Vikan


Vikan - 23.07.1992, Síða 37

Vikan - 23.07.1992, Síða 37
Gunnar: Já, já. Ég fór mikið að hugsa, svona eins og gengur. Eða það sem maður kallar að hugsa (hlær við). Vikan (eftir svolitla þögn): Þú ert mikið gefinn fyrir samræður og hefur mikið setið á kaffistofum borgarinnar. Gunnar: Ég gæti ekki skrifað bækur án þessa mannlega félagsskapar, að hitta þessa hrafna á Laugavegi 11 og síðar á Hressó og Borginni til að ræða hlutina. Oft þegar maður skrifar eitthvað er afskaplega gott að fara með það í einhvern hóp, skella því þar fram og máta það hreinlega, eins og maður mátar föt. Stundum skýrist hugs- unin við það sen stundum fellur hún. Stundum getur hún ekki verið svona en hún gæti hugsan- lega verið öðruvísi. Jafnvel engar undirtektir eru mjög lærdómsríkar. Vikan: Einhvern tíma sagðirðu mér frá því að Forngrikkir hefðu borgað peninga fyrir svar frá einhverjum spekingum á stórtorginu í Aþenu. Gunnar: Ég las einhvern tíma eitthvað eftir mann sem sagði: Það er óskiljanlegt í varnar- ræðu Sókratesar að einhverja speki hafi verið hægt að fá fyrir nokkra aura frá Anaxagórasi. Þetta fannst manninum óskiljanlegt vegna þess að bækur voru rándýrar á þessum tíma. Það sem hann athugar ekki er að móðir allra lista, menningar og listagyðjanna er gyðja minnisins. Forngrikkir litu svo á að það að muna og kunna utan að væri æðst allra lista. Maöur sem kunni Ijóð átti jafnmikið i því og sá sem orti það. Á Ag- órutorgi voru snillingar. Þeir lásu ekki upp úr bók- um heldur kunnu þeir þær utan að. Menn fóru kannski til eins þeirra og sögðu: Komdu með þetta rit hans Anaxagrórasar. Svo létu þeir hann hafa nokkra aura og hann þuldi upp alla bókina. Það var nefnilega siður manna að læra bækur utan að áður en þær urðu almannaeign. Það er því misskilningur að viss menning hafi liðið undir lok við einhvern bókabruna í Alexandr- íu vegna þess að það var fjöldi manna sem kunni allar bækurnar utan að (hlær), frá orði til orðs - og ekkert mál að skrifa þær upp aftur. Það var mikið lagt upp úr því að fara alveg hárrétt með. Bækur urðu ekki almenningseign fyrr en á nftjándu öld. Aður kunnu menn þær og það er miklu meiri menntun að kunna Njálu utan að en hafa einhvern tíma lesið hana. Þess vegna stór- hrakaði menningunni við það að allir lærðu að lesa. Þar sem álitið er að mikil fylgni sé milli greindar og minnis hafa skólarnir gert mjög slæman hlut þegar þeir hættu að láta menn læra utan að. Barn sem lærir til dæmis einræðu Stark- aðar utan að er kannski að hugsa út frá þessu alla ævina og skilja það nýjum skilningi á sex- tugsaldri eða sjötugsaldri. Vikan: Ég verð að fá svar við einni spurningu í viðbót. Þú segist ekki vilja vinna nema tvo klukku- tíma á sólarhring. Gunnar: Hámark. Ég vinn ekki alla daga. Vikan: Samt ertu búinn að koma ýmsu í verk. Þótt þú segist bara vinna tvo tíma hefurðu starfað við ýmislegt. Þú hefur kennt upp í átta tíma á dag á vetrum. Hvaö segirðu við því? Gunnar: Ég get sagt þér að það er ekki meira mál að kenna heimspeki en að mæta í Hressing- arskálaklíkunni og fá sér kaffi. Það kemur hugs- un ekkert við. Það er svo létt að vera kennari með eins léttar greinar og ég hef kennt. En segðu mér nú eitt. Hvað skrifar þú mörg orð á einum klukku- tíma? Vikan: Það er misjafnt en ég hugsa að ég yrði al- sæll ef ég fengi að dunda við svona 250 orð á tímann. Gunnar: Jæja. Nú skulum við reikna dæmið. Ef þú skrifar fimm hundruð orð á dag, hvern dag ársins, ertu orðin alger plága. Það eru 182.500 orð á ári. Stór meðalbók er sextíu þúsund orð. Þú ert kominn með þrjár stórar bækur með þessu tempói eða fimm styttri. Sérðu hvað ég meina? Það er að vísu ekkert mikið að skrifa fimm hundr- uð orð á tveim tímum ef þú hefur eitthvað að segja. Allir sem skrifa vita að það tekur tuttugu og fjóra tíma á sólarhring að vinna að því sem þeir eru með. Maður er meira að segja enn upptekn- ari af því sofandi en vakandi. Ég er yfirleitt búinn að tæma efnið eftir tvo klukkutíma. Ég þarf að hugsa næsta spotta. Þessir höfundar sem segja: Ég ‘er á fætur klukkan sjö, er kominn að skrif- borðinu klukkan átta og vinn til miðnættis ... Þú sérð hvers konar heimsplága slíkir menn myndu vera ef þeir segðu satt (hlær dátt). Þeir yrðu gjörsamlega óþolandi. Góðir rithöfundar eru samkvæmt minni reynslu yfirleitt latir menn. Það er einkenni á lötum mönnum að Ijúga því að þeir séu sívinnandi. Ég er einn af þeim. Maður vill gjarnan láta líta svo út að maður sé eitthvað að gera þótt maður sé að slæpast. Ritstörf eru ekki nein skrifstofuvinna þannig að maður þurfi neinn óskaplegan tíma. Aftur á móti er mikið atriði að vinna stöðugt við þetta. Ef ég skrifa ekkert í viku verð ég helst að byrja upp á nýtt. Við héldum áfram að ræða saman um allt milli himins og jarðar. Ég hefði getað þambað kaffi hjá þeim hjónunum í heila viku og hlustað á hann tala, vitandi aó stöðugt kæmu upp nú umræðu- efni. Við töluðum um eins ólíka hluti og garð- rækt og stjörnuspeki. Við töluðum um Nostra- damus, án þess að ég líki spádómum þeirra Gunnars saman. Hann hefði bara hlegið að því og kallað það fjarstæðu. Þótt bók hans, Hús Evr- ópu, taki við þar sem spádómar Nostradamusar enda hefði hann aðeins kallað spádóma sína framreiknaðar hugmyndir. Ef ykkur dettur í hug að það verði einhvern-tíma skrifuð samtalsbók um Gunnar Dal er það líka misskilningur. Hann tæki það aldrei í mál. SMUR-, BÓN- 0G DEKKJAÞJÓNUSTAN TRYGGVAGÖTU 15 • REYKJAVÍK SI'MI 91-626066 HÖLDUR SF. H JÓLBARÐ A VERKST ÆÐI TRYGGVABRAUT 12 • AKUREYRI SÍMI96-21715 VDO H JÓLBARDA VERKST ÆDI SUÐURLANDSBRAUT 16 • REYKJAVÍK SÍMI 91-679747 15.TBL. 1992 VIKAN 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.