Vikan


Vikan - 23.07.1992, Page 18

Vikan - 23.07.1992, Page 18
skrifstofumálum á islandi um þessar mundir en á leiö okkar í samræðunum til nútíðar verð- ur þróunin svolítið að umtalsefni. Einn fulltrúa þessarar þróunar og samtíðarmaður Ingólfs í gegnum tiðina er merkileg persóna. Ingólfur var með fyrsta farþegahóp sinn á sólarströnd í sama mund og Simon Spies, hinn heimsfrægi danski ferðafrömuður, steig þar fyrst á land í sama tilgangi. „Við Simon Spies, sem er nú dáinn vegna þess að hann drakk miklu meira en ég og var raunar mun meiri óreglumaður um ýmsa hluti," segir Ingólfur, sposkur mjög, áramót að Guöni væri að sigla þessari starf- semi sinni í strand. Spurningin var bara hvenær. Ég held nú að flestir hafi þó gert ráð fyrir að hann myndi hjara af sumarið og að skellurinn kæmi um haustið eins og algengast er hjá ferðaskrifstofum vegna þess að veltufé er mest yfir sumarið. En það dugði ekki til. Ég tel að óheiðarleiki í viðskiptum komi fólki alltaf í koll og vitaskuld bitnar hann alltaf á einhverj- um en hvergi þó með eins áhrifamiklum hætti og í ferðaþjónustu,“ segir Ingólfur. Forgangsröðina segir hann misjafna eftir „Ég fer enga ferð öðruvisi en að hafa reynt alla þjónustuþætti sjálfur áður. Enda eru þessar ferðir klæðskerasaumaðar fyrir farþegana,“ segir Ingólfur. „byrjuðum á þessu á svipuðum tíma. En Spies var ákaflega hugvitssamur og duglegur maður. Þannig byrjuðum við á sama tíma,“ segir hann og bætir síðan við að hann vilji svo sem ekki vera að halda lofræðu um sjálfan sig, hann láti mönnum eins og Guðna Þórðarsyni það alfarið eftir. „Það er alltaf betra að lofið komi annars staðar að ef það er verðskuldað á annað borð." GUÐNI SKEMMDI Flugferðir Sólarflug koma óhjákvæmilega til tals ásamt fleiri ævintýrum á þessum vettvangi hér á landi þegar rætt er við Ingólf Guðbrands- son um ferðamál. Almenningur fyrtist við ferðaskrifstofur og ferðamálaiðnað almennt þegar þaö fyrirtæki lagði upp laupana. „Það er merkjanlegt hér að þessi síðustu gjaldþrot hafa verkað mjög letjandi á fólk og haft nei- kvæð áhrif þannig að eðlilega er fólk á verði varðandi peningana sína. Flverjum er trúandi fyrir peningum og fyrirframgreiðslum upp í ferðir nema fólk geti verið alveg fullvisst um það að ferðin verði farin? Þetta tjón hefur vissulega haft neikvæð áhrif á markaðinn. Og ég held að það sé augljóst mál að það sem Guðni var að gera hefur skemmt mikið fyrir okkur sem stundum heiðar- leg viðskipti." Ingólfur segist hafa séð fyrirframvindu mála hjá Guðna Þórðarsyni nokkru áður en Ijóst varð í hvað stefndi. „Með sjálfum mér var ég alveg sannfærður um það strax um síðustu mönnum en margir neiti sér um ýmislegt til að geta síðan gert sér glaðan dag og breytt frá hversdagsleikanum ákveðinn hluta úrári. Þeg- ar miklir fjármunir, afrakstur mikils spamaðar, fari forgörðum hljóti það aö koma illa við marga. ENGAR GREIÐSLUR ENN Þegar Guðni byrjaði með Sunnu var Ingólfur fyrir á markaðnum, byrjaður í sólarlandaflug- inu. „Ég er aðeins eldri í bransanum en Guðni Þórðarson. Flann byrjaði þremur árum á eftir mér og fór þar með út í samkeppni við mig. Og hann hefur vissulega gert margt um dagana sem getur ekki flokkast undir heiðarlega sam- keppni. Þeirri samkeppni hans lauk með því að hann varð undir og varð að hætta starfsemi. Ég flutti mikið af farþegum hans heim á þess- um tíma, auðvitað gegn loforði um greiðslur sem hafa ekki komið enn. Þetta var, held ég, árið 1979,“ segir Ingólfur og lýsir raunar undr- an sinni á því að Guðni skyldi hafa fengið að halda rekstri ferðaskrifstofunnar áfram eftir að hafa gert annað