Vikan - 23.07.1992, Síða 21
skemmtanaborgina aftur til
lífsins.
- Hvaðan kom hugmyndin
að þessu ævintýri?
„Upphaflega hugmyndin var
sú að nálgast listina frá nýju
sjónarhorni og skapa ákveöna
mótspyrnu við ráðandi hug-
myndir um gagnrýni, greiningu
og framsetningu í nútímalist.
Það er ríkjandi hefð í listum
núna, þá sérstaklega í
myndlist, að sköpunin á sér
stað út frá ákveönum hug-
myndafræðilegum og sögu-
legum forsendum sem lista-
maðurinn er meövitaður um
en ekki hinn almenni áhorf-
andi. Þetta gerir áhorfandan-
um erfitt fyrir við að nálgast
verkin og ná sambandi við það
sem listamaðurinn er að reyna
að segja. Þetta er sérstaklega
áberandi hér í Bandaríkjunum
en í Evrópu skipar efnið ennþá
stórt hlutverk svo hægara er
að nálgast listina frá formrænu
sjónarmiði og verða fyrir skyn-
rænni upplifun.
Við erum sem sagt að halda
veislu fyrir skynfærin og gefa
almenningi kost á að koma
hingað til að upplifa listina án
þess að verða fyrir þeirri döpru
reynslu að hafa ekki forsendur
til listrænnar upplifunar. Til að
koma í veg fyrir misskilning vil
ég taka fram að við erum alls
ekki aö hafna list sem byggist
á hugmyndafræðilegum grunni.
Ég hef eytt miklum tíma og
peningum til að verða mér úti
um þá þekkingu sem ég hef og
mín verk, sem eru oftast tengd
sögu og hugmyndum í vís-
indaskáldskap, krefjast mikill-
ar heimildaöflunar og hug-
myndavinnu áður en ég kasta
þeim í framkvæmd.
Ég er hins vegar viss um að
hægt er að nýta sér þessa
þekkingu til aö höfða til
reynsluheims hins almenna
áhorfanda. Það þarf ekki há-
menntaðan listrýni til að tengja
mín verk við hugmyndir um
brjálaða visindamenn og vís-
indaskáldskap en það gæti
hjálpað að hafa séð Alien-
kvikmyndirnar svo ég nefni
einfalt dæmi. Þeir listamenn
sem eru hér samankomnir eru
annaðhvort ennþá í skóla eða
nýútskrifaðir og hér eiga þeir
kost á að nálgast hinn al-
menna áhorfanda og taka þátt
í listsköpun úti í þjóðfélaginu."
GALLERÍ
FJÖLBREYTILEIKANS
Það eru málverk á veggjunum,
nokkrir skúlptúrar á víð og
dreif um salinn og svið með
flóknum Ijósabúnaði fyrir tón-
listaruppákomur, leikþætti og
gjörninga. Sýningartjaldi hefur
verið komið fyrir í öðrum enda
salarins og þar eru sýnd til-
raunamyndbönd, stuttar kvik-
myndir og teiknimyndir. Úti í
horni hangir um það bil fjög-
urra metra há brúöa, ættuð úr
götuleikhúsi og í litlum her-
bergjum út frá aðalsalnum get-
ur að líta ísetningar (installat-
ions).
Kristrún og félagar hafa
málað sýningarsalinn og inn-
réttað með gömlum húsgögn-
um og við látum fara vel um
okkur í gömlum sófa á meðan
við spjöllum. Hörundsdökkur
náungi með sjónvarp á stærð
við sígarettupakka liggur í
næsta sófa við hliðina á okkur
og rekur öðru hverju upp brjál-
æöislegar hlátursrokur. Hann
kallar sig Shorty og er heimilis-
laus rappari sem asnaðist til
að skjóta mann í hausinn þeg-
ar hann var sautján ára og er
nýkominn úr fangelsi.
„Hann mætti hérna og tók
sér hamar í hönd þegar við
byrjuðum á þessu fyrir rúmum
mánuði og hann hefur búið hér
síðan,“ segir Kristrún. „Hann
hefur verið okkur mjög hjálp-
legur því hann þekkir heimilis-
leysingjana og gangsterana í
götunni svo við höfum alveg
verið látin í friði. Það var gott
að hafa hann hér þegar óeirð-
irnar voru I borginni og verið
var að brjótast inn og brenna
hús I nágrenninu.
Útgöngubannið kom sér
mjög illa fyrir okkur því það
lenti á helgi og stór hópur lista-
manna var búinn að skipu-
leggja alls konar uppákomur.
