Vikan


Vikan - 23.07.1992, Page 36

Vikan - 23.07.1992, Page 36
un áður en fyrsta loftið varð til. Mikið af því sem ég segi í bókinni um hina vísindalegu heims- mynd byggist á útreikningum þessara þanda- rísku vísindamanna. Vikan: Ég held að þú sért nú stundum svolítið hógvær... Gunnar: Ég er Húnvetningur. Það er eðlilegt að ég sé hógvær. EVRÓPA ÁRIÐ 2063 Vikan: Mig langar að rifja upp að fyrir aldarfjórð- ungi eða svo talaðirðu um ýmsa hluti sem fólk gat ekki verið að spá í. Til dæmis þegar menn voru smeykir um að stríð myndi brjótast út milli araba og (sraelsmanna, þá sagðirðu að það myndi ekki standa nema í hæsta lagi í viku. Það stóð í sex daga. Gunnar: Já, já. Það var bara eðlileg ályktun. Annars get ég fallist á þetta þegar þú segir það núna. Þetta hefur oft gerst. Oft hafa bækur mína verið það erfiðar í útgáfu að þær hafa komið út of seint. Hlutirnir hafa verið að gerast um það bil þegar bækurnar hafa verið að koma út en í raun og veru var ég þá búinn að skrifa þær nokkrum árum áður. Vikan: Það væri gaman að vita hvernig þú sérð heiminn, til dæmis Evrópu, fyrir þér um næstu aldamót. Gunnar: Ja, það er svo stutt til aldamóta að það eiga ekki eftir að gerast nein ósköp. Hins vegar kom út Ijóðabók eftir mig á síðasta ári. Hún heitir Hús Evrópu. Þar svara ég þessari spurningu, að vísu í Ijóði og Ijóð skilur náttúrlega enginn; þar er svarið, ekki bara til aldamóta heldur næstu tvö hundruð árin. En þetta er bara skáldskapur; framtíðarsýn í Ijóði. Þetta er auðveld bók en þó hlýtur hún að vera erfið því ritdómari Morgunblaðsins, sem er með gáfuðustu mönnum, skrifaði um bókina og hélt að ég væri að tala um Evrópu sem var. Þar af leiðandi áleit hann að ég saknaði hinnar gömlu Evrópu. Þá fyrst uppgötvaði ég hvað bókin er gjörsamlega óskiljanleg, vegna þess að fyrsta Ijóðið gerist árið 2000 og það síðasta tveimur öldum síðar. Þetta er ekki bók um Evróþu sem var enda eru sum Ijóðin um óbyggða Evrópu. Þetta er kannski myrk framtíðarsýn en Ijóðin eru ekki endilega í tímaröð heldur til skiptis. Mér fannst það betri póesía. Mér finnst þetta gott en það finnst engum öðrum (hlær). Annaðhvort botnar enginn nokkurn skapaðan hlut í þessu eða þá, sem er nú líklegra, að enginn maður hafi litið á þaö. Vikan: Eru bjartir punktar í þessari framtíðar- sýn? Gunnar: Já, það eru bjartir punktar innan um en það er ekki nema formiddagsverk að eyða hálfu mannkyninu. Nálægt árinu 2063 verður megninu af Evróþu eytt. Það hafa komið margar eyður í veraldarsöguna. Á síðustu ármilljón hefur Sa- hara verið til skiptis fimmtán sinnum eyðimörk og fimmtán sinnum frumskógur. Hugsaðu þér lífver- urnar sem búa þarna meðan svæðið breytist úr frumskógi í eyðimörk. Homo Sapiens Sapiens heldur að hann sé í fullkomnu öryggi af því hann étur fjórar máltíðir á dag. Þegar maöur er aö vara við svona hlutum von- ast maður til að þeir verði aldrei. Sannleikurinn er sá að það er þegar að myndast nýr póll gegn Evr- ópu. Hún er á vissan hátt að sameinast en hún er líka að einangrast. Hún er eins og risi á brauðfót- um, hvorki umtalsvert hernaðar- né menningar- veldi. I framtíðinni verður hún fyrst og fremst matarveldi. Hún þarf ekki lengur á Bandaríkjun- um að halda og er því ein. Miðríkin í Asíu, ar- abaríkin þar sem þúsundir manna hafa fullkomna þekkingu á kjarnavopnum, verða orðin öflug í ar- abaheiminum. Hvað þá? Kómení sagði: „Til- gangur íslömsku byltingarinnar er einn og aðeins einn; að eyða Evrópu." Evrópubúum dettur ekki í hug að hlusta á þetta. Eftirmaður Kómenís í (rak, sem aðalforystumaður arabaheimsins, hugsaði námkvæmlega eins. Um leið og þessir menn hafa vopn til að eyða Evrópu fyrir hádegið ein- hvern morguninn ... gera þeir það eða gera þeir það ekki? Vikan: Þeir hljóta að skaðast á því sjálfir. Gunnar: Já, það er engin spurning. Heldurðu að það myndi stoppa mann eins og Idi Amin? Og heldurðu að svoleiðis menn eigi ekki eftir að koma aftur? Þessum mönnum er kennt að það séu bara tvö öfl í heiminum; Guð og andskotinn, Andskotinn er í Evrópu að þeirra mati. Ég vona að þetta verði aldrei en þetta leggst illa í mig. Það eru bjartir punkt- ar innan um en það er ekki nema formidd- agsverk að eyða hálfu mannkyninu. Nálægt árinu 2063 verður megninu af Evrópu eytt. HEIMSRÍKIÐ Vikan: Hvað gæti komið í veg fyrir þetta? Gunnar: Heimsríki og ekkert annað. Það er í raun og veru miklu auðveldari hlutur heldur en menn