Vikan


Vikan - 17.12.1942, Blaðsíða 9

Vikan - 17.12.1942, Blaðsíða 9
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1942 9 Louise Dickinson Rich: Mér þykir vœnt um skúnka. Louise Dickinson Rich býr með manni sínum, Ralf Rich, og tveim börnum þeirra í frumskógi í Bandaríkjunum. Bók hennar, „We took to the Woods“ (Við elskum skóginn), segir frá lífi þeirra í óbyggðunum. Annar kafli úr þessarri bók, „Barnsfæðing í frumskógunum“, birtist í 43. tbl. Vik- unnar. I|||jrG hafði beðið Ralf að færa mér heim fáeinar sítrónur, svo að þegar hann kom heim með póstinn og rétti mér ofurlítinn pappírspoka, þóttist ég vita, hvað í honum væri. Ég braut pokann upp og hvolfdi úr honum á eldhúsbekkinn. Og ég gerði svo næst það, sem konum er eig- inlegast: ég hljóðaði. „Æ-i — farðu með þennan ófögnuð út héðan!“ Sítrónurnar mínar höfðu tekið á sig mynd þriggja daga gamals skúnk-hnoðra. Þegar ég var búinn að ná mér aftur nægilega til þess að geta virt greyið htla fyrir mér, varð ég að játa, að hann var skringilegur. Hann var sem næst þrír þuml- ungar á lengd og rófan álíka löng, fæturnir svo sem hálfur þumlungur, og hann var bröndóttur eins og hver annar skúnkur. Ralf hafði séð hann í götutroðningnum, þegar hann var á leiðinni til póstafgreiðsl- unnar, og þegar hann kom aftur, stundu síðar, var greyið litla kyrr á sama stað. Ekki er hægt að ganga fram hjá slíkum vesalingi, sem hlyti þá að drepast af sulti, og Ralf tók hann því með sér heim. Hann hélt, að hann myndi finna eitthvert ráð til að halda við í honum líftórunni, þegar heim kæmi. Eldabuska hét tíkin, sem við áttum þá, bezti hundurinn, sem við höfum átt. Það eru ekki ýkjur, þó að ég segi, að hún hafi verið bezti hundurinn, sem nokkur maður hefir átt. Hvolparnir hennar voru rétt tveggja vikna gamlir, og var um þá búið í einu eldhúshorninu. Þegar við vorum að ræða um það, hvernig bezt yrði að koma einhverri næringu ofan í skúnk-hvolpinn, kom Eldabuska inn, til þess að gefa sín- um króum kvöldmatinn sinn. Við fundum ónotaðan spena. Tíkin var tilleiðanleg. En veiðihundur er allur stórgerðari en skúnk- urinn, svo að ekki varð þetta að gagni. Meðala-tútta dugði. Rollo litli þreif utan um hana með báð- um framlöppunum, og hann svelgdi í sig volga mjólkina úr henni, þangað til vömb- in á honum var orðin hörð og hnöttótt — og álíka stór og golfknöttur. En þá voru líka allir hvolpar Busku belg- saddir og sofnaðir. Við tróðum Rollo ofan á milli þeirra. Buska leit á okkur, þefaði af honum og leit á okkur aftur. Hún skildi, að henni var ætlað að annast þessa skringi- legu viðbót við fjölskylduna. Hún byrjaði þá á því að velta honum um hrygg, og hvernig sem hann þrjóskaðist, sleikti hún hann í krók og kring, alveg eins og hún þvoði hinum króunum sínum. Upp frá því var Rollo einn af þeim. Ég ímynda mér, að hann hafi sjálfur haldið, að hann væri hundur. Þeir léku sér saman, allir hvolparnir, tuskuðust og tog- uðu í eyru og rófur hver á öðrum. Hvolpar Busku voru allt að því tífalt stærri en Rollo, og í fyrstu var ég hrædd um, að Skuuk er lítið loðdýr, svart og hvitt á. Ut (bröndótt). Feldimir, þótt smáir séu, eru mjög eftirsóttir í loðflíkur kvenna. Við nefnum greyið s k ú n k í þessarri grein, — en líklega kallar íslenzka kvenfólkið hann „skönk“. — Geir kallar hann „þef- dýr“ i orðabók sinni, því að hann getur gefið frá sér ódæma óþef! Annars er