Vikan - 26.11.1992, Blaðsíða 94
JÓNA RÚNA KVARAN SVARAR BRÉFIFRÁ LESANDA
BOÐLAR HEIMILINNA
MÓÐIR MÍN
MISNOttl MK
KTNRKISttOt
SVAR TIL BEGGA SEXTÁN ÁRA
Kæra Jóna Rúna!
Þaö er mjög erfitt aö byrja þetta bréf til þín
enda liggur mér viö aö hætta við þaö strax.
Samt ætla ég að reyna að stynja þessu upp,
þó mér liöi ömurlega áður en ég byrja aö
skrifa nokkuö. Ef ég væri ekki aö niðurlotum
kominn andlega myndi ég sennilega gera allt
annað en þetta. Eg hef sem betur fer fylgst
lengi meö bréfunum þínum og smátt og smátt
hefur mér fundist að þér gæti ég treyst. Ég
veit að þaö sem ég vil ræöa viö þig er ótrúlegt
en þaö er því miöur satt.
Ég er bara sextán ára og frekar feiminn og
óöruggur. Ég bý meö móöur minni sem er viö
þaö að eyöileggja líf mitt, held ég. Ég á ekki
systkini eöa er í neinu sérstöku sambandi viö
ættingja fjölskyldunnar. Það sem mig langar
Vinsamlegast hand-skri-
fiö bréf til Jónu Rúnu og
látið fylgja fullt nafn og
kennitölu, ásamt dul-
nefni. Svörin byggjast á
innsæi Jónu Rúnu og
rithandarlestri og því
miöur er alls ekki hægt
að fá þau i einkabréfi.
Utanáskrift er:
Jóna Rúna Kvaran,
Kambsvegi 25,
104 Reykjavík
aö tala um viö þig er mamma mín og vanda-
mál sem tengist samskiptum okkar. Ég vil
biöja þig fyrirgefningar fyrirfram á hvaö þetta
er ógeöslegt sem ég ætla aö segja þér - en
ég bara verö.
Viö mamma höfum búiö saman ein síöan
pabbi minn yfirgaf okkur vegna annarrar konu
fyrir um þaö bil fimm árum. Síöan hann fór
hefur allt breyst hjá okkur og eiginlega er svo
komiö aö ég held aö ég sé aö geðbilast eða
þaðan af verra. Eftir að pabbi fór af heimilinu
fór fljótlega allt aö breytast. Mamma hefur
alltaf veriö erfiö í skapi en mjög góö viö mig
nema þegar hún missir stjórn á skapi sínu og
þaö gerist nokkuö oft. Hún er áfengissjúkling-
ur og fer á þaö sem ég held að séu kallaðir
túrar. Þá veröur hún allt önnur og ógeðslegri
persóna og það er einmitt þaö sem ég ætla
aö segja þér frá af því að ég afber hvort sem
er ekki lengur aö lifa einn meö þessa skömm
innra meö mér.
Ég hef síöan ég var um fermingu sofiö í
sama rúmi og hún. Þetta byrjaöi mjög fljótlega
eftir aö viö fórum aö sofa saman í rúminu
hennar. Eina nóttina, eftir að hún hafði veriö
drukkin í tvo daga, finn ég þar sem ég er viö
hlið hennar aö hún er aö káfa á kynfærunum
á mér. Ég varð algjörlega máttlaus og þaö
sem geröist á eftir er einmitt það sem mér
finnst svo ógeöslegt. Hún lét mig hafa samfar-
ir viö sig og gerir enn. í þrjú ár hefur hún oft
og iöulega notaö mig og þaö byrjar alltaf eins.
L.
Hún fer á fyllirí og ég sofna og vakna upp viö
þaö aö hún er að káfa á mér og síöan skipar
hún mér að vera með sér.
Ég er svo miöur mín að skrifa þér þetta að
ég verð hvaö eftir annaö aö hætta og jafna
mig. Ég hef engum sagt þetta fyrr og ætla
engum aö segja þetta því ég skammast mín
svo. Mér finnst ég ógeöslegur og hata sjálfan
mig svo mikiö aö mig langar helst til aö drepa
mig. Þegar hún er ódrukkin hef ég ekki kjark
til aö segja henni aö ég vilji þetta ekki því ég
er hræddur um aö hún brjálist og segi mig
Ijúga þessu til aö hefna mín á henni. Hún hef-
ur ekki í mörg ár sagt mér neitt um tilfinningar
sínar til mín og hún myndi aldrei láta sér detta
í hug aö misnota mig svona ódrukkin. Aö
minnsta kosti hefur hún ekki gert það enn. Við
tölum aldrei um þetta eftir á. Þaö er engu lík-
ara en hún breytist viö drykkjuna í ömurlega
manneskju sem nýtur þess aö svala fýsnum
sínum og þaö meö syni sínum.
Þetta er aö mínu mati ógeöslegt og ég þoli
ekki aö þaö skuli gerast. Hún kúgar mig til
þessara hluta og ég viröist vera svo mikil rola
eöa kannski er ég svona ömurlega hræddur
viö hana aö ég bara er eins og tuskudúkka í
höndunum á henni. Þegar ég er í skólanum
finnst mér eins og allir viti þetta og að þetta
hljóti að sjást utan á mér. Ég hata sjálfan mig
og er viss um aö ég ætti aö fremja sjálfsmorö,
þó ekki væri nema til aö losna viö þessa
skömm og komast í burí frá mömmu.
94 VIKAN 24.TBL. 1992