Vikan


Vikan - 23.07.1992, Side 40

Vikan - 23.07.1992, Side 40
Linsur með svonefndum Macro eiginleika eru hentugar til að mynda smáar fyrirmyndir. Þessi mynd var tekin með 200 mm linsu. ins. Þeim mun minna sem Ijós- opið er þeim mun breiðara er það svæði og öfugt. Val á Ijós- opi hefur þar af leiðandi mikil áhrif á áherslur innan mynd- arflatarins. Með stóru Ijósopi er hægt að einangra ákveðinn hluta myndarinnar og gefa honum aukið gildi en Iftið Ijós- op gefur myndinni meiri dýpt. Á sumum myndavélum er hnappur sem sýnir þegar þrýst er á hann hver dýpt myndar- innar verður við notkun á mis- munandi Ijósopum en flestir Ijósmyndarar láta sér nægja að styðjast við þar til gerðan dýptarskala sem er yfirleitt við hlið fjarlægðarskalans ofan á lisnunni. Hér hefur verið stiklað á stóru í sambandi við linsur enda um heila fræðigrein inn- an eðlisfræðinnar að ræða. í næstu Viku skoðum viö hvern- ig lokarinn í myndavélinni og Ijósopið í linsunni virka saman og helstu atriði sem hafa skal í huga til að taka „rétt lýsta" mynd. □ Þessar myndir sýna hvernig sam- bandið á milli fyrirmyndar og bak- grunns breytist með mismunandi brennivídd. 20 mm gleiðhornslinsa ýkir fjarlægðina á milli fólksins og fjölbýlishússins i bakgrunninum. Ljósmyndarinn færði sig aftur á bak og bakgrunnurinn virðist nær parinu með 135 mm aðdráttarlinsu. Áhrifin aukast enn frekar með 600 mm aðdrætti.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.