Vikan


Vikan - 23.07.1992, Side 77

Vikan - 23.07.1992, Side 77
Gömul heimilisuppskrift liggur að baki líkjörnum og varðveittist hún sem fjöl- skylduleyndarmál í yfir 300 ár. - Á meðan nýlendustríðið stóð yfir á 17. öld urðu margar fjöl- skyldur að flýja heimili sín. Ung stúlka af bresku bergi brotin varð að skiljast við fjöl- skyldu sína og eini félagi hennar á flóttanum var inn- fædd vinnukona á heimilinu, María. Sú síðarnefnda hafði með sér lítið skríni sem reynd- ist geyma uppskriftina að upp- áhaldsdrykk fjölskyldunnar. Kaffibaunirnar eru vandlega flokkaðar-og aðeins þær bestu notaðar í framleiðsluna. Tia Maria veitir fjölda fólks atvinnu í fátæku landi. Unga konan nefndi drykkinn eftir vinnukonunni sem bjarg- að hafði uppskriftinni frá glötun. Hún arfleiddi síðan dóttur sina að leyndardómin- um og hún síðar sína dóttur og svo koll af kolli. - En dag einn árið 1940 fékk dr. Evans nokkur að dreypa á drykknum sér til svölunar í sumarhitan- um. Honum bragðaðist hann svo vel að hann spurði hvort hann gæti fengið uppskriftina. Þannig byrjaði ævintýrið og framleiðslan hófst. Tia Maria er framleiddur á Jamaica og er aðaluppistaðan sykurreyr og síðan sér eðal- kaffið úr „Blue Mountains"- fjöllunum um að gæða líkjör- inn kaffibragöinu sem á mest- an þátt í vinsældum hans úti um allan heim. Algengast er að Tia Maria sé drukkinn óblandaður á ís að máltið lokinni. Engu aö síð- ur er hann tilvalinn í „langa drykki" og er mjög gjarn- an drukkinn þannig. Hann blandast ágætlega með kóla- drykkjum til dæmis og ávaxta- safa sem bætt er út í eftir smekk - og að sjálfsögðu á is.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.