Vikan


Vikan - 23.07.1992, Page 33

Vikan - 23.07.1992, Page 33
VIKUVIÐTAL VIÐ GUNNAR DAL NOSTRADAMUS NÚTÍMANS? Hraun flæddi yfir hluta Vestmanna- eyjabæjar og virtist ætla að stífla höfnina. Þá hugkvæmdist mönn- um að stöðva hraunstrauminn með vatnsþrýstidælum. Þetta var árið 1973. Hugmyndin vakti heimsathygli og hefur verið notuð víða síðan. í bókinni Orðstír og auður eftir Gunn- ar Dal er þessari sömu aðferð lýst sem sjálfsögðum hlut. Þessi bók kom út árið 1968, rúmum fjórum árum fyrir gosið. En Gunnar hefur aldrei stært sig af upp- finningunni. Árið 1967 talaði hann um „efnisvarpið" og sagði það það væri rökrétt framhald af útvarpi og sjónvarpi. Hann kallaði hugmyndina efnisvarp þar sem uppfinningin hafði ekki litið dags- ins Ijós. Mörgum árum síðar kom al- myndin (hologram) fram á sjónarsviðið. Um þessar mundir er að koma út eitt merkasta heimspekiverk sem nokkurn- tíma hefur verið ritað á íslandi; fimm bækur sem einu nafni nefnast FIMM HEIMSMYNDIR - EINN VERULEIKI. Síð- asta bókin kemur út á þessu ári. í þeim dregur Gunnar fram heimsmynd trúar- innar, heimspekinnar, listarinnar, sagn- fræðinnar og vísindanna. Þótt efni bók- anna sé fjölþætt og yfirgripsmikið eru þær mjög aðgengilegar. Lesandinn hlýt- ur að furða sig á þekkingu höfundarins og opinni hugsun. Aðrir furða sig kannski á að maðurinn er, þrátt fyrir allt, sannkristinn. Það er erfitt að lýsa Gunnari því hann villir svo- lítið á sér heimildir. Þarna er ekki þungbúinn grúskari á ferðinni heldur sællegur maður og glaðlyndur. Það hvarflar eflaust ekki að ókunnug- um að þarna er sá íslenski fræðimaður á ferðinni sem ritað hefur öllum mönnum meira um heim- speki. Og ef einhverjum sýnist hann vera góður með sig er það líka yfirvarp. Þýðing hans á Spá- manninum eftir Kahlil Gibran hefur nú selst I meira en þrjátíu þúsund eintökum sem er heims- met fyrir þýðingu á Ijóðabók. Hann hefur kennt við virtar menntastofnanir víða um lönd og hann hefur vald á hugsanaflutningi ásamt öðrum dul- argáfum. Samt er hann tregur að tala um sjálfan sig. Hann er það hógvær innst inni að þegar talið berst aö honum sjálfum hefur hann alltaf lag á að fara út I aðra sálma. IHann hefur aldrei sóst eftir frægð og honum er lítið um blaðaviðtöl gefið. Ég þykist því hafa dott- ið I lukkupottinn með því að hafa fengið hann til að spjalla við mig fyrir Vikuna - en við höfum I íka þekkst I meira en aldarfjórðung. Ég heimsótti hann og konu hans, Elísabetu Linnet, I sumar- hús hans I Hveragerði um daginn og við fengum okkur kaffi. Fyrst bað ég hann að segja mér frá fyrstu utanlandsferðinni sinni sem hann fór eftir að hafa gefið framhaldsnám á íslandi upp á bátinn. ÞEGAR SÓLIN VAR BLÁ Gunnar: Ég fór veturinn ’49-’50 til Edinborgar. Þegar ég kom þangað gerðist algerlega óskýran- legt fyrirbæri og það gaus upp rifrildi um hvort þetta væri sólin eða tunglið sem við vorum að horfa á og klukkan var tvö eftir hádegi. En sólin var engu lík. Hún var eins og tungl sem veður I skýjum á kirkjuferð um jólin. Þetta er ekki út- skýranlegt með mengun en tuttugu árum seinna eignaðist ég bók sem hét Óskýranteg fyrirbærí. Og viti menn; eitt var þessi dagur I Edinborg þeg- ar sólin var blá. Um þetta leyti var ég uppreisnarmaður gegn hugmyndum um venjulega menntun. Ég áleit að allir sem væru I skóla væru menntunarlausir og eftir því sem menn hefðu meiri réttindi væru þeir verr aö sér. Reynslan hefur nú oft staðfest