Vikan


Vikan - 23.07.1992, Qupperneq 16

Vikan - 23.07.1992, Qupperneq 16
öðrum? Eg held að það fari á eigin vegum fyrir auðvitað langtum meiri peninga auk þess sem það fær í flestum tilvikum ekki sambærilegar feröir í það minnsta hvaö varðar þjónustu og upplýsingar sem ferðamenn verða að eiga vís- an aðgang að ef ferðalagið á aö skilja eitthvað eftir." Hér hefur Ingólfur staldraö við peningahlið- ina á málinu en önnur hlið, lífsreynslan, segir hann að hafi oftar en ekki vinninginn þegar þessum tveimur helstu hliðum ferðalaga er att saman. þjóðina til, en þó eins mjúklega og kostur er. Enda hefur hann dreymt um að fá ákveðnum hlutum áorkað. DRAUMRÁÐNING FORSETA Það má því kalla það draumráðningu sem Ing- ólfur fékk hjá forseta íslands, frú Vigdísi Finn- bogadóttur, þegar hún lýsti ferðalögum í út- varpsviðtali. Þar sagði hún að íslendingar þyrftu, meðal annars vegna einangrunar sinn- ar og þjóðfélagsaðstæðna, að ferðast mikið. „Mér finnst óviðfelldiö þegar menn eru að slá sig til riddara, þykjast vera einhverjir bjargvættir en reyn- ast síðan bara vera svindlarar." EIN BLAÐSÍÐA „Hvern langar ekki að skoða heimínn?" spyr hann og notar máli sínu til stuðnings dæmi- sögu af Ágústusi, keisara Rómaveldis, einum víðförlasta manni þeirra tíma. „Ágústus sagði: Heiminum má líkja við stóra bók og sá sem ekki ferðast les aðeins eina síðu.“ Hann tekur sér góða stund, til þess greinilega að dást að þessum fleygu orðum, í huga sér, en heldur siðan áfram. „Heimurinn hefur opnast þeim sem hafa áhuga og nokkur auraráð. Slík land- könnun er fyrir flesta langmesta skemmtun lífsins," segir hann og tekur sem dæmi að í.s- lendingar séu um margt mjög vinsælir gestir í feröum Heimsklúbbsins vegna þess að þeir séu örlátir á þjórfé. Þegar hann nefnir það verður ekki hjá því komist að minnast þess orðspors sem farið hefur af afkomendum víkinga í svaðilförum þeirra á erlendar sólarstrendur. „Já, en íslend- ingar hafa mikið lært og mikið mannast á ferðalögum sínum,“ svarar Ingólfur Guð- brandsson og gefur farþegum sínum í það minnsta hæstu einkunn hvað þetta varðar. En þó að þjóðinni hafi, að mati Ingólfs, fariö stórlega fram i framkomu og siðum á erlend- um menningargrundum sér hann enn móta fyr- ir galla sem viö íslendingar viljum oft ekki viðurkenna að sé til staðar hjá bókaþjóðinni af- skekktu. „Þrátt fyrir stórbættar samgöngur og fjölmiðlun er ég alltaf að rekast á fákunnáttu ís- lendinga um annað en sitt nánasta umhverfi," segir Ingólfur og þetta segir hann næstum föðurlega, eins og hann sé hreinlega að tukta „Hún sagði,“ segir hann og tilvitnunin heldur áfram; „við erum svo nærsýn. Mér finnst oft að fólk þyrfti að fá sér sjónauka til að sjá dálítið lengra út í heiminn," hefur Ingólfur eftir Vigdísi og hann bætir því við að hann telji ferðir Heimsklúbbsins einmitt gegna þessu hlutverki. Að þær leiki hlutverk sjónaukans í hinu stóra leikhúsi sem heimurinn er. Ef til vill mætti segja samkvæmt þessu að við íslendingar værum áhorfendur á efstu svölum leikhússins og að við þyrftum sérlega sterka sjónauka til þess að sjá allt það sem fyrir augu getur þorið. Áherslan er á lífsreynslu, upplifun og ævintýri raunveruleikans. „Sólarstrandakaflinn er löngu liðinn hjá mér,“ segir Ingólfur. „Sól- aralandafeiðir eru ekki nýjung í dag og þær eru á undanhaldi nema hvað varðar hvíldar- og hressingargildi. Nú langar mig að sýna fólki merkilega hluti í heiminum. Og ég er að því. Ég vil að ferðirnar séu menntandi, að þær séu farnar í einhverju augnamiði," bætir hann við og talandi um menntir ber skipulag á góma. „Það er heilmikil kúnst. En ég hef ferðast mikið, lesið margt og samkvæmt reynslu minni og þekkingu reyni ég að finna út hentug svæði og staði til að sýna farþegum mínum. Ég fer enga ferð