Vikan


Vikan - 23.07.1992, Side 28

Vikan - 23.07.1992, Side 28
00 00 J U Vikunni hefur nú borist safn nokkurra sagna Þórðar á Dagverðará, sem er landsmönnum kunnur fyrir ýmsar íþróttir sínar. Fyrir skömmu sýndi hann til dæmis sjónvarpsáhorfendum hversu sprækur hann væri þrátt fyrir að hann væri að verða allra karla elstur. Þórður er fyrir löngu kunnur af frásagnargáfu sinni og skáldskap og kann hann að segja frá betur en flestir. Hann er ágætur hagyrðingur og gjarn- an fylgja því laufléttar vísur sögum hans. Sagt hefur verið um Þórð að ekki sé nú allt satt sem hann segir, en hver og einn verður bara að dæma um það og engum ætti að verða meint af. Nú birtum við fyrsta skammtinn af þessum bráðskemmtilegu frásögnum Dagverðarárbóndans, ýmist af honum sjálfum, fólki á okkar dögum eða fyrr á tímum. Jón B. Guðlaugsson færði sögurnar í letur. HÚN GAT EKKI TAPAÐ! Sumarið 1980 gerðist sá merkisatburður í sögu íslenska lýðveldisins að kona var í tyrsta sinn kjörin forseti þess. Hér átti að sjálfsögðu í hlut frú Vigdís Finnbogadóttir sem síðan hefur setið farsællega á forsetastóli árin mörg við góðan orðstir. Ýmsir urðu til að senda Vigdísi heilla- og ákvæðavísur í kosningabaráttunni og fyllti ég þann flokkinn, auk þess sem ég hvatti ýmsa hagorða menn til að fara að dæmi mínu. Vísan sem ég sendi kven„kandídatinum“ var á þessa leið: Hulinn kraftur hátt ei kallar; hærra en okkar skynsemi, landvættir, þær eru allar efalaust með Vigdísi. Það sér hver maöur að með slíkan kveðskap að baki gat hún ekki tapað! „BESTI KOKKUR Á ÍSLANDI“ Á Búðum á Snæfellsnesi hafa löngum staðið valdír matreiðslumenn yfir pottum. Hefur eng- inn veriö svikinn af eldamennsku þeirra Búða-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.