hér sæmileg lýsbig af honum. þeir myndu stúta honum. En ef ég tók hann upp og lét hann einhvers staðar, þar sem ég ætlaðist til að hann væri óhultur fyrir þeim, ætlaði hann alveg vitlaus að verða af vonsku, og sparkaði þá aftur und- an sér afturfótunum á víxl, en það er sið- ur skúnkanna, þegar þeir eru áreittir, og síðasti undirbúningurinn undir „gas“-árás- ina — og síðan hentist hann fram í áflog- in á nýjan leik. Ég horfði oft á það, að einn hvolpurinn beit í hnakkann á honum og annar í rófuna, og síðan var togast á um hann, og hann hrakinn og hrjáður á alla vegu. En að þessu virtist hann hafa meira en lítið gaman, því að um leið og honum var sleppt, ruddist hann á andstæð- ingana aftur, í von um að fá meira af svo góðu. Hann kaus heldur einhvers konar athygli, en enga athygli. Hann vildi ekki láta gleyma sér eitt andartak. Og þegar hvolparnir sváfu, tróð hann sér ofan á milli þeirra, alveg í hvarf. Hann elti mig eins og skugginn minn, þegar ég var að sinna hússtörfum. Svo smávaxinn var hann, að hann gat hniprað sig ofan í annan skóinn minn, og var þó rúmt um hann. Hann varð fokvondur, ef ég fór upp á loft. Það var of langt á milli stigaþrepanna fyrir hann. Þegar ég kom niður aftur, var hann sparkandi afturfót- unum í bræði sinni, — ekki aðeins reiður, heldur bál-ösku-grenjandi reiður! En þó að hann hefði nú viljað gera hávaða á við þrumugný og sparka húsinu af grunni, þá varð nú hávaðinn aldrei meiri en það, að rétt var hægt að greina hann. Hann var þriflegri innanhúss en nokkur köttur, og urðu aldrei mistök á því hjá honum. Og aðeins í eitt skipti hleypti hann úr sér óþef — og við gátum ekki láð hon- um það. Eitt kvöld hafði ég bruggað handa honum ,kókó-malt“ sem oftar, því að það var uppáhalds réttur hans. Þegar hann ætlaði að fara að gæða sér á þessu, bar kisu þar að. Þau hötuðust að vísu, en höfðu jafnan látið hvort annað óáreitt. En í þetta sinn brá Jana út af vana sínum, gekk rakleitt að undirskálinni og þefaði af góðgætinu. Rollo tók að sparka aftur- fótunum í ákafa, en Jana Iét sér hvergi bregða. Ég er viss um, að hún ætlaði sér ekki að éta frá honum, heldur var hún aðeins forvitin. En nú þóttist hann vera búinn að aðvara hana og hún hafði ekki sint því. Allt í einu skellti hann rófunni í boga fram yfir hrygg sér og hleypti að „skotinu" beint framan í snjáldrið á kisu. Hún hentist um hrygg, skreið á fætur aftur sem skjótast og sentist út úr dyrun- um, eins og byssukúla. Upp frá því hélzt hún við í eldiviðarhlaða, skammt frá hús- inu, og steig aldrei framar fæti inn fyrir dyr. Rollo var skemmdur af eftirlæti. Við sinntum honum alltof mikið, hvolparnir gerðu það líka, og eins var um gesti, sem nú urðu tíðari hjá okkur en áður hafði verið. Mig hafði aldrei um það dreymt, að ég myndi eiga einu skúnk-greyi að þakka vinsældir meðal nágrannanna, en þetta var nú svo. Ókunnugt fólk bar að garði, ham- ingjan má vita, hvaðan það kom, — og sagði „Góðan daginn!“ — og síðan „Við heyrðum, að þið ættuð taminn skúnk.“ En erindið: hvort við hefðum nokkuð á móti því, að þeir létu taka þarna mynd af sér — með Rollo í fanginu? Rollo varð jafii vanur ljósmyndavélinni og kvikmynda- krakki. Hann gat látið á sér skilja að hon- um leiddist það, — en hann sat sig þó aldrei úr færi um að láta taka af sér myndina. Framhald á bls. 10.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.