Vikan


Vikan - 23.07.1992, Qupperneq 9

Vikan - 23.07.1992, Qupperneq 9
Erik Tómasson er sonur Helga Tómas- sonar ballettdansara. Hér er hann í félagsskap islenskrar ballerínu, Katrinar Á. Johnson. Þar sem Erik er íslenskur í aöra ættina en italskur i hina. þótti okkur tilvaliö aö klæða hann í rammíslenska lopapeysu úr Rammagerðinni annars vegar og i itölsk jakkaföt ur Hanz í Kringlunni hins vegar. aö taka upp þráðinn að nýju og ætlar að veija Ijósmyndun sem aðalgrein. „Ég fór á Ijósmyndanám- skeið síðastliðinn vetur og lík- aði vel. í sumar hef ég verið hjá Jóhannesi Long Ijósmynd- ara til að kynna mér Ijósmynd- un frekar. Ég aðstoöa hann við framköllun og þess háttar. Ég býst við að gera Ijósmyndun að lífsstarfi mínu en ég er enn ungur og gæti skipt um skoðun." Erik brosir. Hann vill greinilega hafa vaðið fyrir neð- an sig og ekki fullyrða neitt sem hann er ekki öruggur um aö standa viö. Er þetta i fyrsta sinn sem þú dvelur hér á landi án fjölskyldu þinnar? „Nei, nei. Ég hef áðurverið í sumarvinnu hérna. Þegar ég var lítill var ég stundum hjá ömmu minni á sumrin en hún dó fyrir tólf árum. Eftir að hún dó hef ég skipst á að vera hjá frændfólki mínu þegar ég kem. Ég hef líka margsinnis komið hingað með foreldrum mínum og bróður, síðast þeg- ar pabbi kom með ballettflokk- inn sinn hingað. Ég hef heim- sótt ísland eins lengi og ég man eftir mér.“ Ertu íslendingur i þér? „Já, mér þykir mjög vænt um ísland og finnst gott að vera hér. Ég er um þaö bil að fá islenskan ríkisborgararétt og er mjög ánægður með þaö.“ Er pabbi þinn ennþá ís- lenskur ríkisborgari? „Já, þaö hefur hann alltaf verið.“ Eins og áður sagði talar Erik ekki íslensku. Hann langar að læra hana en segir þaö erfið- leikum háð því enga kennslu í íslensku sé að fá í San Francisco. Hún hlýtur samt að síast smám saman inn hjá Erik ef hann heldur áfram að vera tiður gestur hér. Aftur á móti hefur Erik sótt námskeið í ítölsku og seinna i sumar ætl- ar hann til Ítalíu i málaskóla í stuttan tíma. Fyrst ætlar hann að koma við í Sviss þar sem Kristinn, bróðir hans, er við nám i bílahönnun. Aftur til íslands og ég legg fyrir Erik sígilda spurningu um þaö hvort íslensk ungmenni séu frábrugöin bandarískum. Hann hugsar sig um. „Það held ég varla. Ætli þau séu ekki ósköp svipuð. Kannski má segja að þau láti verr að stjórn í Ameríku. Það eru aðr- ar venjur í sambandi við skemmtanir ungs fóiks á is- landi en í Ameriku. Hérna fer fólk á diskótek og krár en úti eru boð í heimahúsum al- gengari. Ég kann betur viö þetta eins og það er hér á landi og finnst mjög gaman að fara út að skemmta mér hér.“ Áttu marga vini hérna? „Ég á náttúrlega fjölskyldu hér og svo á ég líka vini og kunningja sem ég fer út að skemmta mér með.“ Enga sérstaka vinkonu? Erik hristir höfuðið brosandi. „Ekki enn.“ Þegar þessar línur birtast lesendum veröur Erik farinn frá íslandi en hann kemur aftur enda römm sú taug ... 15. TBL. 1992 VIKAN 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.