Vikan - 23.07.1992, Qupperneq 24
TEXTI OG LJÓSM.: JÓHANN GUÐNI REYNISSON
Þannig verður dúnninn ti
HÚN KÚKAÐIÁ EGGIN!
Með osðarfugli fyrir norðan
Eins og kreist úr sinneps-
flösku sem er aö verða
tóm. Æðarkollan dritar
duglega yfir eggin sín þegar
tvífætlingurinn nálgast hreiðið
hennar. Lýsingin á vel við það.
Hljóðið, sem verður til við at-
höfnina, á margt sammerkt
með heldur óviðurkvæmilegri
gjörð óttasleginnar kollunnar.
Hún kúkaði á eggin! Oj bara!
Illu má svo vel venjast að
gott þyki. O, svei! Ekki gott, en
þolanlegt kannski. Og svo not-
ar hún úrganginn líka i hreið-
urgerðina. Svakalegt. Skyldi
Þarna hefur ein kollan hreiðrað
um sig. Annar pokinn er fullur
af heyi, dúnninn fer i hinn.
engan undra þótt tófunni líki
ekki sósan þegar hún hugsar
sér gott til glóðarinnar á eggja-
hlaðborðinu sem getur innifal-
ið allt að níu egg eða þar um
bil. Enda gert í þeim tilgangi.
Æðurinni er alveg sama þó
dúnninn sé tekinn, bara ef
eggin fá að vera í friði. Stund-
um er sagginn í hreiðrinu orð-
inn svo mikill aö hann getur
hreinlega skemmt eggin,
dúnninn fúlnar og allt í pati. Þá
er nú gott fyrir greyin að eiga
mannskepnuna að.
Þannig verður dúnninn til er
yfirskrift þessa ritlings. Sá er
þetta ritar átti þess óvænt kost
nýverið að leggjast ótal sinn-
um á hnén við híbýli æðar-
kollna við Húnaflóa. Þar
verpa þær nokkrar. Áður en
það gerist má segja að þær
reisi þak undir sig, öfugt við
okkur mannfólkið, hreiðrið.
GLOTTULEIT Á
GOGGINN
Líkt og títt er meðal manna
eru einstaklingarnir eins ólíkir
og þeir eru margir. Æðarfugl
er engin undantekning frá
þeirri sköpunarreglu. Sumar
kollurnar liggja makindalega
og virðulegar allt þar til þeim er
strokið blítt um hrygginn. Þá
standa þær upp, skvetta úr
görn og hlaupa í burtu, kvak-
andi eins og þær hlæi að
manninum með nefið sem
finnur lyktina.
Síðan er dúnninn skilinn frá
öðru byggingarefni hreiðursins
með æfðum handtökum
æðarbóndans.
Síðan spranga þær úandi í
næsta nágrenni. Spígspora
reigðar og reistar, stoltar verð-
andi mæður, áhyggjufullar um
ungviðið í skurninni. Ein rýkur
upp af eggjunum er aðkomu-
maður nálgast og virðist ætla
að strunsa fyrirvaralaust eins
hratt og stuttir fætur toga. Hún
hikar, hefur greinilega gleymt
einhverju. Áttar sig aðeins. Og
glottuleit á gogginn þrumar
hún duglega yfir eggin sín
fjögur. Síðan er hún hlaupin,
skellihlæjandi. Eftir situr tví-
fætlingurinn á hækjum sér,
horfir á súpuna. Hugsar koll-
unni þegjandi þörfina.
Minni pokinn er ekki langt
undan og maðurinn verður að
láta í hann. Dúninn líka. Á
grænni þúfu er gott að þurrka
herlegheitin, ágætis áburður
líklegast í leiöinni. Hreiðrið er
ríkulega einangrað og það er
sko ekkert slor. Þessi bústaður
er þurr og ekki annað að gera
en tína upp fiðrið í pokann
sinn.
