Vikan - 23.07.1992, Blaðsíða 7
vert sem fyrirsæta en síðan í
ársbyrjun hefur hún verið á
skrá hjá Módelsamtökunum.
Þar fyrir utan hefur hún verið í
ýmiss konar myndatökum.
Hún kveðst vera mjög ánægð
með þau verkefni sem hún
hefur fengið og hafi hún hug á
að komast áfram í fyrirsætu-
bransanum. „Það er draumur-
inn að starfa einhvern tíma
sem fyrirsæta erlendis, til
dæmis á sumrin, ef vel
gengur."
Kristín Hlín segist gera sér
grein fyrir því að hún komist
ekkerf áfram nema hún hafi
einhverja menntun að baki og
þess vegna stefni hún að því
að setjast á skólabekk eftir
áramótin. „Ég ætla á málasvið
í Ármúlaskóla. I framtíðinni
langar mig að vinna störf sem
krefjast tungumálakunnáttu, til
dæmis að ferðamálum - jafn-
vel að búa erlendis um skeið
og vinna eitthvað þar.“
Þó að ung sé að árum hefur
hún víða ferðast, til dæmis til
Bandaríkjanna, auk þess sem
hún hefur verið í tvö sumur í
Danmörku þar sem hún vann
á bóndabæ og eitt sumar í
Þýskalandi. Áhugamál Kristín-
ar Hlínar, þegar ferðalögum
og því um líku sleppir, er
hestamennska sem hún segist
hafa stundað frá blautu barns-
beini. Hún á sinn eigin hest
sem hún hefur aðstöðu fyrir
hjá frænda sínum á félags-
svæði hestamannafélagsins
Gusts i Kópavogi.
Aðspurð hvort hún fari
gjarnan út að skemmta sér um
helgar segir hún að svo sé.
„Oftast fer ég annaðhvort á
Glaumbar eða í Ingólfscafé en
þar hef ég unnið stundum á
kvöldin til þess að drýgja tekj-'
urnar. Ég var í ballett þegar ég
var yngri en þurfti að hætta því
vegna bakmeiðsla. Ég hef því
mjög gaman af því að dansa
og geri það svo sannarlega
þegar ég fer út að skemmta
mér með vinum mínum - og
ekki síst kærastanum." Hann
heitir Jóhann Kárason og er
flugþjónn hjá flugfélaginu
Atlanta. Um þessar mundir er
hann að fljúga með pílagríma
í Arabíu. „Hann kemur heim í
næstu viku og auövitað hlakka
ég mikið til.“
Að lokum var Kristín Hlín
spurð að því hvernig forsíðu-
stúlkukeþpnin legðist i hana.
„Mér þykir gaman að vera
með ef það er ekki endilega
markmiðið að vinna. Ég
hlakka til að kynnast hinum
stelpunum og taka með þeim
þátt i undirbúningnum."
/ í / t ‘
■/ 1
.