Vikan - 26.11.1992, Blaðsíða 68
TEXTIOG MYNDIR: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR OG FLEIRI
FJOLBREYTILEG
STARFSREYNSLA
NAUDSYNLEG GpÐUM
HOTELSTJORA
- SEGIR HANS VON ROTZ, SKÓLASTJÓRI í SVISSNESKA HÓTELSKÓLANUM LES ROCHES
Hans von Rotz skólastjóri bendir okkur á aó
ísland sé komið inn á kort skólans. Þaö
iiggja þræöir frá 63 þjóðlöndum til Les
Roches.
Iþorpinu Bluche í 1287 metra hæð yfir
sjávarmáli í kantónunni Valais austur af
Genfarvatninu í Sviss er hótelskólinn Les
Roches. Svissneskur auðkýfingur, Marcel Cli-
vaz, á skólann en svissnesku hótelsamtökin,
Sviss Hotel Association, reka hann. Á hverri
önn stunda um fimm hundruð nemendur frá
sextíu og þremur þjóðlöndum bóklegt nám við
skólann en jafnstór hópur er á sama tíma í
verklegu námi vítt og breitt um Sviss.
Tveir íslendingar hafa verið í Les Roches.
Annar lauk námi í vor en hinn lýkur námi að
ári. Samkvæmt gögnum Lánasjóðs íslenskra
námsmanna voru þrjátíu og átta námsmenn
við nám í hótelstjórnun síðasta vetur og hafði
fækkað um fjóra miðað við árið á undan.
Við brugðum okkur til Sviss og ræddum við
Hans von Rotz, skólastjóra Les Roches, og
síðan fengum við að heyra hvernig Sigrúnu
Ósk Þorgeirsdóttur frá Rifi á Snæfellsnesi hef-
ur líkað námið í skólanum. Hún er á öðru ári
og er um þessar mundir í starfsþjálfun í eld-
húsinu á Hótel Sögu.
KENNT Á ENSKU
Von Rotz skólastjóri sagði að skólinn yrði
fimmtíu ára á næsta ári. - Fyrst var þetta al-
þjóðlegur menntaskóli. Margir nemendanna
voru frá Miðausturlöndum, sérstaklega íran.
Þeim fækkaði árið 1978-79 þegar Komeini
náði völdum svo Clivaz ákvað að breyta skól-
anum í hótel- og ferðamálaskóla. Kennt var á
ensku Og var þetta fyrsti hótelskólinn í Sviss
þar sem það var gert. Kennslan hófst 1979 en
skólinn brann um páskana 1985. Að endur-
byggingu lokinni var tekin upp samvinna við
Sviss Hotel Association sem hefur rekið skól-
ann frá því hann var vígður 1. janúar 1987.
SHA er samband yfir 2700 hótela í Sviss og
voru samtökin stofnuð árið 1882.
Hversu margir hótelskólar eru í Svlss?
- SHA á tvo skóla auk Les Roches. Elstur
er skólinn í Lausanne. Þar er kennt á frönsku
en þýskumælandi skóli er í Thun, skammt frá
Bern. Samtök svissneskra veitingahúsa eiga
tvo skóla, í Zurich og Genf, og stéttarfélag
matreiðslumeistara á skóla í Luzern. Auk
þess eru nokkrir einkaskólar svo alls eru skól-
arnir milli tíu og tuttugu talsins. Hér eru engir
ríkisreknir hótelskólar. Það stafar meðal ann-
68 VIKAN 24.TBL. 1992