fyrirtæki gjaldþrota, leigu- flugfélagið Air Viking. „Síðan reis hann upp í miklum vígamóð og ég held að margir sem þekktu til fyrri starfsemi hans hafi ekki haft mikla trú á því sem hann var að gera. Vissulega ber þó að fagna þvi þegar menn geta með starfi sínu stuðlað að því að viðskipti verði hagkvæmari. En það var ekki fyrir snilli þessa manns að verðið var fært niður hjá Flugferðum Sóiarflugi heldur byggð- ist þetta á hreinum blekkingum. Þaö voru tekn- ir peningar frá öðrum til að borga ferðirnar. Þetta var gert þannig að fjármagnið sem var komið fyrirfram upp í ferðir var notað til að borga upp hallann af því sem verið var að gera þá stundina. Mér finnst óviðfelldið þegar menn eru að slá sig til riddara, þykjast vera einhverjir bjargvætt- ir en reynast síðan bara vera svindlarar," segir Ingólfur. „Enda kom í Ijós að eigið fé fyrirtækisins var ekki nema hundrað þúsund krónur sem nægir varla fyrir einum farseðli út í heim,“ bætir Ing- ólfur við. TVÖFÖLD TRYGGING Talið berst nú að fyrirtækjum Ingólfs sjálfs. Flann vill að það komi skýrt fram að hann hafi sett lögboðnar tryggingar fyrir rekstrinum og gott betur. „Ég er með tvöfalda þessa trygg- ingu í Landsbankanum, peninga sem þar liggja," segir Ingólfur og aðspurður hvort venjuleg, einföld slík trygging sé ekki um sex milljónir króna svarar hann því til að hann sé með rúmlega tvöfalda þá upphæð inni á bankareikningum til að tryggja það að farþegar hans komist hnökralaust í ferðir sínar. Ingólfur seldi Útsýn á sínum tíma, fyrir alltof lágt verð að eigin mati. Það gerði hann fyrst og fremst vegna þess að hann sá fram á samdrátt og einnig vildi hann fara að draga úr ferðinni enda búinn að starfa lengi að þessum málum. „Ég kom ekkert illa út úr því en lenti hins vegar í persónulegum deilum og leiðindum við kaup- anda ferðaskrifstofunnar eins og kom fram síðar. Ástæðan fyrir því að ég er enn að þessu er sú að ég tel mig hafa mikla reynslu sem get- ur orðið að gagni. Nú, ég hef enn meira starfs- þrek en margir ungir menn og ég ætla mér að nýta það þrátt fyrir að ég sé það vel fjárhags- lega settur að ég þurfi ekki aö stunda þessi viðskipti. Mér finnst auk þess sjálfum gaman að ferðast og ég tel að ég geti enn látið gott af mér leiða. Og að baki fyrirtækinu standa það miklar eignir að fjárhagslega er starfsemi Fleimsklúbbs Ingólfs óvenjulega vel tryggð," segir Ingólfur og bætir við að þetta sé honum alveg óhætt að segja. „Þetta get ég staðið við, hvenær sem er.“ Veraldargengið virðist því í góðu lagi hjá Ingólfi samkvæmt þessum orðum. Þetta orð, veraldargengi, verður þó til þess að minnast hrakfara ferðaskrifstofunnar Veraldar en þar var sonur hans, Andri Már, hátt settur auk þess sem Ingólfur kom nokkuð nærri. VERALDARGENGI FEÐGA „Ég vann nokkuð fyrir Veröld, ýmis sérverkefni og sá um ferðir Fleimsklúbbsins, sem var inn- an fyrirtækisins, án þess að bera neitt úr býtum. í fyrra skildi ég klúbbinn reyndar frá Veröld með þjónustusamningi við fyrirtækið en farþegar mínir höfðu greitt ferðir sínar til Ver- aldar. Og það má heita lán að ég skuli hafa náð að bjarga Heimsklúbbnum frá þessum skakkaföllum með ákveðnum ráðstöfunum," segir Ingólfur og þegar hann er spurður um það hvort hann hafi séð örlögin fyrir svarar hann því til að svo hafi verið nema hvað hann hafi á þeim tíma ekki gert sér grein fyrir því mýrarfeni sem reksturinn var orðinn. „Ég ótt- aðist í hvað stefndi án þess að ég gerði mér Ijóst aö fjármál Svavars Egilssonar væru jafn hriplek og vonlaus og þau reyndust vera. 18 VIKAN 15.TBL1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.