Vikan


Vikan - 17.12.1942, Blaðsíða 33

Vikan - 17.12.1942, Blaðsíða 33
JÓLAJBLAÐ VTKUNNAR 1942 33 af því að þeir um marga áratugi voru hinn fasti kjami í svo mörgum söngfélögum, þeir voru vanir og vel æfðir og margir þeirra hinir beztu raddmenn. Urðu þeir ágætir stuðningsmenn síðar í söngflokkum, sem stofnaðir voru úti um land. Þeir voru stoð og stytta t. d. í söngfélaginu ,,Harpa“, stofnað árið 1867, en í því ágæta félagi voru eínnig margir ágætir söngmenn úr verzlunarstétt og iðn- aðarstétt, undir stjóm Jónasar Helgasonar dómkirkju- organleikara. Jónas Helgason var ötull og röggsamur söngstjóri og á hann sinn óskoraða þátt í þróun íslenzks kórsöngs um þá daga. Jónas var og söngkennari við barna- skólann í Reykjavík, Kvennaskólann og Seltjamarnes- skóla, — en þangað þrammaði gamli maðurinn tvisvar í viku, eða svo, hvemig svo sem viðraði um margra ára skeið. „Harpa“, sem eins og fyrr segir, var stofnuð 1867, mun hafa verið fyrsta reglulega söngfélagið í höfuðborg vorri; starfaði það félag fjöldamörg ár og skemmti ‘bæj- a.rbúum með samsöngvum sínum ótal sinnum. Á þjóðhá- tíðinni 1874 fór Jónas með þennan söngflokk sinn upp í landshöfðingjagarð (þar sem nú er stjómarráðsblettur- inn) og söng þar Harpa fyrir konung (Kristján níunda) og fylgdarlið hans við bezta orðstír. Sæmdi konungur Jónas gullmedalíu fyrir frammistöðu hans. Jónas tók við organleikarastöðunni við dómkirkjuna 1877, að Guðjohn- sen látnum og gegndi henni til dauðadags 1903. Brynjólfur Þorláksson varð eftirmaður þeirra Jónasar Helgasonar og Steingríms Johnsen við dómkirkjuna og lærða skólann og hélt hann ötullega fram sömu braut og fyrirrennarar hans. Harrn stjómaði með mestu prýði söngflokk K. F. U. M., sem var ,,blandaður“ kór, og karlakórnum „Kátir piltar“; létu kórar þessir oft til sín heyra, bæjarbúum til mikillar ánægju, enda vora í félögum þessum ágætir söng- kraftar, karlar sem konur og meðferðin hin smekklegasta af söngstjórans hálfu. Brynjólfur sýndi og oft, hve næmur og góður smekkmaður hann var, er hann lék einleik á harmoníum sitt, sem ekki var af verra taginu, við ýms tækifæri og á hljóm- leikum. Brynjólfur varð í starfi sínu nokkurs konar tengiliður milli gamla og nýja tímans; með honum komu nýjir straumar að því er söngval og hljóðfæra- slátt (harmoníum) snertir og á hann sinn drjúga þátt í þróun sönglistar vorrar og fegran sönglífs vors, ekki síður en margir aðrir. Sigfús Einarsson tónskáld varð eftir- maður Brynjólfs bæði sem söngkennari og organisti. Um hann verður hér of lítið rúmið í blaðinu og fær hann sinn kapítula sér, þegar músiksaga vor einhvemtíma verður rituð — síðar meir. Sigfús var afar vandvirkur og gæddur göfugum músik- hæfileikum, svo sem sjá má af tónsmíðum hans; ber hann þar höfuð hátt í fínum smekk og innileik. Sigfús undirbjó allt vel og vandlega undir samsöngva sína og varð sár, ef eitthvað bar útaf. Stjómaði hann mörgum kóram, samkynja og ósamkynja, fór utan með ósamkynja kór á söngmót í Kaupmannahöfn og hlaut hann fyrir mikið lof og virðingu. Söngflokkur karla undir stjórn Sigfúsar söng við afhjúpun minnis- varða Jóns forseta Sigurðssonar, þ. 10. sept. 1911; upp úr þeim flokki var stofnað Söngfélagið „17. júní“, sem undir stjórn Sigfúsar starfaði í 7 ár