt hann segði það ekki hátt. Þannig byrjaði þetta. Og beiningamaður biskups varð brátt þekkt persóna á dóm- kirkjutröppunum — og raunar eitt af við- urkenndum viðundrum borgarinnar. Mönn- um féll vel við hann í sínu „starfi“, því að honum lágu jafnan glaðleg orð á vör- um eða smellnir brandarar, sem urðu oft fleygir um borgina, og loks varð að mál- tæki manna: „segir Luigi“. Biskupinn vandist Luigi, eins og menn venjast gigtar- seyðingi. Hver maður hefir „sinn djöful að draga“. Biskup hafði sinn betlara. Hon- um datt stundum í hug, hvað það væri ein- kennilegt, að hann hefði aldrei tekið eftir beininga-lýðnum á dómkirkjutröppunum öðru vísi en eins og að þarna væri aðeins hrúgur af skítugum fatagörmum. Nú þekkti hann allt þetta fólk með nafni —- blindu Mörtu og Carló dverg, Giuseppe tvísnjáldur og Benitó kroppinbak. Hann vissi um háttu þeirra og innræti. Hann þekkti skúmaskotin, þar sem þau áttu heima og vissi, hvernig viðurværi þeirra var. Því að einu sinni í viku þverri laum- aðist hann að heiman og heimsótti Luigi. Honum var þetta nauðsvn. bví að Luigi Framhald á bls. 57.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.