Vikan


Vikan - 17.12.1942, Blaðsíða 7

Vikan - 17.12.1942, Blaðsíða 7
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1942 7 SAGNIR HERMA, að fyrr á öldum hafi setið í Remó biskup einn ungur, og hafi hann verið maður ógætinn en drambsamur, og þó viljað vel. Þetta gat allt farið vel saman í þá daga, þegar ljós og eldur hinna nýju siða flæddu yfir Italíu og menn drukku, sem ölvaðir væri, af nýjum uppsprettum. Til voru þeir bisk- upar, sem gáfu minna um guðsorðið en guðaveigar og góðan mat. Og kardínálar voru til, sem fremur mátti kalla veraldar- böm, — og þó ekki vandlátrar veraldar — heldur en syni kirkjunnar. Ekki er ég að segja, að þessi biskup hafi verið svo latur og sjálfselskur, sem sumir hinna biskupanna, heldur segi ég aðeins það, að hann hafi verið barn sinnar tíðar. Hann hafði langað til að verða lávarður, — en elzti bróðir hans varð lávarður. Þá hafði hann langað til að verða hermaður, en næstelzti bróðir hans varð hermaður. Hann gekk þá í þjónustu kirkjunnar, því að þar var líka hægt að komast til vegs, þeim, sem flaggað gat frægu nafni. Hann var greindur vel og metnaðargjarn, og hann átti valdamenn að. Það kom auðvitað fyrir, endrum og sinnum, að hjá honum vökn- uðu spurningar, sem óværð ollu í svip. En Baldíarnir höfðu allar götur verið menn frumlegir. Leiðin, sem var mörgum öðrum illfær, var rudd fyrir hann og greiðfær frá upphafi. Þegar hann var skipaður biskup, á ungum aldri, fannst honum það ekkert furðu-efni. Úr því að hann gat hvorki orð- ið lávarður né hermaður, gerði hann sig ánægðan með að vera biskup. Allt gekk nú að óskum fyrir honum um sinn. Það gladdi þá í Remó, að hafa feng- ið ungan og laglegan biskup, því að biskup- inn, sem þeir höfðu haft þar næst á undan, hafði verið gamall og grályndur. Engum hafði þótt nokkuð í það varið, að kyssa hring hans, og krakkarnir voru hræddir við hann, af því að hann var píreygður. En þegar þessi biskup okkar settist á stól- inn, þá breyttist þetta allt til betri vegar. Það var ákaflega mikið híjum-hæ og hopp- og-hí í biskupsgarði. Kræsinga-þef lagði nú enn af nýju um alla hallarganga úr eldhúsinu. Og þegar biskup ók um borg- ina, hentu menn húfum sínum í háaloft. Málaðar voru nýjar veggmyndir á dóm- kirkjuveggina — sálmasöngurinn varð með nýjum hreim. Um synd og þjáningar — jæja, þetta eru nú nöldurskjóður, sem allt- af elta okkur. Fólkið í Remó vildi mega syndga sér til gamans og það vildi láta gera sem minnst veður út af því. En það var nú svona samt, að stund- um sótti að þessum biskupi okkar eins- konar skammdegis-mennska. Ekki skildi hann sjálfur, hvernig á því stóð. Allt lék í lyndi og alltaf var einhverju að sinna. Hann var vinur lista, gestrisinn við þá, sem glaðir voru og gáfaðir, og hann hafði mikil mannaforráð. Hann skipti sér ekkert af því, sem honum kom ekki við. Hann var viss um það með sjálfum sér, að eng- in var sú vegtylla innan kirkjunnar, sem hann gæti ekki seilst til, ef honum sýnd- ist svo. Og þó kom það fyrir, að einhvern drunga lagði yfir huga hans. Það var ein- kennilegt. Hann mátti ekki sýna heiminum þenn- an drunga, hann mátti ekki einu sinni láta einkaritara sinn verða hans varan, né Efitíh. St&pfim Vútcent fá&nét heldur hina gamansömu gesti sína. En hann gat barizt við dnmgann í bæn —- og það gerði hann. En það var annað en gaman við að fást. Ef djöfullinn hefði á hann leitað og birzt honum með hornum og hala, þá hefði hann vitað, hvernig hann ætti að haga sér. En þessi kalda og hljóm- lausa rödd, sem hugann ásótti stundum, — hún var vís til að segja: „Hvað vilt þú með þessar flíkur og þessa höll, Gian- francesco Baldi?