Vikan


Vikan - 23.07.1992, Page 52

Vikan - 23.07.1992, Page 52
TEXTI: GUÐNÝ P. MAGNÚSDÓTTIR EIN TEGUND AF FÆLNI Hrefna Guöjónsdóttir og Valgeir Baröason eru ung hjón á Akranesi. Þau hafa lengi átt við flug- hræöslu að stríöa og er nú svo komið aö þau fljúga alls ekki nema það sé bráðnauðsyn- legt. Valgeir hefur „látið sig hafa það“ eins og hann kallar það en eingöngu i þeim tilfell- um þegar um keppnisferðir í fótbolta er að ræða. Fyrir hverja ferð gengur hann í gegnum ótrúlegar hremming- ar, sefur ekki heldur gengur um gólf fullur eirðarleysis og kvíða. Viti hann af keppnisferð með allt að eins til tveggja mánaða fyrirvara er kvíðinn viöloðandi allan tímann og fer versnandi eftir því sem nær dregur ferðadeginum. Honum finnst flugtak skemmtilegt og líka lending en tíminn þar á milli hræðilegur enda fari hann í að telja niður mínúturnar þar til ferðinni Ijúki. Valgeir getur hvorki borðað né drukkið um borð í flugvél. Það furðulega við sögu Valgeirs er að hann hefur flog- ið mikið um ævina, innanlands sem utan, þrátt fyrir flug- hræðsluna. Hann fann ekki fyrir flughræðslu fyrr en fyrir fimm til sex árum og getur með engu móti skilið hvað olli henni. Engar breytingar höfðu átt sér stað á lífi hans og högum, engir atburðir gerst sem gátu orsakað hræðsluna. „Allt í einu, án nokkurs fyrir- vara, varð ég dauðskelkaöur við að fljúga og það hefur síð- ur en svo lagast með árun- um.“ Valgeir er ekki hræðslugjarn í eðli sínu og óttast í raun ekk- ert annað en flug. Hrefna, kona hans, hefur aftur á móti verið flughrædd frá því að hún man eftir sér. Þegar hún fór í keppnisferðir í handbolta gat hún ekki einbeitt sér í leikjum vegna væntanlegrar flugferðar heim að leik loknum. Árið 1981 lét hún sig hafa það að fljúga til Rhodos í sumarleyfi. „Ég var svo ofboðslega hrædd að ég hélt að ég myndi deyja og hef ekki stigið fæti í flugvél síðan. Við Valgeir eigum bæði ættingja og vini búsetta er- lendis og höfum oft talað um að heimsækja þá en það strandar alltaf á mér. Næsta sumar verð ég þrítug og víst væri gaman að halda upp á það með utanlandsferð, en satt að segja þori ég alls ekki svo líklega verður ekkert úr því að við förum.“ Aðspurð kveðst Hrefna ekki vera hræðslugjörn en þjást af innilokunarfælni eftir óhapp í ■ Sumir sem haldnir eru f lug- hræðslu láta sig hafa það að fljúga þegar mikið liggur við. í flughöfn- um má þekkja þetta fólk ur þegar það situr stjarft við barinn, lamað af skelfingu. æsku. Hún er sannfærð um að það sé ástæðan fyrir flug- hræðslunni. Þau hjónin segj- ast vilja allt til vinna til aö losna við flughræðsluna og hafa oft talað um aö sækja flug- hræðslunámskeið Flugleiða. „Það sem hefur komið í veg fyrir að við færum er að nám- skeiöin eru haldin í Reykjavík og ferðakostnaður og vinnu- rask því mikið. En við viljum komast yfir flughræðsluna og erum tilbúin að leggja næstum hvað sem er á okkur til að ná því marki." LAMANDI SKELFING Þeir sem eru flughræddir þekkja vel þá lamandi skelf- ingu sem gagntekur þá við það eitt að ganga um borð í flugvél. í flughöfnum má þekkja þetta fólk úr því það sit- ur stjarft við barinn og reynir að slæva óttann með áfengi. Aðrir gefast upp og hætta að ferðast með flugvélum. Enn aðrir takast á við óttann, sækja námskeið, fara í sálfræðimeð- ferð eða yfirvinna fælnina með því að læra að fljúga. Hverjar skyldu orsakir flug- 52 VIKAN 15.TBL. 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.