Vikan - 26.11.1992, Blaðsíða 30
TEXTI: SIGRÚN SIGURÐARDÓHIR/UÓSM.: PÁLLÁSGEIR O.FL.
ÞAÐ ER AIIÐVELT AD KYNNAST
HOLLENDINGUM
▼ Er þetta
ekki dæmi-
gert fyrir
Holland?
Þær stöllur
Stefanía og
Juliana,
skiptinemi
frá Brasilíu,
í blóma lífs-
ins bók-
staflega
talaó.
Aári hverju fara tugir ís-
lendinga sem skipti-
nemar til ókunnugra
og framandi landa. Flestir
velta þessum möguleika lengi
fyrir sér áður en þeir taka á-
kvörðun og sú ákvörðun er
stundum rétt og stundum
ekki. Að fara sem skiptinemi á
ekki við alla en víst hafa allir
gott af ársdvöl í ókunnugu
landi. Því sem næst allir
skiptinemar koma hæstá-
nægðir heim eftir dvölina er-
lendis og þykja gallar eins og
það að vera ári á eftir í skóla
smámunir miðað við það sem
hver og einn öðlast við að
standa á eigin fótum í ókunn-
ugu landi í eitt ár.
Stefanía Guðmundsdóttir
fór ásamt tveimur öðrum ís-
lenskum stelpum með skipti-
nemasamtökunum ASSE til
Hollands haustið 1990. Hún
hafði velt því lengi fyrir sér
hvort það væri þess virði að
fórna einu ári í Verkmennta-
skólanum á Akureyri og halda
á vit ævintýranna. Reyndar
var hún orðin of sein að
sækja um en var svo heppin
að það losnaði pláss til Hol-
lands á síðustu stundu. Hún
dreif sig því út og segist aldrei
hafa séð eftir því.
„Ég hafði verið eitt ár í Verk-
menntaskólanum áður en ég
fór út. Það ár bjó ég ein á Ak-
ureyri og þroskaðist mjög mik-
ið á því. Ég held að það sé
ekki rétt hjá krökkum sem fara
beint út eftir tíunda bekk. Þau
eru hreinlega ekki tilbúin til
þess. Á þessum aldri munar
heilmikið um hvert ár.
Besta vinkona mín fór sem
skiptinemi til Kanada á sama
tíma. Við erum því báðar ári á
eftir í skóla og það hjálpar
mikið að standa ekki ein í því.
Það væri auðvitað skemmti-
legra að útskrifast næsta vor
með jafnöldrum sínum en það
þýðir ekkert að hugsa þannig.“
Þetta ár fóru tólf skiptinem-
ar víðs vegar úr heiminum til
Hollands á vegum ASSE.
Fyrstu vikunni eyddu þau
saman í nokkurs konar „sum-
arbúðum" þar sem þeim voru
kennd undirstöðuatriðin í hol-
lensku. Þau kynntust öll vel á
þessari viku, en er það rétt að
skiptinemar hafi alltaf nóg að
tala um og enginn eigi á
hættu að verða útundan?
„Já, við urðum öll strax
mjög góðir vinir. Við höfðum
svo margt að tala um og átt-
um svo margt sameiginlegt,
vorum öll að upplifa nokkurn
veginn það sama. Tilgangur-
inn með þessum „sumarbúð-
um“ var líka aðallega sá að
við kynntumst. Tungumála-
kennslan var meira til mála-
mynda enda lærir enginn hol-
lensku á einni viku. Eg kunni
ekki orð í hollensku þegar ég
fór út en núna tala ég hana á-
gætlega. Fjölskyldan, sem ég
var hjá, var mjög hjálpleg við
að kenna mér málið og eins
lærði ég mikið á því að sitja í
tímum í skólanum. Ég skildi
auðvitað ekki neitt sem fram
fór í tímunum til að byrja með
en eftir nokkra mánuði gat ég
haldið fyrirlestra á reiprenn-
andi hollensku. Sögutímarnir
voru skemmtilegastir því allan