Hvað er að sjá! Er ekki bara
hreiðrið allt á iði? Ferlegt. Hvað
er þetta? Fló! Getur hún ekki
étið mann? Ekki láta á neinu
bera, karlmenni. Hvað ætli
nokkrar meinlausar flær geti
hámað í sig tugi kílóa á svip-
stundu. Góði heili. Sendu nú
hægri höndina á mér niður í
hreiðið, ef þú vildir vera svo
vænn. Þakka þér fyrir. Voða-
lega er hlýtt í hreiðrinu. Ekki
Búlð er vandlega um eggin i
nýumbúnu hreiðrinu með þurru
heyi en sum hreiður eru orðin
verulega blaut þegar skipt er
um i þeim.
að undra þó að flíkur úr þessu
efni séu vinsælar á vetrum.
ÁRSHÁTÍÐ HJÁ
FLÓ OG ORMI
Og flærnar. Þær taka sem bet-
ur fer ekki, ástfóstri við guðs-
gaffla dúntekjumanns. Ekki
enn að minnsta kosti. Ætli þær
séu ekki aö furöa sig á því
hvað hafi orðið af kollunni og
hvers konar óskapnaður þetta
sé eiginlega sem þarna sleng-
ist niður í heimkynni þeirra og
ormanna. Já, ormarnir! Það
eru meiri njálgarnir. Þau eiga
aldeilis vel saman, ormurinn
og flóin. Ætli sé bara ekki árs-
hátíð í hreiðrinu? Kemur dún-
tekjumanni ekki við. Ekki var
honum boöið. Best að fjar-
lægja þetta félagsheimili í
heilu lagi. Það verður mikil há-
tíð í pokanum þegar öll helstu
félagsheimili flóa og orma eru
þar saman komin.
Eggin láta hvergi á sér
kræla meðan skemmtanafíkl-
arnir í dúninum eru fjarlægðir
með valdi. Sem betur fer ef til
vill. Mamman víðs fjarri og
engin er dúntekjumaðurinn
Ijósmóðir. Hey í staðinn fyrir
dún. Eggin ofan á heyið.
Næsta hreiður. Kollunni, sem
svo skyndilega hafði orðið
brátt í fiðri - eða hvað á að
kalla það, virðist sem allt sé að
færast í eðlilegt horf. Hún úar
nokkrum sinnum í viðbót eins
og hún sé að segja „je minn“
eða eitthvað á þá leið. Kvart-
andi yfir því að'maðurinn skuli
koma og taka einangrunina
hennar. Hvað ætli honum
fyndist, hugsar hún örugglega,
ef ég kæmi á hverju ári og
hreinsaði einangrunarplastið
innan úr húsinu hans?
Hún nálgast hreiðrið var-
færnislega, sér að vísitölufjöl-
skyldan hennar hefur ekki bor-
ið neinn skaða af tiltækinu.
Hún hagræðir sonum sínum
og dætrum svolítið varfærnis-
lega, hringar heyið undir þeim
og mjakar sér síðan mjúklega
yfir þau. Hún lygnir aftur aug-
unum og virðist hugsa til fram-
tíöar - þegar halarófan fer að
fylgja henni hvert fótmál,
sundtak eða vængjablak. Þá
verður'hún aö passa greyin
sín fyrir veiðibjöllunni, mávin-
um sem oft kemur flögrandi að
þvi allsnægtaborði sem slik
halarófa er. Þaö veit þessi
kolla sennilega af biturri
reynslu, hennar sjálfrar eða
vinkonunnar í næsta hreiðri.
Bjallan svífur mjúklega inn til
lendingar, rétt tyllir niður ann-
arri klónni meðan hún grípur
ófleygan bjargleysingjann og
hefur sig til flugs á ný. En hún
flýgur ekki langt. Skammt und-
an tyllir hún sér á syllu og
sporðrennir greyinu litla í ein-
um bita. Hún gleypir hann.
Næsti.
PASSAÐU ÞIG Á
ÖNDUNUM
Þetta veit kollan. Og hún ætlar
að passa ungana sína fyrir
bjöllunni. Það er eitt sem víst
er. Alveg eins og hún reynir að
24 VIKAN 15. TBL 1992