Þess vegna er ég núna í við-
ræðum við leigusalann til að
reyna að fá framlengingu á
dvölinni hér. Vandamálið er aö
hann er svo peningagráðugur
og vill græða sem mest á
okkur. Styrkirnir, sem við
fengum, hafa hrokkið skammt
því þetta er svo stórt fyrirtæki
og við höfum ekki viljað krefj-
ast aðgangseyris. Ábyrgð
hvers listamanns á eigin kynn-
ingu er mikil og aðsóknin hefur
ráðist af atorku þeirra á þvi
sviði.
Ábyrgöin hefur annars verið
mjög tvístruð. Fljótlega kom
upp spurning um val á verkun-
um og hver skyldi standa fyrir
því. Við Amy drógum enda-
laust áð taka ákvörðun um
þau mál þannig að á endanum
varð það tilviljunarkennt, nokk-
urs konar skipulagt kaos. Við
leyföum okkur að standa í
ákveöinni fjarlægð og horfa á
hvernig fólk vann saman og
kom og fór á undirbúningstím-
I anum. Á endanum stóðu eftir
verk þeirra sem tóku þátt af
mestri alvöru.
Það má segja að við höfum
skapað ákveðinn ramma og
veitt listamönnunum tækifæri
til að gefa honum sitt eigið l(f.
Þetta hefði verið dæmt til aö
mistakast og í rauninni verið í
mótsögn við hugmyndina að
þessari tilraun ef við hefðum
reynt að koma á framfæri
ákveðinni sýn. Það hefur
sannað sig I þessu rými að
hlutir eiga sitt eigið líf og það
dafnar eftir því hvernig með
það er farið.“
BJARTSÝNIR
GRÆNINGJAR
- Hefur þú reynslu I að skipu-
leggja svona uppákomur eða
verið þátttakandi í samstarfi af
þessu tagi áður.
„Ég hef enga reynslu af
skipulagningu á verkefni í
þessum stæröarflokki en ég
hef tekið þátt I skipulagningu á
hópsamvinnu áður. Þá hefur
alltaf verið um miklu minni
hópa að ræða, innan við tíu
manns. Sýningin, sem við vor-
um með í húsnæðinu sem
hafði verið billjardstofa á
Klapparstígnum, var svipuð
þessu verkefni að því leyti að
við tókum rými sem hafði sína
eigin sögu, breyttum því í sýn-
ingarsal og margar listgreinar
komu saman undir sama þaki.
Þetta pláss er gömul prent-
smiðja en húsnæðið er svo-
kallað „landmark" eða friðað.
Heima er samfélagið miklu
smærra, auðveldara að ná at-
hygli og miklu minna skrifræði
sem þarf að glíma við. Kostn-
aðurinn hjá okkur þar var líka í
lágmarki og við fengum eigin-
lega allt frítt.
Allt frá því ég var táningur
hefur mér þótt gaman aö fylgj-
ast með samvinnuverkefnum
á listsrænum vettvangi og fá
að vera með, kannski í ein-
hverju leikhlutverki eöa að búa
til búninga eða eitthvað þess
háttar, þó ég hafi ekki verið
þátttakandi í skipulagningu. Þá
sá maður þetta úr meiri fjar-
lægö sem eitthvert ævintýri,
eins og til dæmis Svart og syk-
urlaust-hópinn. Á þessum
tíma varð mér Ijóst að ég ætti
kannski eitthvert erindi í að
skipuleggja samvinnuverkefni
í þessum dúr - þegar ég sá
hugmyndir, sem voru að
mestu byggðar á bjartsýni og
krafti nokkurra einstaklinga,
verða að veruleika.
Þannig er maður að mörgu
leyti óttalega grænn og
reynslulaus að fara af stað
með þetta verkefni í svona
| stórri borg og ég held að
\
Viðtal við
Kristrúnu
Gunnarsdóttur
myndlistarkonu
sem starfar nú
í Los Angeles
margir hafi brosaö út í annað
og haldið að við værum alveg
snarvitlausar, stöllurnar, að
leyfa okkur aö detta þetta í
hug. Okkur skorti ekki kok-
hreystina að mæta til borgar-
yfirvalda og lýsa yfir eigin
ágæti og bjóða þeim til sam-
vinnu. Þaö er kannski það
helst sem þarf og í rauninni
komu viöbrögð þeirra sem
15. TBL.1992 VIKAN 21