“ — og það var annað mál! Hann komst að þeirri niðurstöðu, að ekkert var honum hollara en útivist. Þeg- ar skammdegis-menskan sótti á hann sem mest, var hann því vanur að láta taka fram vagninn og aka upp í sveit. Og þannig vildi það til, einu sinni, þegar hann ók í gegnum lítið sveitaþorp, fyrir ofan Remó, að atvik kom fyrir. Engum var um að kenna og allra sízt biskupinum. Því að hann gætti þess jafn- an að hafa þaulæfðan ökumann og trausta hesta. Hann hafði sjálfur hönd í bagga um allt slíkt. En þegar langur og ljótur strák-sláni hendist yfir strætið þvert, rétt fyrir framan snoppurnar á hestunum, þá er það undir hælinn lagt, hvernig fer um slíkan slána, þó að þrautreyndur sé öku- maðurinn. Heyrðist nú óp og org og ískur ,í hemliun. Og þar sem vagninn hafði far- ið, lá strákurinn á strætinu og engdist sundur og saman. Biskupinn naut sín jafnan bezt, þegar eitthvað var í húfi. Þegar hann steig út úr vagninum, dró niður í gremjuskvaldri götulýðsins, og snérist það í lotningar- muldur. Hann tók drenginn upp, sterkum örmum, bar hann inn í vagninn og ók aft- ur til Remó. Á leiðinni talaði hann við snáðann og reyndi að sefa hann, en dreng- urinn þjáðist mjög af kvölum, svo að hann gaf lítinn gaum þessu lítillæti. Þegar til Remó kom, lét hann bera drenginn í her- bergi eins þjónsins, og síðan lét hann sækja lækna. Loks gaf hann skipun um, að vagn- inn væri þveginn. Meðan setið var að miðdegisverði, skýrði einkaritarinn frá atvikinu, og þeir, sem viðstaddir voru, dáðu mjög veglyndi bisk- ups. En biskup eyddi talinu með glensi, en með sjálfum sér var hann hálf-gramur. Honum hafði ekki geðjast vel að drengn- um. Hins vegar hefði hann ekki mátt skilja hann eftir, liggjandi í blóði sínu á götunni. Um þetta fór, eins og venja er til, að fregnin hafði spurzt um alla borgina, og þegar biskup ók til kirkjunnar, lét lýður- inn í ljós virðingu sína á óvenju áberandi hátt. Hann tók þessu hógværlega, en gremjuna gat hann ekki af sér hrist. Hann hafði óbeit á öllum áberandi lof- gerðarlátum, og hann treysti lítt stöðug- lyndi lýðsins. Hann varð að líta til drengsins, hvort Stephen Vincent Benét er fæddur í Bethlehem í Palestínu 1898. Var faðir hans foring'i í brezka hernum, og eins var um afa hans og langafa. Menntun sína hlaut Benet vestan hafs, í Kalifomíu og Georgia, og útskrifaðist frá Yale-há- skólanum 1919. Hann var aðeins seytján ára, þegar fyrsta bók hans kom út. Voru það ljóð- mæli. Síðan hefir hann verið að þroskast og er nú dáður og vinsæll rithöfundur og all athafnamikill, enda er hann „þrefaldur í roðinu“: ljóða- og leikritaskáld og smá- sagnahöfundur. Frægasta ritverk hans er ljóða-flokkur einn mikill, John Brown’s Body, sem hann hlaut fyrir bókmenntaverðlaun 1929. Er það saga borgarastyrjaldarinnar í U. S. A. Af smásögum hans er talin snjöllust saga, er hann nefnir „The Devil and Daniel Webster". sem honum líkaði sjálfum betur eða verr. Búið var að þvo honum og kemba hár hans og þrífa úr því lúsina. Það var ekkert sér- stakt við drenginn, en nú virtist. hann vera eldri en biskup hafði haldið í fyrstu. Hann var grannvaxinn og horaður, en höfuð- lagið var fagurt og augun greindarleg, Drengurinn horfði á biskup all-forvitnis- legu augnaráði, svo forvitnislegu, að bisk- upi datt í hug, hvort þetta væri fábjáni. Hann sannfærðist þó um það, af stuttu samtali, að svo var ekki. En málfar drengs- ins var óheflað. Hann hét Luigi, hafði misst foreldra sína og varð að bjargast sem bezt hann gat. Á sumrin gætti hann geita. Á vetrum var hann hjá frændfólki sínu, hjónum, sem höfðu greiðasölu, — gáfu honum að éta og lömdu hann til óbóta. Hann var á nítjánda ári. Og nú hafði hann gerzt fórnarlamb. Engin líkindi voru til, að hann stigi fram- ar í fæturna. I Þetta voru aðalatriði málsins og biskup gjörhugsaði þau. Hann var í vafa um, hvernig hann ætti að snúa sér í þessu. ,,Luigi,“ sagði hann, „vilt þú fara aftur til þorpsins?" „Æ-nei,“ svaraði drengurinn. „Það er reyndar ágætt þorp, en þegar ég get nú ekki rölt á eftir geitunum, þá fæ ég þar hvergi að vera. Og svo er það, að maður fær miklu betra að éta í Remó — ég er strax búinn að fá hvítan ost í tvígang." Og hann sleikti út um. Röddin var ein- kennilega þróttmikil og glaðleg, — biskup tók eftir því og furðaði það. „Jæja,“ varð honum að orði. „Þú þarft ekki að fara þangað, frekar en þér sýnist. Þú ert nú, að vissu leyti, undir vernd kirkjunnar, og undir vængjum kirkjunnar er skjól.“ Hann leit á fætur piltsins, sem lágu máttvana og hreyfingarlausir undir voðinni. Og eins og títt er um heilbrigða menn, kenndi hann viðbjóðs á hinum lam- aða manni, og þó gegn vilja sínum. „Þú gætir lært einhverja gagnlega iðn,“ ságði hann hugsi. „Til eru margar þær iðnir, sem ekki útheimta annað en handlagni, Beiningamadur biskups. EfitLh St&pK&n Vútcent fá&nét
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.