Vikan


Vikan - 23.07.1992, Blaðsíða 27

Vikan - 23.07.1992, Blaðsíða 27
hafi veriö svona upptekió af því þegar þú tókst ákvörðun um að hætta við að giftast Ki- efer Sutherland í júní síðasta sumar? „Sumt fólk lifir mjög tilbreyt- ingarsnauðu lífi. Sumir f lifa reyndar mjög leiðinlegu lífi og þess vegna er eina tilbreyting- in þegar einhver sem það veit hver ér er að gera eitthvað sem hægt er að tala um. Ef- laust hafa margir tekið því illa þegar ég ákvað að giftast ekki Kiefer en ég gerði það sem óg þurfti að gera. Ég get ekki eytt iífi mínu í að þóknast öðru fólki. Þetta er mitt lif og ég fæ að lifa því aðeins einu sinni. Þetta er ákvöröun sem ég tók fyrir sjálfa mig og ég sé ekki eftir henni.“ - Kiefer iét líta út sem þetta hefði alfarið verið þín ákvörð- un. „Ég var nýkomin frá Arizona þegar ég ákvað að segja Kief- er að það væri best fyrir okkur bæði að fresta brúökaupinu. En það var hann sem hringdi í mig og spurði hvar ég hefði verið. Ég spurði hann sömu- hringdi aftur nokkrum klukku- stundum síðar og spurði hvort af giftingunni yrði eða ekki. Ég sagði honum þá frá því sem ég hafði ákveðið." - Það kom því að því að þið höfðuð bæði samband við umboðsmenn ykkar og báðuð um að gefin yrði út yfirlýsing þess efnis að ekkert brúðkaup yrði? „Já, og um leið byrjuðu sög- urnar, ein og ein í einu en smám saman magnaðist þetta og að lokum varð allt brjálað. Fólk elskar hneyksli og gerir allt til aö komast til botns í mál- unum. Persónulega fannst mér Kiefer setja þetta upp eins og hann væri eitthvert fórnar- lamb, að hann heðfi verið skil- inn einn eftir við altarið. í hreinskilni sagt held ég að Kiefer viti að það var okkur báðum til bóta að ekkert varð úr brúökaupinu. Hann þarf ekki að lafa þetta líta út eins og hann sé fórnarlamb í þess- ari stöðu með því að koma þessu yfir á mig. Ég skil bara ekki hvað maðurinn er að hugsa.“ - Hvað um spítaiavistina? Af hverju fórstu á spítaia? „Ég var mjög þreytt. Ég fékk mjög slæman hita, rúmlega 40 stig, og einhver pest fylgdi þessu. Ég var gjörsamlega búin að vera. Fólk hlýtur að geta farið á spitala án þess að allt verði vitlaust." - Áttir þú við eiturlyfja- vandamái að stríða? „Nei, ég hef aldrei átt við eit- urlyfjavandamál að stríða. Þetta er alveg dæmigert, ég þarf að útskýra eitthvað sem hefur aldrei verið vandamál eða partur af mínu lífi. En ég er tilneydd vegna þess að annað hvert blað í landinu hef- ur haldið því fram að ég sé vímuefnaneytandi. Ég hef aldrei notað eiturlyf og það er ekki á stefnuskránni." - Hvað um þær sögusagnir að þú hafir verið rekin við upptökur á kvikmyndinni Hook? „Þetta var eingöngu ódýr blaðamatur og ósannindi. Þetta kom aldrei til tals og þvi var dálítið skrýtið að sjá þetta í blöðunum - sérstaklega þegar ég var að lesa blöðin í vinn- unni. Það eina sem gerðist var að fyrsta daginn minn í hlut- verki Tinkerbell varð ég veik, eins og kom fram, og ég varð að fara á spítala." - Þú hafðir á orði að ef ég hefði talað við þig fyrir sex mánuðum hefði ég verið að tala við allt aðra persónu. „Ég er mun hamingjusamari núna en ég var og reyndar held ég að ég hafi aldrei verið hamingjusamari. Ég hef lært af öllu þessu rugli í sumar og stend uppi þroskaðri og heil- brigðari en nokkru sinni fyrr.“ - Er Jason Patric partur af þessari hamingju? „Já.“ - Hvenær varð hann mikil- vægur I iífi þínu? „Á þessari stundu kýs ég að ræða ekki um Jason, einfald- lega vegna þess að ég met samband okkar meira en það að fólk geti japlað á þessu f matartímunum." - Það er sagt að guðirnir brosi við sumu fólki í einhvern ákveðinn tíma. Árið 1991 hef- ur greinilega verið þitt ár, þú ATIMAMOTUM Á góðri stund með Garry Marshall leikstjóra. leiðis því ég vissi ekkert hvar hann hafði haldið sig. Áður en ég vissi var hann farinn að tala um brúðkaupið og að hann teldi best að við létum það vera að gifta okkur. Hann var hranalegur í símann og var mjög viss í sinni sök.“ - Hvar var hann? „Hann var í Los Angeles en enginn vissi hvar. Hann hafði horfið. Ég var nokkuð hissa á að hann skyldi nefna þetta á undan mér svo ég sagði ekki orð. Því næs skellti hann á og Óvæntur sundsprettur getur kratist skjótra viðbragða og hér hefur Julia brugðið sér í karlmanns nærbuxur. ert orðin stórstjarna. En ef þú værir bara eins og hver önnur leikkona í Hollywood árið 1992, væri það nógu gott fyrir Þig? „Já, en ég lít ekki á mig sem stórstjörnu og hef aldrei sett það sem markmið. Ég verð hér í Hollywood að vinna á þessu ári alveg eins og ég hef verið aö gera undanfarið. Allt sem ég hef verið að gera hefur haft sinn tilgang og ég hef reynt að gera allt eins vel og ég get - með mikilli ástríðu og ákveðni. Kannski er þetta ekki rétta leiðin og ekki sú auðveld- asta. Þetta er samt eina leiðin sem ég kann.“ □ Leikkonan ásamt bróður sinum, Eric Roberts. 15. TBL. 1992 VIKAN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.