Vikan


Vikan - 26.11.1992, Side 79

Vikan - 26.11.1992, Side 79
Þaö er eitthvað viS það aö vera allt í einu í stuttri heimsókn í henni Reykjavík, akandi um ó skrölt- andi lóns-Lödu. Þótt springi ó leióinni kemur þessi farkostur mér ó ófangastað meö glans, inn í Nökkvavog þar sem útvarpsmaSurinn með stóra nafniÖ býr. ◄ „Kerfiö virkar þannig aó sá sem lærir á þaö og vinnur meó því getur látiö þaö vinna fyrir sig.“ UPPELDI Á VÍÐ OG DREIF Hann talar með norðlenskum hreim, fullorðinslega og yfir- vegað, flýtir sér ekki um of en veit hvað hann syngur. Hann hefur búið víða á stuttri ævi og tekið þátt í gleði og sorg- um foreldra sinna, sem að hans dómi voru fórnarlömb kerfisins. Hann man eftir fjöl- miðlafárinu í kringum föður sinn og segir erfiðast að hafa horft upp á fólkið, sem kenndi honum mun á réttu og röngu, standa frammi fyrir dómi órétt- lætisins. Hann heitir Snorri Sturluson. „Ég átti upphaflega að heita Þórður af því að Þórður Sturluson var hetja. Loks varð þó ofan á að skíra mig eftir afa mínum heitnum, Snorra Arngrfmssyni, en ekki fyrr en eftir mikla yfirlegu. Þeim þótti nafnið fullstórt fyrir litla peðið sem átti að skíra. Fyrst man ég eftir mér fimm ára en þá fluttumst við til Dan- merkur. Það var nú ævintýri. Ég lærði bara dönskuna einn, tveir og þrír og átti aldrei í erf- iðleikum með tungumálið utan einu sinni. Það gerðist á barnaheimili og gerði mig ofsareiðan. Krakkarnir höfðu átt í einhverjum erfiðleikum með að skilja mig og það fór svona fyrir brjóstið á mér að ég kastaði í þau dóti og lang- aði aftur heim á Dalvík. Ég var þó þarna í þrjú ár í barnaskóla. Lærði að lesa upp úr Andrésblöðunum því ég vildi vera orðinn læs þegar ég byrjaði í skóla. Mér gekk vel að lesa og skrifa dönsku en sama varð ekki sagt um ís- lenskuna. Enda þótt við töluð- um íslensku heima lærði ég ekki að skrifa hana né lesa fyrr en eitthvað seinna. Ég var eins og Laxness, áttaði mig ekki á æ og ö og skrifaði löngu með a og u. Ég man hvað mér fannst ég utanveltu að geta ekki lesið fyrir bekk- inn á íslensku. En sjálfstraust- ið kom hægt og rólega. Á sumrin kom ég alltaf heim og var þá á Dalvík. Mér fannst gott að breyta til en það hlýtur að hafa gert mig að dálitlum Dana að búa í fimm ár af mót- unaraldrinum erlendis. Ég finn fyrir því núna að það er margt sem ég ber saman við Dan- mörk eins og ég þekkti hana. Eftir heimkomuna bjó ég á nokkrum stöðum vegna vinnu föður míns og sótti því marga skóla. Mér fannst þetta spennandi og ég kynntist mik- ið af fólki. Átján ára gamall fór ég svo til Bandaríkjanna sem skiptinemi og bjó þar í bæ sem heitir Angelica í New York-fylki. Þetta var pínubær með þúsund íbúa, ekki svo ólíkur Dalvík og við vorum búin und- ir ferðina fyrirfram svo við yrð- um ekki fyrir „kúltúrsjokki". Þetta var vissulega ólíkt því sem ég átti að venjast en samt fannst mér þetta strax frá byrjun ótrúlega svipað enda þótt íbúar Dalvíkur hugsi um fisk en íbúar Angelica um landbúnað og iðnað." FJÖLMIDLAFÁR Foreldrar Snorra heita Ingigerð- ur Snorradóttir og Sturla Krist- jánsson, fyrrverandi fræðslu- stjóri, sem lenti í frægri rimmu við fyrrverandi menntamálaráð- herra eins og kunnugt er. „Ég var fimmtán ára þegar ballið byrjaði. Faðir minn var skólastjóri á Þelamörk. Þar varð til eitthvað sem, ef ég man rétt, var kallað „aga- vandamál". Þessi deila var komin út í algjört rugl, var ó- málefnaleg og snerist um allt annað en hún átti að gera í upphafi. Þegar allt var svo komið í óefni tók þáverandi menntamálaráðherra til þess ráðs að víkja föður mínum úr starfi og kennaranum sem var þá í