Vikan


Vikan - 23.07.1992, Blaðsíða 51

Vikan - 23.07.1992, Blaðsíða 51
HVORT ÁSTIN fR KULNUÐ? Endir ástarsambands getur verið sorgleg- ur og dularfullur. Sameiginlegt einkenni sambandsslita er að þau eru svo niður- drepandi. Til að byrja með heldur maður að þetta sé hin eina sanna ást, að sambandið vari að eilífu. Svo reynist ekki vera. Kannski gerist þetta snögglega en þaö er venjulega einn einstakur atburður sem segir manni að ástin sé kulnuð og ekki verði aftur snúið. Lítum á nokkur dæmi: Þú veist að hann elskar þig ekki lengur: ■ Þegar hann heldur áfram að spyrja þig um skilmálana í erfðaskránni þinni. ■ Þegar hann segir að hann sé hræddur um að hann „sé ekki sá rétti fyrir þig“. Hann er í raun og veru að segja að þú sért ekki sú rétta fyrir hann. ■ Þegar hann getur farið í partí án þín eða farið í ferðalag án þess að sakna þín. ■ Þegar hann virðist ánægðari með vinum sinum heldur en með þér. ■ Þegar hann hættir að kalla þig elskulegum nöfnum. ■ Þegar þaö hljómar ósannfærandi þegar hann kallar þig „elskuna sína". ■ Þegar hann hættir að hlusta á þig. ■ Þegar hann breytir um rödd er hann ávarp- ar þig fyrir framan einkaritarann sinn. ■ Þegar vinir hans kalla þig röngu nafni. ■ Þegar hann er ósnortinn af skemmtileg- asta tali þínu. ■ Þegar náinn vinur hans hefur aldrei heyrt þín getið. ■ Þegar þið hættið að vaka fram til þrjú eða fjögur að nóttu, bara til að tala saman. ■ Þegar hann hættir að reyna að líta sem best út fyrir þig. ■ Þegar honum hættir að finnast ópera skemmtileg veistu að hann er hættur að þykj- ast og það merkir að honum er alveg sama. ■ Þegar þú býðst til að færa þig nær honum til að halda nánu sambandi og hann afþakkar kurteislega án þess að gefa skýringu. ■ Þegar hann reynir að bæta upp áhugaleysi með því að kaupa „dót“ handa þér. ■ Ef hann er kvæntur og neitar að skilja við eiginkonuna vegna allra peninganna sem hann mundi missa ef hann kysi þig frekar. ■ Þegar viðhorf vina hans breytist gagnvart þér. ■ Þegar ástarorð hans verða vanabundin. ■ Daginn sem konan hans hringir. ■ Þegar þú hringir í hann og hann talar við þig eins og þú værir „einn af strákunum". ■ Þegar þú segist koma heim klukkan sjö en kemst ekki fyrr en klukkan níu og hann er af- slappaður fyrir framan sjónvarpið. ■ Þegar allt sem þú gerir pirrar hann. ■ Þegar ykkur kemur einfaldlega ekki saman. ■ Þegar síminn hringir ekki. ■ Þegar hann hefur ekki lengur áhyggjur af því hvort þú erf of grönn (eða of feit). ■ Þegar hann hefur ekki lengur áhuga á því að reyna að leysa ágreiningsmál ykkar. ■ Þegar þú uppgötvar að hann vill frekar vera með einhverri annarri. Þú veist að þú elskar hann ekki lengur: ■ Þegar allt sem hann gerir pirrar þig. Allt! Kímnigáfa hans, fólkið sem hann er með, það sem hann gerir og boðin sem hann er boöinn í. ■ Þegar ykkur semur einfaldlega ekki. ■ Þegar neistinn, sem þú fannst einu sinni með honum, kviknar með einhverjum öðrum. ■ Þegar hann særir þig svo oft aö næst þeg- ar eitthvað ferlegt gerist endarðu með því að hlæja