Vikan


Vikan - 17.12.1942, Blaðsíða 13

Vikan - 17.12.1942, Blaðsíða 13
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1942 13 MARTEINN LÚTHER (zffíz séra <Síg:utBJöm (zírtazsson ARTEINN LIJTHER varð spá- maður og kennifaðir kristinn- ar kirkju í hinum norðlægari löndum Evrópu. Islenzka kirkj- an kennir sig við hann. Hún er ,,evangelisk-lúthersk“. Þó sagði Lúther sjálfur: ,,Ég bið að menn vildu þegja um nafn mitt og nefna sig ekki lútherska, held- ur kristna. Hvað er Lúther? Ekki á ég kenninguna. Ekki hefi ég heldur verið krossfestur fyrir nokkurn mann.-------- — Látum flokksheitin hverfa og köllum oss kristna eftir honum, sem gefið hefir oss kenning- una.“ En hins vegar hafði hann ríka meðvitund um það, að Guð hefði kjörið hann og útvalið til þess að frelsa hjörð sína á jörð- inni úr „hinni babilónsku herleiðingu“, sem páfa- veldið hafði yfir hana leitt. Og þegar frá eru taldir hinir heilögu postular og spámenn Ritningarinnar, þá á kristni Islands eng- um einum manni meir að þakka en Márteini Lúther, — þrátt fyrir það, þótt hin dýra gjöf hans væri oss rétt þeirri hendi, sem ásældist um leið íslenzkt frjálsræði og fjármuni. Ekki hefir samt mikið af ritum eftir Lúther verið þ)ýtt á íslenzka tungu. Ein er þó sú bók, sem til skamms tíma var í hvers manns höndum á íslandi og í hvers manns hjarta. Það er „Fræði Lúthers hin minni“, barnalærdómsbók- in, minnst að vexti allra bóka hans, en ef til vill merkilegust allra, þegar á allt er litið. Fræðin komu út árið 1529. Tólf árum áður hafði þessi munkur, doktor og há- skólakennari í Wittenberg vakið á sér al- þjóðarathygli og greipt nafn sitt óafmáan- lega í sögu kristninnar. Það var kvöldið fyrir allra heilagra messu 1517, — fyrir réttum 425 árum — er hann festi mótmæli sín gegn aflátssölunni á hurð hallarkirkj- unnar í Wittenberg. Þessar 95 greinar höfðu engin gífuryrði inni að halda og engar byltingakenndar nýjungar. Kenningin, sem þar er boðuð, er í samræmi við það bezta, sem kristnir lærisveinar höfðu kennt bæði fyrr og síðar. Fram til þessa tíma hafði munkurinn háð sína andlegu baráttu og háskólakennarinn stundað sín fræðastörf, án þess að vékja- neina sérstaka athygli. Aflátssalan, sem samvizkulausir veraldarmenn á valdastóli páfa höfðu gert að fjárplógi fyrir sig, hratt honum út í baráttuna. Hann þoldi MARTEINN LÚTHER. Minnismerki, sem stendur í Baltimore i Bandarikjunum. ekki okrið með hjátrúna og með tilfinn- ingar manna til látinna ástvina. Hann ætl- aði ekki að koma af stað neinni byltingu. Hann hefir naumast árað fyrir því, hve örlagaríkt skref hann sté þetta kvöld. Hann ætlaði fyrst og fremst að koma af stað umræðum um málið, — og vekja at- hygli páfans, sjálfs á þessari hneykslan- legu verzlun. Hann trúði því, að þetta ætti sér stað án vitundar og vilja hins háa föður. En annað kom í ljós. Umræður og deilur næstu ára skýrðu máhn fyrir Lúther sjálfum. Árið 1520 kemur út bók hans „Um frelsi kristins manns“: Kristinn maður er, vegna trúar- innar á Guð, frjáls yfirdrottnari allra hluta og engum háður. En vegna kærleik- ans er kristinn maður allra þjónn og öh- um undirgefinn. Hann notar hið sæla frelsi sitt til þess að gefa líf sitt í kærleika til mannanna, eftir fordæmi meistara síns og drottins. Árið eftir var Lúther leiddur fram fyrir keisarann og fulltrúa páfa í Worms. Þar átti að kúga hann til þess að taka aftur kenningar sínar. Svar hans geymist meðan til er kristin kirkja: „Svo sannarlega sem ég verð ekki sannfærður með vitnisburði Heilagrar ritn- ingar og með skýrum og ljósum rökum,-------þá er ég sigraður af þeim ritn- ingarorðum, sem ég hefi skírskotað til og samvizka mín fangin í orði Guðs. Ég hvorki get neitt aftur tek- ið né vil gera það, því að hvorki er ráðlegt né ráð- vandlegt að breyta á móti samvizku sinni.“ Carlyle segir, að þessi yfirheyrzla í Worms sé stærsta augnablikið í síð- ari alda sögu álfunnar. Sjálfur minntist Lúther þessarar stundar með þakklátum fögnuði til dauðadags. Að lokum nokkrar setn- ingar úr jólaræðu eftir Lúther: Margir munu þeir, sem upptendrast af dreymandi lotningu, er þeir heyra tal- að um fátækt Krists. Þeir reiðast borgurunum í Bet- lehem, víta blindni þeirra og vanþakklæti og segja sem svo, að hefði það verið þeir, þá myndu þe'r hafa veitt Drottni og móður hans all- an hugsanlegan beina og ekki 'látið svona hörmulega til takast, sem raun varð á. En þeir sjá ekki, hve margir fátækir, aumir, sjúkir, vegvilltir og syndugir eru í kring- um þá, sem hafa brýna þörf fyrir hjálp þeirra. Þá láta þeir fara. Um þá má verða sem vill. Hví gera menn þetta? Hví láta þeir ekki hér kærleika sinn í té? Ilví eru þeir ekki við þessa vesalinga eins og Krist- ur var sjáffum þeim? Ó, það er hrein lygi og b’ekking, þegar þú segir, að þú myndir lmfa gert Kristi mik’ð gott, og þú samt gerir ekkert fyrir bróður þinn. Hefðir þú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.