Vikan - 26.11.1992, Blaðsíða 11
Ert þú Bella?! Svona grönn
og smágerð. Bella er
stórgerð, með þykkar
augnabrúnir og hún er líka
mun gildari um miðjuna. Svo
er hún miklu stærri en þú!
Elva Ósk Ólafsdóttir heyrir
ekki þessar sgurningar sem
vakna í kolli blaðamanns þeg-
ar hann sér hana vegna þess
að hann er bara að hugsa
þær. Enda svo sem ekki gott
að kynna sig með því að leita
að breiðum barmi og þrýstn-
um mjöðmum á viðmælanda
sínum svona til að þyrja með,
að minnsta kosti ekki svo mik-
ið beri á.
Elva Ósk leikur Bellu í leik-
ritinu Heima hjá ömmu sem
sýnt er í Borgarleikhúsinu.
Bella þessi er misþroska sem
kallað er en þeim sem ekki
hafa mikið vit á þroskafræð-
um þykir hún einhvern veginn
þroskaheft. En allt þetta
þroskatal er hjóm eitt hjá túlk-
un Elvu á hlutverkinu því hún
þarf þarna að þræða refilstig-
una milli þess að vantúlka og
að fara yfir strikið, að gera
grín. Henni tekst það frábær-
lega í leikritinu og það vekur
uþþ ýmsar sþurningar. Til
dæmis hvernig hún undirbjó
sig, til dæmis hvaða fyrir-
myndir hún hafði og til dæmis
hvort hún finni fyrir opnari á-
horfendum í kjölfar stórra
sigra þroskaheftra á íþrótta-
völlum og þá sér í lagi sund-
laugum. Og síðan náttúrlega
hver hún er, hún Elva Ósk.
Hún situr með kaffibollann
eins og límdan við hendurnar
á sér, haustið búið að kæla
þær niður fyrir þægileikamörk-
in og er svo gerólík því sem
hægt var að hugsa sér. Það
er undarlegt hvernig leikarar
eru stundum, líkt og útvarps-
menn, einhverjar persónur
sem maður gerir sér í hugar-
lund hvernig eru i raun og
veru, líta út og láta. Nema
hvað maður sér leikarana á
sviðinu. Siðan þegar maður
hittir þá eru þeir allt öðruvísi.
Þannig er Elva. Hún horfir fast
á blaðamanninn án þess að
segja orð og gefur þar með til
kynna að áhrifin af kaffinu séu
eins og vænst var, hún er til-
búin.
GERVIBRJÓST
OG PÚDAR
Hvað var það fyrsta sem
henni kom í hug þegar henni
var boðið þetta hlutverk og
hún gerði sér grein fyrir því?
„Það var alltaf talað um að
stúlkan, sem ég ætti að leika,
væri svolítið á eftir og ég tók
það þannig að hún væri eitt-
hvað þroskaheft. Síðan kom á
daginn að það er alls ekki
þannig. Hún er misþroska en
uþþhaflega gerði ég engan
greinarmun á því hvað er að
vera misþroska eða þroska-
heftur. Þannig að ég fór að
kafa ofan í það og lesa mér til
um þetta, las meðal annars
bók og greinar um misþroska.
Og ég hugsaði að nú gæti ég
gert eins og hollívúddstjörn-
urnar, að fara út á meðal mis-
þroska fólks og kynna mér
hvernig það er. Svo vildi
þannig til að aðstoðarleikstjór-
inn okkar, Soffía Jakobsdóttir,
á misþroska dóttur, Sollu,
mjög fallega og greinda stúlku
sem sagði mér það til dæmis
að misþroska börn geta illa
hoþþað, gripið bolta og svo
framvegis. Misþroski sést hins
vegar ekki endilega á fólki og
ég var búin að tala við Sollu
áður en ég frétti að hún væri
misþroska. Þá gerði ég mér
enga grein fyrir því,“ segir
Elva og bætir síðan við að
stúlkan geri sér góða grein
fyrir annmörkum sfnum sem
lýsa sér meðal annars þannig
að hún rugli orðum. Hún biðji
aðra um að draga frá glugga
þegar hún ætli að biðja þess
að dregið verði fyrir.
„Maður þarf að pæla í svo
mörgu, finna hreyfingar og ég
geri Bellu svolítið hokna, próf-
aði að setja púða utan á mig
til að sýnast dálítið klunnaleg
og fékk gervisílikonbrjóst, al-
veg risastór sem toga axlirnar
niður,“ segir Elva og þar fær
blaðamaður kærkomið tæki-
færi til útrásar fyrir fyrstu hug-
renningar sínar þegar Elva
kom til fundarins. „Já, það er
svo gaman að geta gert þetta.
Enda kom helmingurinn af
þersónunni þegar ég fékk
gervið. Og Bella vill líta vel út,
hún málar sig og lifir svolítið í
stjörnuveröldinni.11
■ „Ég nota til dæmis dálítið af barnslegri einlægni
ákveðins fiðluleikara. Ég nota líka taugaveiklaðar
handahreyfingar frá konu úti í bæ og svona má lengi
telja."
■ „Þegar hún var vakin upp út af eldgosinu þá sneri
hún sér yfir á hina hliðina og umlaði að skólastjórinn
myndi aldrei sleppa prófinu þó það yrði eldgos."
■ Þetta kom að vonum mjög illa við marga sem áttu
mikið undir (dví að þessi mynd yrði gerð, þetta var
stórt verkefni og það er undarleg lykt af málinu.
24. TBL. 1992 VIKAN 1 1
TEXTI: JÓHANN GUÐNIREYNISSON/ UÓSM.: BRAGIÞ. JÓSEFSSON