Vikan


Vikan - 23.07.1992, Page 14

Vikan - 23.07.1992, Page 14
TEXTI: JÓHANN GUÐNI REYNISSON / LJÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON Ingólfur Guðbrandsson: ÉG HEF GÓÐA SAMVISKU í FERÐAMÁLUM Sólarlandaferöirnar, sem Ingólfur Guöbrandsson byrjaöi meö milli sex- tíu og sjötíu, standa nú frammi fyrir skæöum keppinaut, sköpuöum af frumkvöðlinum sjálfum, heimsreis- um. Víðförlir ferðalangar fara nú eins og eldur í sinu um allan heim. En Ingólfur er þó ekki í samkeppni við sjálfan sig. Reyndar segist hann ekki eiga í beinni samkeppni viö neinn, miklu frekar sé hann aö gera það sem hann hafi alltaf langað til að gera; aö sýna fólki heim- inn. Ekki bara sjó, sand og sól. Á skrifstofu sinni dregur Ingólfur upp þá dökku mynd sem ferðamannaiðnaður á íslandi stendur frammi fyrir, þá mynd sem skýtur hvaða hrollvekju sem er aftur fyrir sig, myndina sem lætur engan ósnortinn vegna þess að hún er raunveruleiki. Óheiðarleika í samkeppni og viðskiptum finnur hann í nýafsföðnum harm- leik í ferðabraski og hér lýsir hann í fyrsta skipti skoðunum sínum og tilfinningum gagn- vart því leiðinlega máli sem hann segir hafa haft mikil áhrif á almenningsálitið gagnvart ferðaiðnaðinum í heild. En Ingólfur Guð- brandsson Ijómar þegar hann talar um klúbb- inn sinn, Heimsklúbb Ingólfs, klúbbinn sem spratt af afmælisferð Útsýnar. Og við byrjum í flugvél á leið til Mexíkó. EKKI HÁTEKJUFÓLK „Mig langaði að gera eitthvað sérstakt í tilefni af tuttugu og fimm ára afmæli Útsýnar, sem var einkafyrirtæki mitt þá, og því setti ég upp ferð til Mexíkó. Ég fór með hundrað og sextíu farþega í ferð sem var feikivel heppnuð og mikið ævintýri fyrir þátttakendur," segir Ingólf- ur og þegar blaðamaður hváir og spyr hvort sá fjöldi hafi farið í einni ferð svarar hann, kankvís, að bragði, „já, já, ein flugvél. Beint til Mexíkó. Og þessi ferð heppnaðist svo vel að fólk fór að biðja um aðra svona ferð næsta ár á eftir. Eftír þetta hafa ferðirnar haldið áfram en áfangastaðirnir alltaf breyst." Einna merkilegast þykir þessum atorku- manni í ferðamálum þó að margir af þeim sem flugu með honum við hundrað fimmtugasta og níunda mann til Mexíkó hafa farið I slíkar ferðir með Ingólfi á hverju ári síðan. „Og það er ekki hátekjufólk," bætir hann við enda eru ferðirnar eitthvað dýrari en með sérleyfisrútunni austur fyrir fjall. „Þetta fólk er að njóta lífsgæða, láta eftir sér munað sem margt af því myndi aldrei komast I kynni við annars. Þessi ímynd hefur fest við nafn Heimsklúbbsins en jafnframt orð- ið til þess að ef til vill halda sumir að þessar ferðir séu of fínar fyrir sig og fyrst og fremst allt of dýrar,“ segir Ingólfur. Auk þess segir hann suma halda að Heims- klúbburinn sé einhver lokaður klúbbur. „Það er hann ekki. Heimsklúbburinn er opinn öllum þeim sem hafa áhuga og gaman af því besta sem heimurinn hefur að bjóða," bætir hann við með raddblæ eins og stoltur faðir, talandi um afkvæmi sitt. „Fólk er að hlakkatil þess allt árið að láta eftir sér þennan munað og það getur gert það með góðri samvisku vegna þess að það er að njóta vellíðanar á hálfvirði eða minna. En það leiðir af sjálfu sér að þegar ferð- irnar eru orðnar þetta langar þá hækka tölurn- ar. Eftir sem áður kemur I Ijós, þegar ferða- kostnaði er deilt með kílómetrafjölda, að dag- urinn kostar eitthvaö um tíu til ellefu þúsund krónur að ferðum til fjarlægustu staða í heimin- um meðtöldum. Þessi uþþhæð er mjög svipuð því sem fólk er að borga fyrir gistingu á góðu hóteli eina nótt hér á Vesturlöndum," bætir hann við og bendir á að daglegt uppihald sé mun kostnaðarminna í mörgum Asíulöndum/ löndum S-Afríku og S-Ameríku svo dæmi séu tekin. BREIÐÞOTA EÐA STRÆTÓ Hvað ferðalögin sjálf varðar, í lofti sem á láði, ber Ingólfur saman ferðir með breiðþotum ann- ars vegar og strætisvögnum hins vegar. Lykil- hugtakið er sætiskílómetri, það er að segja hver kílómetri ferðarinnar er verðlagður miðað við ferðina í heild. „Þetta var tekið út nú nýlega I Suður-Amer- ikuferð en þar var siglingafræðingur meðal farþega. Hann reiknaði út vegalengdina sem var um það bil 33.000 kílómetrar og fargjaldið var með þeim kjörum að sætiskílómetrinn kostaði ekki nema þrjár krónur og fimmtíu aura,“ segir Ingólfur, brosir í kampinn og bætir við að síðan fargjöld hækkuöu meö Strætis- vögnum Reykjavíkur sé talið að meðalverð á sætiskílómetra I ferð með vagni í Reykjavik sé fjörutiu krónur. Og Ingólfur leggur áherslu á að hér sé ekki líku saman jafnað, í flugvélinni sé fullt fæði innifalið ásamt drykkjum, músík og bíósýningum. Þessum heimsfargjöldum hafi hann náð niður með viðskiptasamböndum og persónulegu vinfengi við áhrifamenn úti í hin- um stóra heimi ferðamálaiðnaðarins. „Það er svo margt ríkt fólk til í heiminum og fyrir pen- ingafólk eru þessar feröir mínar afskaplega ódýrar. Þaö fólk á íslandi sem hefur kannski mestar ráðstöfunartekjur fer fátt í svona feröir. Ætli þvi finnist þaö bara nógu fínt að fara með 1 4 VIKAN 15. TBL. 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.