öðruvfsi en að hafa reynt alla þjón- ustuþætti ferðarinnar sjálfur áður. Enda eru þessar ferðir „klæðskerasaumaðar" fyrir far- þegana," segir Ingólfur. „Fólk vill skoða heim- inn, sjá eitthvað merkilegt, kynnast einhverju nýju, komast í kynni við menningu annarra þjóða. Þannig eru ferðalög að þróast í dag í öllum hinum vestræna heimi." MEÐ HEIMINN í HENDI SÉR „í mínu ungdæmi þótti mikil upphefð að „vera sigldur" sem kallað var ef menn höfðu komist út fyrir landsteinana. Nú hafa flestir, jafnvel börnin, farið vítt og breitt um Evrópu og verið oft á sömu sólarströndinni en það þykir ekkert sérstakt lengur. Ferðir Heimsklúbbsins eru landkönnun nútímans, ævintýraleg, litrík og spennandi en fyrst og fremst feiknarleg lífsfyll- ing sem allir geta talið ævinni til gildis. Áhrif slíkra ferða vara ævilangt. Þess vegna er synd hve margir fresta því fram á efri ár að auðga lífið meö „heimsskoðun" á borð viö heimsreis- urnar. Mér finnst hún góð sagan um ríka fs- lendinginn, sem búsettur er erlendis, og sagði við vin sinn þegar hann skutlaði honum til landsins á einkaþotunni: „Það verða engir vas- ar á síðustu buxunum mínum“ og átti við að ekki tæki hann neitt af veraldargóssinu með sér í sína hinstu för, fremur en aðrir. Það gæti verið mörgum góð lexía sem tíma ekki að láta neitt eftir sér fyrr en allt er orðið um seinan. Margt fólk má ekki vera að því að njóta lífsins fyrr en eftir dauðann en það líf á sér óljósan samastað." Aðspurður um ferðir Heimsklúbbsins í ár segir Ingólfur þær býsna fjölbreyttar og að farið verði um fjórar heimsálfur. Vetrarferðirnar voru til Tælands og Suður-Ameríku, haustferðirnar verða til Suður-Afríku og Asíulanda, sú lengsta til Filippseyja, Japans, Tævan og Tæ- lands í september, og segir Ingólfur það vera merkilegustu ferðina og þá vönduðustu sem hann hefur sett upp. Hvers vegna? „Japan er fagurt land, fullt af töfrum og mystík, fullt af sögum og aldagömlum hefðum og þar býr kurteisasta þjóð í heimi. Japan er fortíðin, samtíðin og framtíðin í senn í einhverju ótrú- legu samspili tímans sem ekki þekkist annars staðar en hefur leitt til þróunar langt fram úr nútíma Vesturlanda. Hverjum finnst ekki for- vitnilegt að kynnast þessum heimi? Önnur Asíuferð í haust er uppseld því að allir vilja komast í hana en það er Malaysía, Borneo, Singapore og endar á eyjaperlunni Penang í nóvember. Samt er Suður-Afríka mitt land af því að ég er svo mikið náttúrubarn, finnst gam- an að vera innan um Ijón, fíla, sebra, antilópur og öll hin dýrin. Fátt gleður þó augað meira en blómin og önnur eins dýrð í ríki náttúrunnar sést hvergi og blómin og trén í Suður-Afríku í október. Það skiptir máli að fara ferðirnar á réttum tíma ársins. Ferðirnar eru sambland af þessu öllu, dýrð sköpunarverksins og mætti mannlegra handa og snilldar. Það upplifir fólk líka í ferð minni um Ítalíu á vit endurreisnar, barrokks og klassíkur og loksins vildu allir komast í hana þegar hún var uppseld!" Þjónusta kemur til tals þegar rætt er um ferðalög um heiminn og mismun á henni eftir menningarsvæðum. Ingólfur segir þjónustuna fara hnignandi hér á Vesturlöndum. Eiginlega megi segja að við Vesturlandabúar vitum ekki hvað þjónusta er, í það minnsta ekki fyrr en eftir að hafa reynt þjónustu til dæmis í Asíu. Þetta segir hann sumpart mega rekja til síauk- ins sparnaðar á hótelum og veitingastöðum í Evrópu. Þar má nefna fækkun starfsfólks til að mynda á veitingahúsum og hótelum sem aftur leiði til þess að of hlaðið starfsfólk verði frá- hrindandi. „í Austurlöndum er mýktin regla en ekki undantekning eins og vill brenna við i Evr- ópu," segir Ingólfur með sérstakri áherslu á mýktina. Það fer reyndar lítið fyrir mýktinni í ferða- 1 Ó VIKAN 15. TBL 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.