fararbroddi. Faðir minn tók aftur við sínu gamla starfi sem fræðslustjóri á Akureyri. Þetta segir svo sem meira en mörg orð um deiluna í hnotskurn og vitleysuna í þessu öllu saman. Hvernig stóð á því að manninum var ekki treyst tii þess að stjórna einum skóla í umdæminu en treyst til að hafa yfirumsjón með þeim öllum? En það er með þetta eins og annað á þessu blessaða skeri, allt snýst um pólitík. Svo kom þessi fræðslu- stjóradeila sem hófst með því að þáverandi menntamálaráð- herra, Sverrir Hermannsson, taldi karl föður minn erfiðan í samstarfi. Það var fyrst og fremst sprottið af því að hann lagði mikla áherslu á sér- kennslu og að einstaklingar fengju þá þjónustu sem þeir þurftu. Honum er gefið að sök að fara verulega fram úr fjár- lögum. Þegar málið er kannað ofan í kjölinn kemur þó í Ijós að hann fór minna fram úr fjárlögum en ráðuneytið sjálft í Reykjavík á sama tíma. En þetta vatt upp á sig eins og fyrra málið, varð deila um allt og ekkert og fjölmiðlaveisla í þokkabót. Fjölmiðlarnir fjöliuðu mjög sérkennilega um málið. Ég veit ekki hvort það var einhver sérstök „gúrkutíð“ hjá frétta- mönnum á þessum tíma en ó- neitanlega var furðulegt að verða vitni að því hvernig fjöl- miðlarnir lögðu föður minn í einelti á sama tíma og á fjöldafundum á Akureyri og víðar stóðu skólastjórar, skólanefndarmenn og aðrir upp og lýstu yfir fullum stuðn- ingi við hann og skildu ekki hvað var á seyði. Þar kom aft- ur og aftur fram að yrði þetta fordæmi að hefð og menn dæmdir fyrir að vinna starf sitt af viti væri öll stéttin í hættu." - Hvaða áhrif hafði allt þetta umtal á þig? „Það er einkennilegt að upp- lifa það að sá sem leggur manni lífsreglurnar og sýnir með góðu fordæmi að svona gangi hlutirnir fyrir sig standi að lokum uppi sem fórnarlamb, fullkomlega berskjaldaður. Lærdómurinn, sem ég dró af þessu, var einfaldlega: Kerfið gengur ekki upp. í stað þess að verðlauna þá sem standa sig velur það blóra- böggla. Það bjargaði mér að eiga góða að. Ég var mikið hjá Sverri Páli Erlendssyni menntaskólakennara. Heima var að vfsu allt með kyrrum kjörum á yfirborðinu en þess á milli voru blaðamenn stöðugt að hringja og spyrjast fyrir. Þetta var mjög þrúgandi og enn í dag vekur þessi lífs- reynsla upp ótal spurningar.“ LÍF Í FJÖLMIÐLUM - Hvernig sérð þú framtíð þína fyrir þér? Treystirðu þér út í þessa baráttu við kerfið sem felldi föður inn? „Kerfið virkar þannig að sá sem lærir á það og vinnur með því getur látið það vinna fyrir sig. Eg er ekkert smeykur við kerfið fyrir mína hönd. Mál föður míns fór fyrir dóm og honum var dæmdur fullur sig- ur. Hann var hreinsaður af öll- um sakargiftum, brottvikningin dæmd ógild og hann fékk ein- hverjar bætur fyrir launamissi. Það fyndna var að þegar hann áfrýjaði til Hæstaréttar spurði fólk hann hvort hann ætlaði að fá meiri peninga! Málið snerist auðvitað ekki um krónur heldur málefnin sem voru í húfi og fulla upp- reisn æru. Honum var svo boðið starf á vegum mennta- málaráðuneytisins, þar á meðal styrkur til framhalds- náms, sem í raun og veru þýddi að hann var keyptur til útlanda til að verða ekki til frekari vandræða. Foreldrar mínir dvelja því í Vancouver í Kanada þar sem hann er að Ijúka doktorsnámi í kennslu- fræðum. Ég veit ekki hvort þau koma aftur. Sjálfsagt hugsa þau sig vel um ef hon- um býðst gott starf ytra - en ísland togar, það veit ég. Þeg- ar þau fóru út ákvað ég að reyna að standa á eigin fót- um. Ég fór því í Háskólann og entist í fjóra daga!“ VIÐTAL VIÐ SNORRA STURLUSON TEXTI: MARGRÉT HRAFNSDÓTTIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.