Vikan


Vikan - 23.07.1992, Qupperneq 8

Vikan - 23.07.1992, Qupperneq 8
TEXTI: HELGA MÖLLER / LJÓSM.: BINNI ERIK ER SONUR HELGA TÓMASSONAR: Kann betur við SKEMMTANALÍFIÐ Fyrir nokkru kom Binni, einn af Ijósmyndurum Vikunnar, með ungan mann i heimsókn á skrifstofur blaðsins. Hann lét þess ekki getið hver gesturinn væri en leiddi hann um húsakynnin og sagði honum hvað þar færi fram. Þeir töluðu saman á ensku svo ég spurði gestinn hvaðan hann væri. „Frá San Francisco," svar- aði hann að bragði. í Ijós kom að pilturinn var á íslandi til að kynna sér Ijós- myndun. Það þótti mér skrítið og spuröi hvers vegna ísland hefði orðið fyrir valinu. Skýringin var einföld: Hann er íslenskur í aðra ættina, á ís- lenskan föður, og kemur oft hingað til lands. Svo héldu þeir ferð sinni áfram, Binni Ijós- myndari og ungi maðurinn. Varla eru margir íslenskir karlmenn búsettir í San Francisco, hugsaði ég með mér þegar ég sneri mér aftur að vinnunni. Um leið vissi ég hver pilturinn hlaut að vera. Þetta var sonur stolts okkar ís- lendinga, Helga Tómassonar, stjórnanda ballettsins í San Francisco. Ég átti kollgátuna. Því þótti mér tilvalið að sþjalla stuttlega við Erik Tómasson en svo heitir ungi maðurinn. Títt- nefndur Binni Ijósmyndari smellti líka af honum nokkrum myndum sem hér fylgja. Erik Tómasson er tvítugur. Hann er dökkur á brún og brá eins og faðir hans. Reyndar er móðir hans, Marlene, ítölsk, svo að dökka litaraftið hefur hann úr báðum ættum. Erik er hæglátur og virðist allt að því feiminn. Hann þykir mjög líkur föður sínum í lund sem og í útlíti. Hann talar ekki íslensku en segist skilja svolítið. Hann fæddist í stórborginni New York en þar dansaði faðir hans með New York City Ballet. Hann á einn bróður, Kristin, sem er fimm árum eldri en hann. Þegar Erik var um það bil tveggja ára gamall flutt- ist fjölskyldan til Demerest, lít- ils bæjar í New Jersey. „Þaðan er bara um hálftíma akstur til New York,“ segir Erik. „Þetta er því eins og eitt úthverfa borgarinnar." Þarna átti fjölskyldan heimili, laus við skarkala stórborgarinnar en þó nógu nærri henni til að Helgi gæti stundað starf sitt þar. Þegar Helgi tók að sér að stjórna ballettflokknum í San Francisco fluttist fjölskyldan þangað. Erik var þrettán ára en Kristinn bróðir hans átján. Þar býr fjölskyldan enn og eins og flestir íslendingar vita hefur Helgi hlotið mikið lof fyrir störf sín þar enda hefur hann komið flokki sínum í röð fremstu ballettflokka heims. Móðir Eriks var líka ballett- dansari en lagði skóna á hill- una þegar hún gekk með Kristin. Það liggur því beint við aö spyrja Erik spurningar sem hefur sjálfsagt oft verið lögð fyrir hann: Dansar þú ballett? „Nei,“ svarar Erik og brosir hæglátlega. „Ég hef aldrei gert það.“ Varstu aldrei hvattur til þess? „Nei. Foreldrar mínir lögðu aldrei að mér að læra ballett. Þeir hafa alltaf viljað að ég sinnti mínum eigin hugðarefn- um.“ Hver eru þau? „Það er til dæmis fótbolti, ekki amerískur fótbolti heldur fótbolti eins og fslendingar þekkja. Ég er mikið fyrir íþróttir almennt og stunda þær með vinum mínum. Ég hef vissu- lega gaman af ballett en mér nægir að horfa á hann. Kannski hefur þaö líka haft áhrif að ég varð oft vitni að hinni hlið ballettsins, bak- verkjunum og meiðslunum sem óneitanlega fylgja dönsurum. Heimur dansarans er harður." Hér á íslandi hefur vægast sagt gengið treglega aö fá karlmenn í ballett. Það hefur þótt kvenlegt að stunda ballett. Hefur einhvern tíma verið erfitt að vera sonur karl-ballettdans- ara? Hefur þér verið stritt? „Nei, ég man ekki eftir aö mér hafi nokkurn tímann verið strítt á því. Ég á bara góðar endurminningar um starf föður míns." Fjölskylda Eriks býr í húsi í hæðum San Francisco borgar. Tekur það ekki á taugarnar að búa þar sem alltaf má búast við að jarðskjálftar skeki borg- ina? „Jú," svarar Erik, „óneitan- lega - en húsið okkar er úr timbri og svignar með skjálfta- bylgjunum. Það er mjög gamalt og hefur staðist alla skjálfta hingaö til. Meira að segja stóra skjálftann 1906 þegar mestöll borgin var lögð í rúst. Það veitir okkur mikla öryggistilfinningu." Erik lauk námi í „high school" fyrir um það bil tveim- ur árum. Þaöan lá leiðin í há- skóla í Malibu í Kaliforníu þar sem hann var í eitt ár. Þá tók við nám við háskólann í San Francisco en siðustu önn tók hann sér frí. ( haust ætlar Erik Með Leifi Einkssyni á Skólavörðuholtinu. Þess má til gamans geta að í San Francisco, heimaborg Eriks, er líka myndarleg stytta af Leifi. 8 VIKAN 15. TBL.1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.