halda. Þetta er ekki spurningin um „stóra bróður“. Það þarf aðeins að gefa Sameinuðu þjóðunum vald til aö ráða yfir öllum vígbúnaði. stöðva vopnaframleiðslu og skakka leikinn á rétt- um tímum. Það þarf ekki nema smáskref til að koma þessui í kring. Ég er ekki að tala um stór þjóðabandalög, öll ríki, stór og smá, gætu veriö sjálfstæð. Þau hefðu bara ekki vald til að fram- leiða vopn. Heimsríkið er í raun og veru til í formi Sameinuðu þjóðanna. Þær þurfa bara þetta vald. Vikan: Þá gætu stóru ríkin ekki farið í lögguleik á meðan. Gunnar: Það yrði ekkert ríki það stórt að það gæti farið í allan heiminn eins og þegar Þýska- land taldi sig nógu stórt til að berjast við allan heiminn. Einu sinni börðust meira aö segja (s- lendingar við allan þann heim sem þeir þekktu; kölluðu sig víkinga og komust alla leið í Mikla- garð. Ég hef ekki trú á að sameinuð Evrópa verði nokkurn tíma til nema sem gerviland. Þjóðverjar vilja Stórþýskaland, ítalir vilja nýtt Rómarveldi, Frakkar vilja verða nýtt Napóleonsveldi með franskri tungu og menningu og Bretar vilja ekki hætta að vera Bretar. Sameinuð Evrópa verður því aldrei annað en matarveldi í breiðum skilningi. Það er spurning um verslun og viðskipti en það er svo margt sem týnist þegar bisniss verður allsráðandi. Þegar viðmiðunin er að hafa það gott hverfur trúin, listin, bækurnar og öll innri menning. í stað þess að hluturinn hafi gildi í sjálfu sér kemur það gild- ismat - hvað er hægt að fá fyrir hann? Ef þú skrif- ar Fjallræðuna í dag spyrja menn: Hvað selst hún vel? Ef svarið er fimm hundruð eintök er hún einfaldlega ekki gefin út. Það verður engin Fjall- ræða til í bisnissveröld. Vikan: Hvað verður þá eftir? Gunnar: Sjónvarpið. Og algerlega tómt mannfólk, svona eins og kjúklingar sem þora ekki út úr húsi vegna þess að þeir hafa aldrei þekkt annað en að vera inni í kassa. Auðvitað verða alltaf til einhverjir sem hugsa fyrir hópana því að lokuð heild þrífst aldrei. Það opnast allt út í eitt- hvað annað. Mannfólk er ákaflega næmt fyrir því sem einhver maður hugsar úti í heimi ef hann hugsar bara nógu sterkt og skýrt. Mannfólkið er í eðli sínu mjög samtengt. Allir menn læra og kenna samtímis. Við erum öll hluti af sömu manneskjunni. Að vísu erum við alltaf aö breyt- ast en þær breytingar eru litlar og yfirborðs- kenndar. Menn eru alltaf að segja: Við getum ekki verið sjálfstæð þjóð nema við höfum okkar sérstæðu menningu sem hvergi er til annars staðar. Þetta er enn eitt af því sem gerir Islend- inga að delluþjóð því þetta er ekki hægt. Það er ekki hægt fyrir nokkurt samfélag að vera sérstök þjóð. Við erum öll manneskjur. Allt hitt er tilgerð. Vikan: Þessi gömlu stórveldi, eins og Makedónía sem er bara hérað í Júgóslavíu núna og írak sem áður var Mesópótamía, eru ekkert mjög hátt skrifuö núna. Er hugsanlegt að England og Þýskaland verði einhvern tíma svona útkjálka- ríki? Gunnar: Þarna hittiröu einmitt naglann á höfuð- ið. Þetta er ástæðan fyrir því sem ég var að segja áðan. Settu þig nú í spor manns sem býr í irak, manns sem veit að Evrópa stal frá þeim bænda- menningunni, borgarmenningunni, frumkvæðinu og völdunum. Eru þessir menn ekki nógu lengi búnir að þola auðmýkingu og niðurlægingu? Þeir þekkja sína sögu. Þetta eru engir kjánar. Þetta er alveg sams konar fólk og ég og þú. Og þeir hugsa einmitt sem svo: Er ekki kominn tími til að skipta um sæti? Hvaða fólk vill þola endalausa auðmýkt og niðurlægingu? Af þessu stafa stríð. Ef jafnt er skipt fær skrattinn ekkert en það er ekki skipt jafnt og þess vegna er hlutur skrattans allt of mikill í þessum heimi. HÁMARKSVINNA; TVÆR STUNDIR Vikan: Nú langar mig að fá þig til að tala svolítið um sjálfan þig af því að þú gerir ekki mikið að því. Gunnar: Nú já. Fáðu þér meira kaffi. Vikan: Mér skilst aö heimspeki hafi aldrei hvarfl- að að þér í æsku en svo hafirðu allt í einu orðið fyrir opinberun. Gunnar: Já. Frá náttúrunni í Svarfaðardal. Maö- ur kynnist Gaju ekki í borg. Ég var sendur í sveit í Svarfaðardal þegar ég var á ellefta ári og þá sá ég Gaju, móður jörð, í fyrsta skipti. Upplifði jörð- ina; fyrirbæri eins og læk, foss, gras undir fótum, fjall, gróður - allt hvert öðru meira undur. Það er ómögulegt að kynnast Gaju án þess að verða heimsþekingur, nema maður sé alger fáviti. Vikan: Þú lagðir samt meiri tíma í þetta en aðrir. 36 VIKAN 15. TBL.1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.