Vikan - 23.07.1992, Síða 62
JÓNA RÚNA Frh. af bls. 59
að ræða ósjálfráð fyrirbæri virðast þau magnast eftir
þvi sem hugsanlegur gerandi er nær þeim. Aftur á
móti getur hreyfing þeirra minnkaö ef viðkomandi er
mjög langt frá þeim.
STERKUM TILFINNINGUM FYLGIR
OFT ÚRRÆÐALEYSI
Eins og hefur komið i Ijós í tengslum við fyrirbæri af
þessum toga og breytir oftast gangi mála að þegar
dregur úr úrræðaleysi ósjálfráðs geranda er eins og
flest breytist. Þegar léttist að mun sú innri sálræna
spenna sem sá á í, sem ómeðvitað verður til aö
skapa skilyrði á vanda sem þessum, þá geta þau
einfaldlega horfið. Það er engu líkara en að þau
hreinlega smátt og smátt hverfi úr umhverfi og að-
stæðum viðkomandi og bara fjari rólega út.
Ekkert skal fullyrt hér um hvað nákvæmlega er í
gangi heima hjá ykkur en vissar lýsingar ykkar
benda til að um sé að ræða firðhræringar eða ærsl-
anda-fyrirbæri sem valda vissulega vandræðum og
kviða þeirra sem þau upplifa og verða fyrir. Ekki er
ósennileg skýring á ástandi þessu einmitt sálará-
stand það hugsanlega sem ein ykkar hefur verið í
undanfarna mánuði og komið á huga hennar miklu
róti. Ástand sem auðveldlega getur hafa haft ein-
hver áhrif á hvað þessi fyrirbæri hafa náð í raun að
verða bæði óþægileg og kröftug. Vinkonan hlýtur
satt best að segja að vera mjög skapmikil í verunni
og með afar sterkar og magnþrungnar tilfinningar.
Þessi skýring er sennilega mjög nærri þeim stað-
reyndum sem þarna eru og hafa verið að gerast öll-
um til ama.
Grunur minn fellur sem sagt á þá ykkar sem trú-
laus er og er að auki í ákveðnu tilfinningalegu upp-
námi og varð auk þessa sú fyrsta ykkar til að upp-
götva eða verða hreinlega fyrir óþægindum af fyrir-
bærunum. Til að ganga úr skugga um að ég sé að
álykta rétt er sniðugt fyrir ykkur stöllur að skrá tíðni
þessara fyrirbæra fram að þessu og athuga jafn-
framt hver ykkar hefur oftast verið nálæg þegar ó-
kyrrðin hefur verið hvað fyrirferðarmest.
GÖMUL DÆMI UM ÁLÍKA
FYRIRBÆRI
Á liðnum öldum víða í heiminum hafa svona fyrir-
bæri bæði verið skráð og skilgreind og fáir sem þau
hafa upplifað velkst í vafa um að þau voru raun-
veruleg. Visindamenn og sérfræðingar einmitt i
ærslanda-fyrirbærum og firðhræringum ýmiss kon-
ar hafa átt mjög erfitt með að efast um sannleiks-
gildi frásagnanna. Jafnvel þó þeim hafi á stundum
ofboðið hvað þau hafa verið sérkennilega mögnuð
og á annan hátt óþægileg fyrir þá sem fyrir hafa
orðið er vart hægt að segja að þau hafi beinlínis
verið hættuleg sem betur fer. Að minnsta kosti hef
ég aldrei heyrt um slíkt. Hvað þá orðið sjálf áhorf-
andi þannig afleiðinga ærslanda-fyrirbæris.
HVAÐ ER TIL RÁÐA?
Eins og ég segi er ekki ósennilegt að það megi rekja
part vandans, sem þið eigið við að striða, til einnar
ykkar sérstaklega, þó ekki verði það fullyrt. Með tilliti
til þess að enginn kannast við að hafa orðið var við
álíka í þessu húsi áður og konan sem leigir ykkur
kannast ekki heldur við að svona ástand hafi ríkt í
húsinu fyrr væri kannski óvitlaust að sú ykkar sem
sá þetta fyrst og líður fremur illa leitaði sér stuðn-
ings sérfræðings vegna þeirra viðkvæmu tilfinninga
sem hún hefur veriö að ganga í gegnum á liðnum
mánuðum og trúlega ekki náð að vinna sig sjálf frá.
Hún ætti að fá ráðgjöf vegna höfnunarinnar sem
hún varð fyrir hjá hlýlegum og skynsömum sálfræð-
ingi eða jafnvel geðlækni. Sennilegt er nefnilega að
hennar viðkværna líðan kunni að hafa á ómeðvitað-
an máta átt þátt í hvernig komið er og þess vegna
mikilvægt að hún leiti sér áðursagðrar hjálpar. Ör-
uggt er að ef þetta er rétt skýring á fyrirbærum þess-
um að þau munu hverfa fyrr en ykkur grunar og þá
náttúrlega í framhaldi að lausnum hennar á sínum
sálræna vanda.
