Vikan


Vikan - 23.07.1992, Síða 55

Vikan - 23.07.1992, Síða 55
■ Sigga litla er að fara með kvöldbænina sína: „Góði guð, gerðu mig góða. Ekki samt voða, voöa góða. Bara svo góða að ég verði aldrei flengd." ■ Ríkið er eins og smábarn. Það vill eignast allt sem það kemur auga á. ■ Móðir ungu brúðarinnar var dálítið gamaldags í sér og hafði ýmiss konar einkennilega afstöðu til hjónabandsins. Áður en brúð- hjónin fóru í kirkjuna sagði móðir- in við dóttur sína að hún mætti aldrei láta manninn sinn sjá sig nakta. Hún yrði alltaf að vera í einhverju. Nokkrum vikum eftir brúðkaup- ið segir eiginmaðurinn við konu sína: - Er eitthvað að þér eða eru þetta einhverjir einkennilegir siðir í fjölskyldunni. Nú höfum við verið gift í nokkrar vikur og á hverri ein- ustu nóttu hefur þú haft hattinn á höfðinu. ■ Og svona er konan. í bænum Houston í Banda- ríkjunum var strætisvagn að beygja fyrir götuhorn í mikilli umferð þegar ung stúlka ók í veg fyrir hann, að því er virtist án þess að hún tæki eftir strætisvagninum. Vagnstjórinn blístraði hátt og hvellt, og stúlkan stöðvaði bílinn og leit við en strætisvagnstjórinn sætti lagi og smeygði sér framhjá bílnum hennar. Einn farþeganna spurði bíl- stjórann af hverju hann hefði ekki notað flautuna í stað þess að blístra. „Kvenfólk sem ekur bílum,“ sagði hann, „tekur yfir- leitt ekki eftir þó að flautað sé á það. En sá kvenmaður er ekki til í Houston sem ekki nemur staðar ef hún heyrir mann blístra." Houston Post. ■ Úr bréfi: - Ástin mín þú veist að fyrir þig gæti ég vaðið gegnum eld og vatn ... Á morgun kem ég og heimsæki þig, ef ekki rignir. FINNDU 6 VILLUR ©1991 by King Features Syndicate, Inc. y Finniö sex villur eöa fleiri á milli mynda ainu|U)|æ| b(h ejjæq jð Q|)|Bqi9is 'ujnu6u||)|n!s jæu Jð uujduiei ‘isAajq jnjeq uu;sn;>|e>) ‘uu|u>|æ| 9 jbjuba BSBAisoúq ‘Q]a qæq QU8A jnjeq dB>|SB|B[>|g ‘Bjjæjs Jð |U|0iJi>|g STJ'ÖRNUSPÁ HRÚTURINN 21. mars - 19. apríl Ágreiningur við ástvin gæti komið upp I lok júlí og líklega leysist hann ekki fyrr en undir miðjan ágúst. Að öðru leyti dregur úr tilfinningalegri spennu. Mán- aðamótin verða lífleg og athafn- aorka þín er aö komast í rétt horf. Þér finnst þú hafa nægan tíma af- lögu fyrir þína nánustu. NAUTIÐ vj) 20. april - 20. mai w Síðustu dagar júlímánað- ar verða þér fremur þungir en að- stæðurnar gjörbreytast eftir mán- aðamót. Það er samheldni milli þín og ástvinar þíns svo að breyt- ingunum verður vel tekið. Fjár- málin verða þó I brennidepli enda líklegt að spennandi tilboð liggi í loftinu. Hvíldartímar verða af skornum skammti. TVÍBURARNIR 21. maí - 21. júní Nú ferðu loksins að finna fyrir endurnýjuðum lífskrafti sem virkar smitandi á aðra. Þetta eyk- ur þér bjartsýni en þó er ekki runninn upp rétti tíminn til að hrinda nýjum hugmyndum í framkvæmd. Deildu frekar vellíð- an þinni með kunningjum eða ást- vini því að nú er tími til að njóta lífsins. KRABBINN 22. júní - 22. júlí Líklega hefurðu áhyggjur af fjármálum út allan júlímánuð en í ágústbyrjun virðist heppnin vera með þér. Þá geturðu farið að efna skyldur þínar við aðra og efna gömul loforð. Gerðu það þótt það geti tekið sinn toll. Það kemur sér vel síðar. Gefðu þér góðan tíma til útiveru. UÓNIÐ 23. júlí - 23. ágúst Vertu varkár fram að mánaðamótum og reyndu að draga úr öllum vandamálum þínum. Ágústmánuður byrjar hins vegar vel þótt þú verðir enn um sinn að gæta þín á að ofgera þér ekki. Gakktu því hægt um gleð- innar dyr og kvíddu engu vegna þess að dagar ágústmánaðar fara stigbatnandi. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Síðasta vika júlímánaðar verður fremur hversdagsleg þartil tunglið verður nýtt, 29. júlí. Eftir mánaðamótin verða töluverðar breytingar á þessu og þú ert vís til að sýna framfarir í starfi. Taktu litlu vandamálunum með stillingu þótt þau virðist tefja fyrir þér um sinn. VOGIN 24. sept. - 23. okt. Hægfara breytingar liggja loftinu og þú ættir að fara að huga að framtíðinni. Þú átt nokkr- ar ánægjulegar stundir I vændum dagana 30. júlí til 2. ágúst. Næstu þrír dagar verða fremur hvers- dagslegir en ekkert slæmir. Þá færðu líklega þörf fyrir að vera út af fyrir þig. SPORÐDREKINN 24. okt. - 21. nóv. Þú átt í vændum tvær friðsælar vikur. Eftir mánaðamót þarftu ef til vill að sinna einhvers konar viðskiptasamkomulagi og huga að lagalegri stöðu þinni en þar fyrir utan virðist hugur þinn af- slappaður og þú nýtur samræmis daganna. Mannleg samskipti verða afslöppuð og rómantíkin treður þér svo sem ekkert um tær. BOGMAÐURINN 22. nóv. - 21. des. Þú virðist vera næmur fyr- ir illmælgi síðustu daga júlímán- aðar en trúðu ekki öllu sem þú heyrir. Eftir mánaðamót finnst þér fjárhagur þinn ekki eins stöðugur og þú hafðir reiknað með og þú kryfur málin til mergjar. Hvíldar- tíminn er liðinn og þú hefur I nógu að snúast. STEINGEITIN 22. des. -19. janúar Starfsskyldurnar hindra æskileg samskipti þín við kunn- ingja eða ástvin. Þú vilt kannski hafa það öðruvísi en þú kemst ekki hjá þessum skyldum. Það verður lítið um hvíld um og eftir mánaðamót en þú átt góðan sess hugum vina þinna. Gríptu því gott tækifæri til upplyftingar 1. ágúst. VATNSBERINN 20. janúar - 18. febrúar Það virðist vera í þér ein- hver spenna sem þú átt erfitt með að losa þig við. Kannski krefstu of mikils af ástvini þínum eða þlnum nánustu. Stutt ferðalag eftir mán- aöamót gæti gert gæfumuninn ef þú undirbýrð það með jákvæðum huga. Farðu þó að engu óðslega í fjárútlátum. FISKARNIR 19. febrúar - 20. mars Ýmsar blikur eru á lofti varðandi heimilislífið I lok júlí og sambandið við ástvin á við- kvæmu stigi. Þetta breytist ekki fyrr en um eða eftir 4. ágúst. Slak aðu á. Samskipti þín við fólk verða samt með mesta móti um mánaðamótin og þú kemst í sam bönd sem skipta þig miklu máli. 15 TBL 1992 VIKAN 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.