Vikan


Vikan - 26.11.1992, Blaðsíða 46

Vikan - 26.11.1992, Blaðsíða 46
EFTIRRÉTTUR Lagterta aö hætti Holiday Inn. FORRÉTTUR RAUÐSPRETTU- OG SKELFISKS- TURNBAUTI Á HUMARSÓSU Bolli eða sambærilegt ílát smurt að innan með smjöri. Rauðsprettuflaki, sem búið er að roð- fletta, er komið fyrir innan í bollanum sem sfð- an er fylltur meö humri, rækjum og hörpuskel (sniglum, laxabitum eða öðrum fisktegundum að vild). Stráð er salti og pipar yfir fiskinn. Bollanum er lokað með álpappír, settur ofan í sjóðheitt vatnsbað og bakaður í ofni við 180-200 gráð- ur í 8-10 mínútur. Ofninn þarf að vera orðinn heitur áður en fiskurinn er settur inn í hann. Gott er aö dreypa svolitlu hvítvíni yfir fiskinn áður en hann er settur í bollann. HUMARSÓSA: 1 ka humar í skel 5 cl ólífuolía 50 a af krvddvendi (lárviðarlauf. steinselia, timian. aulrætur. blaðlaukurl 50 a tómatmauk 5 cl koníak 10 cl hvítvín 70 cl fisksoð feða vatn bætt með fiskkrafti. sem búið er að bvkkia með örlítilli smjör- bollul 50 a smiör Humarskelin er brúnuð í heitri ólífuolíunni. Síðan er kryddvendinum og tómatmaukinu bætt út í. Koníakinu er því næst hellt yfir og flamberað. Hvítvíninu hellt yfir, fisksoðinu bætt út I og sósan látin sjóða í 30-40 mínútur. Sósan er látin sjóða niður um u.þ.b. þriðjung og loks er hún sigtuð og bætt með köldu smjöri ef þurfa þykir. AÐALRÉTTUR VILLIGÆS Á PORTVÍNS- OG BRÓMBERJASÓSU 1 bringa á mann Bringan er brúnuð á pönnu í heitri olíu og salti og pipar stráð yfir. Bakað í ofni við 180 gráður í 8 mfnútur. Áður en bringan er skorin í sneið- ar er gott að leyfa henni að standa á heitum stað í smátíma. SÓSA: 4 charlottulaukar. ffnt skornir f1 1/2 veniu- leaur laukur ef hann er notaðurl 2-3 einiber 2 dl portvín 1 tsk. timian 2 dl villibráðarsoð 200 a brómber Laukurinn er léttbrúnaður í olíu. Einiberjum og portvíni bætt í og soöið. Þegar búið er að sjóða portvínsblönduna niður til helminga er timian bætt út í ásamt villibráðarsoðinu og brómberjum og soðið enn niður til helminga. Þetta er því næst gert að mauki með „töfra- sprota“ eða blandara. Ef þurfa þykir má þykkja aðeins með smjörbollu. Sósan er fínt sigtuð og bætt með smjöri og portvíni eftir smekk. LAGTERTA AÐ HÆTTI HOLIDAY INN SVAMPBOTN: 125 a svkur 125 a hveiti 4 eaa Sykurinn og eggin stífþeytt. Síðan er hveitinu blandað varlega saman við. Ofnskúffa fóðruð meö smurðum smjörpappír, deiginu jafnað í þunnt lag í henni og bakað við 180 gráða hita. Að bakstri loknum er botninum hvolft á annan smjörpappír og hinn dreginn af. Þessi botn nægir til að búa til fremur litla tertu en baka þarf meira eigi tertan að verða mjög stór. SÚKKULAÐIMÚS: 250 a suðusúkkulaði 30 a smiör 1 egg 2 1/2 dl rjómi Súkkulaðiö er brætt í vatnsbaði ásamt smjör- inu. Þegar þetta hefur blandast vel saman er egginu bætt út i og blandað saman við með sleif eða sleikju. Þegar blandan er orðin nægi- lega köld er stífþeyttum rjómanum loks bland- að saman við á sama hátt. Þá er komið að því að búa tertuna til. Gott er að setja plastfilmu í formið til að auðveld- ara sé að ná tertunni upp úr því. Hluti af svampbotninum er notaður til að fóðra innan formið sem tertan er búin til í. Þunnt lag af hindberjasultu er sett á þann hluta, búin til fjögur lög með sultu á milli og sulta efst. Auð- veldara er að eiga við að fóðra formið ef lögin eru færri en fjögur en jafnframt er það sein- legra. Lagkakan með sultunni er skorin eftir endilöngu í þunnar sneiðar og þær lagðar hver af annarri í botninn og upp með hliðun- um á aflöngu formi. Endarnir á forminu eru látnir eiga sig. Ofan í formið er því næst sett lag af súkkulaðimús. Þá kemur hvítur botn sem sniöinn hefur verið úr svampbotninum. Hann er bleyttur með Grand Marnier líkjör. Síðan kemur aftur lag af súkkulaðimús. Þar ofan á kemur aftur líkjörsbættur hvítur botn og loks lag af súkkulaðimús. Látið stífna og skorið í þunnar sneiðar. Með því að skáskera tertuna nást sneiðar eins og myndin sýnir. SÓSA: 60-70 g af berjum á mann sítrónusafi flórsvkur Nota má rifsber, fersk hindber eða jarðarber. Einnig má blanda þessum berjum saman. Sítrónusafa og flórsykri er bætt saman við eft- ir smekk og allt síðan sett í blandara. Fara verður varlega með sítrónusafann ef rifsber eru notuð þar sem þau eru gjarnan nokkuð súr. Má sigta. 46 VIKAN 24.TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.