þaö, bæði í skólum og annars staðar. Svo ég ákvað ungur að skrifa um heimspeki Vesturlanda, Aust- urlanda og nútímaheimspeki, en það er sú speki kölluð sem nær til ársins 1900. Eftir það heitir hún samtímaheimspeki. Ég ætlaði mér aldrei út í samtímaheimspeki vegna þess að mér fannst hún léleg, nánast eyða. Ég viðaði að mér efni í Edinborg, síðan fór ég til Indlands og var tvö ár í Kalkúttaháskóla. Svo var ég tæpan vetur í Aþenu til að vita hvað heimamenn hefðu að segja um gríska heim- speki, svo maður sæi þetta ekki með skoskum augum. Eftir það var ég ár í Bandaríkjunum til að kynna mér nýrri heimspeki. Ég var þá með þann fordóm gagnvart henni að hún hlyti að falla vegna þess að hún var afneitun á öllu sem áður hafði ver- ið kallað heimspeki. Annaðhvort varð að falla. Ég veðjaði á að það gamla myndi frekar standa og ég held að það reynist rétt. Vikan: Er einhver heimspeki í Ameríku? Gunnar: Sjáöu til, Þorsteinn. Ég verð að gefa ís- lendingum svolitla áminningu. Þegar ég fór til Bandaríkjanna var ég eins og allir islendingar, stútfullur af þeim hroka að Bandaríkjamenn gætu ekki hugsað, að það væru bara Evrópumenn sem ættu andans menn og það væri ekkert um- talsvert á milli eyrnanna á Bandaríkjamönnum. Þegar ég kom til Madison í Visconsin varð ég fyrir gífurlegu kúltúrsjokki vegna þess að ég þekkti prófessora viö Edinborgarháskóla, sem var eins konar evrópskur toppur í þessum fræð- um, en þeir bandarísku voru m/'/c/ufærari, lærðari og betri. Það stafaði einfaldlega af því að eftir stríðið eru Bandaríkin rikasta þjóð heimsins og kaupa upp alla þá sem eitthvað blakta frá Evr- ópu. Ég hafði svolitla kennsluskyldu við háskól- ann og var þar af leiðandi með prófessorunum. Þetta voru eiginlega allt Evrópumenn - en topp- ur. Og allar bestu bækur um heimspeki á þessum árum komu út í Ameríku. íslendingar eru dellu- þjóð, stútfullir af fordómum út í allt sem þeir hafa ekki hugmynd um hvernig er. Þeir eru bara á- kveðnir í að þeir viti það. Vikan: Hvaðan kom heirrispekin upphafíega? Gunnar: Hún er alþjóðlegt fyrirbæri og byrjar strax í borgarmenningunni sem er fimm þúsund árum eldri en það sem menn kalla upphaf heim- speki, þaö er aö segja grísk heimspeki. Þetta er hægfara þróun sem gerist um allan heim og á engin landamæri. Homo Sapiens er nú einu sinni Homo Sapiens; vitsmunavera. Eitt af þvi sem gerir islendinga að delluþjóð er að halda að heimspekin geti verið upprunnin í Grikklandi eða á Indlandi. ÚR MUNNI GUÐS OG MJÖÐMUM HANS Vikan: Trúarbrögðin þróuðust á mismunandi hátt eftir því hvar þau voru, jafnvel þótt almættið sé eitt og hið sama. Gunnar: Áttu þá við að Allah sé eini guðinn sem til er? Vikan: Nei, ég á við að mismunandi þjóðir hafa á mismunandi tímum túlkað almættið á mismun- andi hátt. Gunnar: Er það ekki Allah? Er það ekki hinn eini Guð? Er það ekki Jahve? Eða Brahma eða Óðinn? Öll stærstu trúabrögðin segja „Einn Guð“. Hvað meina menn? Er það ekki bara nafn- ið sem er mismunandi? Menn nálgast Guð á ótrúlega svipaðan hátt; með hugleiöslu, tilbeiðslu og svo framvegis. Á Indlandi eru að vísu til þrjár Ég hef hitt Búdda sjálfan — í öllu sínu veldi. Til að byrja með birtist hann mér I draumi og sagði við mig: Ég kem aftur til þín í september. Þetta var einn af þeim draumum sem er verulegri en veruleiki. 15. TBL. 1992 VIKAN 33 TEXTIOG LJÓSM.: PORSTEINN EGGERTSSON

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.