DULRÆN FYRIRBÆRI ÖÐRUVÍSI
Ef um væri að ræða óþægindi sem kynnu að stafa
af til dæmis uppsöfnuðum hugsanagervum ein-
hvers konar myndi það lýsa sér allt öðruvísi. Eins er
að ef jarðbundin, látin, óþroskuð vera væri þarna á
ferðinni myndi örugglega einhver ykkar hafa orðið
fyrir einhverjum öðrum og ögn öðruvísi áhrifum sem
myndu koma fram án þess að þeim fylgdi svona
mikill fyrirgangur. Auðvitað er ég ekki að útiloka
neitt en fátt virðist í fljótu bragði benda til að önnur
skýring sé eðlilegri en sú sem ég hef þegar bent á'
og tengist firðhræringum eða ærslanda-fyrirbærum.
Til fróðleiks fyrir ykkur hafa verið gerðar ýmsar
rannsóknir á fólki sem talið er að hafi átt þátt í að
framkalla fyrirbæri það sem mér hefur orðið tíðrætt
um í svarinu fram að þessu og kannski gaman að
geta þess svona í lokin hvað sumir þessara rann-
sóknaraðila telja sig hafa uppgötvað um eðlisþætti
og persónuleika þeirra sem hafa um tíma orðið fyrir
óþægindum af þessum ástæðum.
Það er nefnilega nokkuð forvitnilegt að pæla í
niðurstöðum þessara visu manna vegna þess að
þær eru furðu margþættar og á vissan hátt líkar
þeim sérstöku tilvikum sem maður sjálfur hefur orðið
áskynja um. Það sem hefur til dæmis komið í Ijós
við rannsóknir, og má vera að mín eigin niðurstaða
liti dáiítið frásögnina, eðlilega, því sjálf sé ég ekki
betur, er að viss sálarlegur vandi sé oftast í gangi
hjá flestum þeim einstaklingum, ungum oftar en
ekki, sem verður ómeðvitað til að skapa skilyrði á
firðhræringum.
HVERS KONAR MANNGERÐ?
Ég hef ekki ástæðu til aö ætla að um tilviljun sé að
ræða fremur en aðrir rannsóknaraðilar. Ég get vel
viðurkennt að ástæður þessara sérstöku fyrirbæra
geta auðveldlega verið eins margar og margbreyti-
legar og mannfólkið sjálft er. Til að byrja með vil ég
þó einungis halda mig við það sem ég hef skilgreint
sjálf og virðist vera i samræmi við þónokkuð margar
niðurstöður þeirra sem hafa haft betri rannsóknar-
skilyrði en ég og trúlega fleiri tilfelli líka til að takast
á við.
Viðkomandi ómeðvitaður gerandi er venjulegast
ágætlega greindur og með gott hjartalag. Frekar
geðríkur og næmur. Tilfinningalíf og bakgrunnur til-
finninga tiltölulega óþroskað en allar tilfinninga-
sveiflur magnaðar þó innilokaðar hafi verið. Geð-
prýði eða stilling heldur takmörkuð, að minnsta kosti
við fremur lítið sálrænt áreiti ber á geðofsa. Óþarf-
lega stutt í hvers kyns ójafnvægi og jafnvel aflöguð
sjálfsímynd. Mikill feluleikur og flótti þegar kemur að
öllu því sem flokka mætti undir eðlileg tilfinningatjá-
skipti.
Eins virðist vera áberandi að óleysta innri spenn-
an virðist oftar en ekki fá líf í pirringi, ýmist tengdum
dauðum hlutum eða bara í ófullkomnu orðaskaki við
þá sem næstir eru viðkomandi. Það virðist líka bóla
á hæfileikaleysi til að greiða úr eða leysa minnstu
mál og oftar en ekki er um algjört sálrænt þrot að
ræða sem vissulega þyrfti að fá sérfræðing í sál-
fræði eða geðlækningum til að finna leiðir meö við-
komandi út úr.
Eins hefur mér fundist þessir einstaklingar þjást
af óöryggi og vanmetakennd og sjálfsástin vera
fremur bágborin. Rétt er að taka það fram að þau til-
vik sem ég persónulega hef orðið vitni að hafa ekki
verið það mörg að ástæða sé fyrir mig að líta á
þessa ófullkomnu úttekt mína á manngerð viðkom-
andi geranda sem eitthvað sem væri óskeikult eða
endanlegt mat mitt.
INNRI BARÁTTA
Kannski má segja að meginorsök vandans sé þrá
eftir ylstraumum hvers konar og persónulegri ná-
lægð við einhvern sem ekki kysi það atferli í sam-
skiptunum að hafna viðkomandi á neinn hátt. Með
þessari upptalningu er ekkert verið að fullyrða að
þessar skýringar séu þær einu réttu þegar svona
nokkuð er í gangi en þær hafa örugglega töluvert til
síns máls.
Best er þvi þegar við verðum fyrlr ærslanda-fyrir-
bærum í kringum okkur að íhuga vel hvað í okkar
eigin sálarlífi kunni mögulega að skapa skilyrði fyrir
slíkt fyrirbæri. Það er ekki víst að það megi flokka
nema brot af vanda þeim sem upp kemur sem teng-
ist einmitt svipuðum hræringum til dulrænna fyrir-
bæra. Fremur að rekja megi ástandi að miklu leyti til
eigin innri baráttu ómeðvitaðs geranda sem er fjötr-
uð og falin svo ótæpilega fyrir bæði sjálfum honum
og öðrum að af geta hlotist leiðindi sem þessi.
