Vikan


Vikan - 26.11.1992, Side 77

Vikan - 26.11.1992, Side 77
inum og hann flytur beint inn til konunnar sem er ekki í sambúö. Oft endist slíkt sam- band í tiltölulega skamman tíma, einkum ef þau takast ekki á viö sjálf sig. Samband- iö er um of byggt á draumór- um og hversdagslífið gerir þaö óspennandi og ófullnægj- andi. Ef ekki kemur til skilnaöar en framhjáhaldssamband myndast viöhelst ákveöin spenna í sambandinu en smám saman veröur þaö einnig þrúgandi fyrir báöa að- ila. Oft vilja þá báöir aðilar innst inni slíta því en hafa gert sig háöa þessu sambandi sem aðeins byggist á ást og umhyggju sem veitt er og þegin í eins konar ábyrgöar- lausu tómarúmi, án allra kvaöa og átaka hversdagslífs- ins. Auk þess eiga þau sam- eiginlegt leyndarmál, sem sameinar þau og þau geta ekki rætt viö neinn annan, þegar sektarkenndin og van- líðanin yfir sambandinu mynd- ar þörf fyrir aö tala viö ein- hvern um það. Oft er þá svo komið, eins og þú lýsir, að konan hefur tapað vinum, lífs- munstriö snýst í kringum þessa leynifundi og óttinn viö einmanaleikann og tómleik- ann í kjölfar sambandsslita viðheldur sambandinu. Sam- bandiö er þá orðið eins konar haltu mér, slepptu mér sam- band. Undir slíkum kringumstæö- um myndast jafnvel ómeövit- uö ósk um aö upp um allt komist, svo ytri kringumstæð- ur eöa aðrir einstaklingar neyöi þetta leynipar til aö takast á viö sambandið og gera það á einhvern hátt upp, annaöhvort aö halda eða sleppa. STAÐA KONUNNAR I SLÍKU SAMBANDI Staöa konunnar í framhjá- haldssambandi er vitanlega í flestum tilvikum undirgefin staöa. Hún getur tæplega gert nokkrar kröfur en er upp á tíma og möguleika mannsins komin meö aö hitta hann. Hún verður aö vera til taks þegar hann hefur möguleika á aö hitta hana. Hún er auk þess ein þegar hún þarf mest á sambandi aö halda, eins og á tyllidögum, um jól, páska, á af- mælisdögum, í ferðalögum og viö aðrar aðstæöur sem telja verður fjölskylduaðstæður eöa fjölskylduatburöi. Hún „situr ( festum" á meöan maðurinn lif- ir því lífi sem hann kýs að lifa. Hann á sitt fjölskyldulíf og hann þarf ekki aö bíða. Hann er gerandi ( málinu. Ef hann ákveður að fara í ferðalag með fjölskyldu sinni fer hann í sitt ferðalag og „því miður get- um viö ekki hist næstu vikurn- ar". Ef hana langar í ferðalag athugar hún fyrst hvernig stendur á hjá manninum og ef einhver möguleiki er á því aö þau geti átt stundir saman á sama tíma eru allar líkur á aö hún sleppi feröalaginu. Hún þarf aö laga sig að þörfum og möguleikum mannsins. HVAÐ ÞÚ GETUR GERT í MÁUNU Það er svo sem auðvelt fyrir mig aö ráðleggja þér eitthvaö en alltaf endar þaö samt á því að þaö er þitt aö gera hlutina. Ég hef hér að framan dregiö upp mynd af því sem reynsla mín segir mér aö geti verið aö gerast hjá þér en jafnframt mynd sem ég ímynda mér að þú hafir ef til vill ekki alveg verið tilbúin aö horfast í augu viö. Þú þarft aö gera upp viö þig hvers konar lífi þú vilt lifa og fara aö stefna aö því. Þú þarft aö finna út hvaö á aö koma í staðinn fyrir þetta samband. Þú þarft að gera upp viö þig hvers konar mann þú vilt eiga og hvort þetta er maðurinn eða ekki. Ef þú vilt eiga þenn- an mann verður þú að gera kröfu um aö hann gangi frá sínum málum án allrar undan- látssemi og þaö strax. Ef þú vilt ekki eiga þennan mann átt þú aö slíta sambandinu og fara aö lifa þínu lífi en þaö mun kosta átök þar sem þú veröur aö finna út hvers konar lífi þú vilt lifa. Þú verður því að gera þig reiðubúna í þau átök. Þú verður jafnframt aö gefa sjálfri þér kost á aö kynnast þeim manni sem þú vilt eiga. Þaö gerir þú ekki á meöan þú ert í þessu sambandi. Þú verður aö endurnýja samband þitt við vinina þína gömlu og ekki kinoka þér viö aö leita til þeirra þó þér finnist það erfitt eöa uppáþrengjandi. Þeir voru vinir þínir og sakna þín aö öllum líkindum á sama hátt og þú saknar þeirra. Horfstu í augu viö sjálfa þig og hættu að flýja átökin sem það kostar aö lifa lífinu. Helltu þér út í aö vera til fyrir sjálfa þig og geföu þér tækifæri til aö láta þína eigin löngun stjórna ferðinni. Haföu það sem best í bar- áttunni og vertu góö viö sjálfa Þ'g- Sigtryggur. JÓLASMJÖR í JÓLAUMBÚÐUM A JÓLAVERÐI í JÓLAKÖKURNAR, JÓLAMATINN OG 24. TBL. 1992 VIKAN 77 AUK / SÍA k9d22-690-2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.