við mikinn orðstír og dálæti bæjarbúa, en sú saga skal nú Karlakór Ungincniiafélag-s Rcykjavíkur (um 1907). Stjórnandi var Sigfús Einars- son tónskáld. — Fremsta röð frá vinstri: Bjami Bjamason, söngstjóri, Heigi Valtýsson, kennari, Sigurður Guðlaugsson, málarameistari, Ámi Einarsson, kaup- maður, Snæbjörn Stefánsson, skipstjóri. Önnur röð: Snorri Einarsson, húsgagna- smíðameistari, Jón Ólafsson, húsgagnasmíðameistari, Sigfús Einarsson, tónskáld, Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri, Theódór Árnason, rithöfundur. Þriðja röð: Ársæll Árnason, bókbandsmeistari, Ingvar Þorsteinsson, bókbandsmeistari, Guð- mundur Þórðarson, aðalbókari, Kristján Sigurðsson, trésmiður, Jónas Magnússon, bókbindari, Kolbeinn Þorsteinsson, húsgagnasmíðameistari. Fjörða röð: Einar Halldórsson, póstmaður, Guðbrandur Magnússon, forstjóri, Vigfús Sigurðsson, trésmiður, Eggert Stefánsson, söngvari, Steindór Gunnarsson, prentsmiðjustjóri. Söngflokkur Islendinga i Iiaupmannahöfn, veturinn 1913—'14. Flokknum stjómaði William Barbieri, söngstjóri við Frúarkirkjuna í Kaupmannahöfn. Auk þess sem flokkurinn söng á skemmtunum Is- lendinga, og víðar, söng hann fyrir almenning á skemmtun, sem haldin var í Kaupmannahöfn til fjársöfnunar fyrir ekkjur drukknaðra sjómanna í Færeyjum. -— Fremri röð frá vinstri: Jakob Guð- mundsson, verzlunarmaður, Amgrímur Valagils, söngvari, W. Barbieri, söngstjóri, Steindór Gunn- arsson, prentsmiðjustjóri, Sigfús Halldórss, frá Höfnum, ritstjóri, Jón Vigfússon, múrarameistari. Aftari röð frá vinstri: Eggert Stefánsson, söngvari, Leifur Sigfússon, tannlæknir, Sigfús M. John- sen, sýslumaður, Páll Skúlason, ritstjóri, Einar Hjaltested, söngvari, Einar Jónsson, magister, Jón Benediktsson, tannlæknir, Þórarinn Guðmundsson, fiðluleikari, Valgeir Bjömsson, bæjarverkfræðing- ur, Theodór Jakobsson, skipamiðlari. ekki lengra rakin, því hún er enn í fersku minni þeirra, sem á söng þessa söngflokks hlýddu. „Eftir höfðinu dansa limirnir“, svo reynist ekki sízt, þegar um söngflokka er að ræða. Söngstjórinn mótar þá að sínu skapi og eftir sinni kunnáttu; undir hon- um er mest komið, en ekki allt, því söng- fólkið hefir sína ábyrgð líka, allt getur bilað, ef þessa er ekki gætt og skal ég nú til gamans og aðvörunar segja ofurlitla sögu: „17. júní“ átti það til, að bregða sér austur yfir fjall, sér til hressingar og til þess að láta Ámesinga og Eyrbekkinga heyra framfarirnar undir stjóm Sigfúsar — en hann var fæddur á Bakkanum. Þá var það eitt sinn, að á Bakka- konsertinum átti að syngja lag eftir Grieg: „Bád’n laat“, var það síðast á söngskránni og á kattarmjálm að heyrast í því við og við í fyrsta bassa. Fyrsta bassa var ekki treyst í hlutverk þetta og því einn hinn bezti af tenóranum fenginn til þess. Hafðl þessi ágæti tenór leyst hlutverkið prýði- lega af hendi á öllum æfingum og fyrri samsöngvum. En nú brá svo við, að í miðju laginu fannst honum sem vel færi á, að bæta einhverju „útflúri" í mjálmið. Setti hann því á það „krúsídúllur“ og varð úr því all aumt og langdregið væl, svo öllum brá við, söngmönnum jafnt sem áheyrend- um; söngurinn fataðist og allir nema kött- urinn ráku upp skellihlátur. Sigfús hló
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.