Við ykkur, kæru stöllur, vil ég að lokum segja
þetta: „Byrjið á að athuga ykkar eigið sálarástand
og eflið jákvætt hugarþel til alls sem lifir innra með
ykkur. Forðist allan innbyrðis ágreining og látið
bæði reglulegar bænir, bæði fyrir ykkur og öðrum,
fá tíma í daglegu lífi ykkar og jákvæðar hugsanir
ættu að vera aðall ykkar. Umfram allt verið ekki
hræddar við þetta því strangt til tekið er þetta á-
stand sem betur fer einungis óþægilegt, ekki hættu-
legt, að minnsta kosti ekki í ykkartilviki sýnist mér."
Óni AFLEIDDUR
Eins er aö óæskilegir sálrænir kraftar eflast oft við
mikinn innri ótta. Þess vegna er mikilvægt að óttast
ekki, fremur reyna að sýna stillingu og ögn af hug-
rekki. Vonandi getið þið haft eitthvert gagn af þessu
einfalda svari mínu því plássið leyfir ekki ítarlegri
umfjöllun, því miður. Þar sem ykkur er tíðrætt um
hugsanlegan draugagang og mögulegt áreiti látinna
í öllum hamaganginum í kringum ykkur upp á síð-
kastið er kannski að lokum rétt að láta þetta koma
fram.
Sennilegt er að eins og áður sagði að þarna séu
á ferðinni uppmagnaðir innri spennuvaldar sem ein
ykkar á og sem myndar skilyrði til að kraftur sem
þessi nær að magnast og umpólast. Trúlega með
þeim hætti að einhver ósýnileg orka bældra og
óuppgerðra tilfinninga umbreytist með þessum hætti
í mikla og kröftuga andlega orku sem hugsanlegt er,
ef ekkert er að gert, að gæti legið í andrúmslofti
hússins. Þið verðið bara sjálfar að geta ykkur til um
hvað raunverulega er i gangi í kringum ykkur út frá
þessum mögulegu skýringum, ef þið eruð ekki of
stressaðar til þess, sem ég held ekki að þið séuð
þrátt fyrir að þið séuð náttúrlega í augnablikinu
dauðhræddar allar og ég lái ykkur það ekki. Málið er
bara elskurnar að þetta er ástand sem vissulega
með réttu hugarfari og aðgerðum má auðveldlega
uppræta.
Eða eins og pirraða pían sagði eitt sinn af eðli-
lega gefnu tilefni: Elskurnar minar vonandi fær
rúmið mitt að vera kyrrt á gólfinu í nótt og ég að
sofa fyrir dularfullum dynkjum hér og þar í ibúð-
inni. Ef það tekst á loft vona ég að það stoppi
við gluggann svo ég sjái þó að minnsta kosti
sólina þegar ég vakna í rúminu mínu sem hreyf-
ist fram og aftur alla nóttina og stoppar aldrei á
réttum stað að morgni."
Vonandi ríkri á næstunni meiri friður í kringum
ykkur stöllur og Guð gefi að þið náið að uppræta og
vinna úr þessu viðkvæma og óþægilega ástandi
leyndardómsfulls ófriðar heima fyrir.
Með vinsemd, Jóna Rúna.
LAUSN SÍÐUSTU GÁTU
+ + + + + R + + + M + G' E + H +
+ + + + + + T Æ V T F Æ R I D + R A
+ + + + + + AJ T P + 1' ó M + G A T
+ + + + + + o I N n X + 3 L A m K A
+ + + + + + I N A + N 3 m T G i + L
+ + + + + + T + + E G L ú + + p ó +
F A K A N G U R + 3 V E K + S T F <r>
s N A T A N N + Ý 3 A N + B A D A R
+ D U G + Ý G U P + R I S A R + R E
+ 1 Ð E K R U R + D A + 0 tt + t> i G
+ N 1 K F i L + 3 A + 0 T s t E m- i
+ N + V + N A U T N A m + M A G + R
+ + S I N N U L A U S + B i L A R +
+ K K + ó + S L U M A + ó Ð A R A F
+ E 1 N A T T + L A + M N + R + K A
A M P E R + + V I D H A L D + P A K
+ U + F + V e I G U I N E i T A R A
A K T + M E i N A R + G I L i D X R
+ + ó V Æ N T + N + K A Ð L A + + +
ó L M A R + T Y G 1 + R u + + G A T
+ E L R I m + F A N G + R A 1C E L A
+ T A G + t T i N + ú t S£i R A F A L
V 1 T I + T t R + S j A L + U S s A
+ + u N D u 3 i + 5 K A L D T Ð T A Ð
+ A R N 0 R + A L E X T I N A + Ð I
s A M s n R 1 S M A D u R 1 + r ó I R
62 VIKAN 15. TBL.1992