Vikan


Vikan - 26.11.1992, Blaðsíða 12

Vikan - 26.11.1992, Blaðsíða 12
Elva Ósk í hlutverki Bellu ásamt þeim Gunnari Helgasyni (t.v.) og Ivari Erni Sverris- syni í leikritinu Heima hjá ömmu. SOLLA OG SOFFA Fæðingin var erfið og Bella lét bíða eftir sér, sko Bella eins og hún átti að vera. „Það tók gífurlega langan tíma fyrir mig að vinna hlutverkið og ég hristi það ekki fram úr erminni. Æfingatíminn hefði alls ekki mátt vera styttri og viku fyrir frumsýningu var ég farin að örvænta, Bella ekki komin en síðan small þetta saman,“ segir Elva og fórnar höndum þegar hún er spurð að því hvernig fyrsta útgáfa af Bellu hafi verið. „Hún var bara þroskaheft og það var þessi gullni meðalvegur sem ég þurfti að finna. Hallmar Sig- urðsson leikstýrði og ég átti gott samstarf við hann og Soffíu og dóttur hennar.'Þau hjálpuðu mér mikið. En mun- urinn á Sollu, dóttur Soffíu, og Bellu er helst sá að þetta hef- ur lítið þroskast af Bellu sem það gerir annars yfirleitt í raunveruleikanum. Solla hefur líka fengið viðeigandi uppeldi en Bella ekki.“ Elva segist hafa lesið sér mikið til, meðal annars bókina Sofies egenbok eftir Mörtu Tikkanen en höfundur bókar- innar er einmitt móðir mis- þroska barns. Þar er mis- þroska mjög vel lýst á þann hátt að ungri, misþroska stúlku er fylgt eftir í lífinu. Einnig las hún greinar úr Sál- fræðiritinu og hún segist hafa haft mjög gaman af því að pæla í þessu. Meira að segja var hún einu sinni að spá í að fara í læknisfræðina og hún hefði gert það ef hún hefði ekki komist inn í leiklistarskól- ann. „Ég vann einu sinni á skurðdeild og þar var það kallað að fara inn í stúdíó að fara inn á skurðstofu þannig að þetta er svolítið eins og leikhús, allir í grænum fötum og svona,“ tístir í Elvu og hún skýtur upp herðunum, gerir sig prakkaralega í framan og hlær að þessum hugsunum sínum. HRÆDD VID GYSIÐ Eins og vikið var lauslega að hér að framan þá má ekki mikið út af bera til þess að svo gæti virst að leikkona í svona hlutverki sé farin að virðast gera gys að misþroska og einnig þroskaheftum ein- staklingum. Var Elva aldrei hrædd um að þetta gæti gerst? „Jú, en þá er gott að hafa leikstjórann, hann hjálpar manni. Einlægnin verður líka að vera til staðar og maður verður að geta sett sig í spor manneskjunnar sem maður er að leika. Ég var búin að flækja þetta mikið fyrir mér, fór út um allt og prófaði allt til að finna Bellu. Og ég vissi að ég gat ekki bara verið eins og tólf ára, það var eitthvað meira. Hallmar var líka þolin- móður við mig og leyfði mér að gera þetta eins og ég þurfti,“ segir Elva. Hún þarf að hugsa sig að- eins um áður en hún fer í búninginn hvaða hlutverk hún er að leika, ekki síst vegna þess að síðustu hlutverk hennar hafa gengið út á bein- stífni hefðarfrökena og -frúa. En Bella er hokin og þegar búningurinn og gervið með öllum aukahlutum er komið á sinn stað er Bella mætt. „Ég er mjög ánægð með að fá þetta hlutverk því það er mjög gott. Þó var ég líka hrædd við það upphaflega." Telur Elva að hinn glæsilegi árangur þroskaheftra og fatl- aðra íþróttamanna undanfarið hjálpi áhorfendum að móttaka persónuleika Bellu, að þeir sjái hana í öðru Ijósi nú heldur en þeir hefðu annars gert? „Eflaust. Ég hef reyndar ekki hugsað þetta svona en ég gæti vel trúað þvi, til dæmis vegna þess að hún Sigrún Huld Hrafnsdóttir hefur verið mikið í sviðsljósinu en ég vil taka það skýrt fram að það er stór munur til dæmis á mis- þroska, sein- og vanþroska eða einhverfu." BARNSLEG EINLÆGNI „Þjóðfélagið er að opnast mik- ið í þessum „feimnismálum" og nú er miklu meira talað um þetta,“ segir Elva og þegar það berst í tal að þeir sem ekki séu sérmenntaðir í þroskaþjálfun eða sambæri- legum fögum setji þessi mis- munandi þroskaferli flest undir sama hatt getur hún tekið undir það. „Já, fólk gerir þetta og ég sá Sigrúnu Huld til dæmis í þættinum Fólkið í landinu og ég skal alveg við- urkenna það að auðvitað not- ar maður ýmislegt úr umhverf- inu og ég nota eitthvað frá henni. Ég nota til dæmis líka dálitið af barnslegri einlægni ákveðins fiðluleikara. Ég nota líka taugaveiklaðar handa- hreyfingar frá konu úti í bæ og svona má lengi telja," segir Elva máli sínu til stuðnings en fyrirmynda að persónu í leikriti getur verið að vænta hvar sem er og hjá hverjum sem er. Síðan kemur sá kafli til í leikritinu að persónuleiki og greind Bellu sýna sig ærlega og þetta fannst Elvu mjög erfitt að meðhöndla. „Hún hef- ur fengið svo ranga með- höndlun, enga sérkennslu fengið þannig að persónuleik- inn virðist heimskulegur, en hún er ekki heimsk, alls ekki. En það var erfitt að fram- kvæma þessi kaflaskipti sem verða á Bellu,“ segir Elva. ( daglegu lífi leikkonunnar hefur Bella látið lítið á sér kræla í athöfnum Elvu en hún viður- kennir þó að Bella komi henni stundum til hugar. Og upp úr þessu spjalli um daglega lífið og breytingarnar í hlutverkinu berst Elva sjálf og hagir henn- ar í tal. ÓVINSÆLL SKÓLASTJÓRI „Ég er frá Vestmannaeyjum og þar byrjaði ég í áhugaleik- 12VIKAN 24. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.