af eintómri þreytu - nokkurs konar móðursýkishlátri. Þú veist að þú getur ekki þol- að þetta lengur. Þú hefur ekki krafta til að ráða við munstrið „haltu mér, slepptu mér“. Ákafinn er farinn. Þú hefur ekki krafta til aö halda þessu áfram. ■ Þegar þú gerir þér grein fyrir að þér væri sama þótt þú sæir hann aldrei aftur. ■ Þegar þú hættir að hugsa um hann allan daginn. ■ Þegar þú hættir að lesa um stjörnumerkið HANS ásamt þínu eigin. ■ Þegar síminn hringir ekki og í stað þess að örvænta, verða reið eða láta hugfallast er þér alveg sama. ■ Þegar þið rífist eitt kvöld og þú vilt ekki taka fyrsta skrefið til sátta. ■ Þegar hörð hans særa þig ekki lengur. ■ Þegar þú lítur á hann og tekur eftir því að tennur hans eru skemmdar. ■ Þegar þú hefur ekki lengur áhyggjur af því að hann er horaður, þér finnst það bara „ekki sexí“. ■ Þegar þér er alveg sama hvort ÞETTA bréf komi í póstinum einhvern daginn. ■ Þegar þú hefur ekki orku til að skrifa hon- um á hverjum degi. ■ Þegar þú missir von og þrótt við að reyna að leysa vandamál. ■ Þegar hnyttnu oröin, sem voru einu sinni svo ögrandi, eru ekki lengur örvandi. ■ Þegar minningarnar um alla þá særandi hluti sem hann hefur gert þér koma,aftur og aftur upp í hugann og það verður allta'f erfiðara aö fyrirgefa (og gleyma). ■ Þegar þú hlærð (innra með þér) í hvert sinn sem hann býr til afsökun fyrir að hitta þig ekki. ■ Þegar þú uppgötvar að þú vilt frekar vera með einhverjum öðrum. ■ Þegar þér er alveg sama hvernig hár þitt lítur út í návist hans. ■ Þegar hjartað hættir að taka kipp þegar þú sérð hann. ■ Þegar þú óskar eftir því að hann verði hamingjusamur - með einhverri annarri. ■ Þegar þér er alveg sama þótt þú hafir ekki afmælisgjöf handa honum. ■ Þegar það skiptir þig meira máli að hann sé góður dansari en að vera í fanginu á honum. ■ Þegar hann kemur heim síðdegis á sunn- udegi og þú vildir að hann hefði ekki komið. ■ Þegar það skiptir ekki lengur máli hvort hann er þarna eða ekki. ■ Þegar friður og einvera skiptir þig meira máli en nærvera hans. ■ Þegar þú vilt frekar búa til matinn en aö hlusta á hann. ■ Þegar þú vilt frekar skemmta þér en að vera með honum. ■ Þegar þögnin er ekki lengur þægileg. ■ Þegar símhringingar seint á kvöldin pirra þig i staöinn fyrir að gera þig spennta. ■ Þegar hann talar um vandamál þín við vin sinn og þú getur ekki þolaö slíkt ótrygglyndi. ■ Þegar þú hættir að vilja vera sálfræðingur hans þannig aö áhugamál þín og þarfir verða útundan. ■ Þegar þú ferð út að versla og dettur ekki einu sinni í hug að kaupa eitthvað handa hon- um. ■ Þegar hann er ekki lengur fyrsta hugsun þín þegar þú vaknar. ■ Þegar þetta er allt saman einfaldlega of þreytandi. ■ Þegar fjarvera hans hættir að hafa þau áhrif á þig aö þér finnst allt tómlegt. ■ Þegar þér finnst hann ekki lengur athygl- isverður. ■ Þegar þú hefur ekki lengur áhuga á ÖLLU sem hann segir. ■ Þegar þú hefur ekki lengur áhuga á neinu sem hann segir. 15. TBL.1992 VIKAN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.