Vikan


Vikan - 26.11.1992, Side 96

Vikan - 26.11.1992, Side 96
JÓNA RÚNA KVARAN komiö þessum hryllingi af stað, þó þú sért á ófyrirleitinn máta neyddur til að taka þátt í honum. Hafðu því engar áhyggjur af mér þó ég hafi lesið það sem þú skrifaðir mér nokkrum sinnum. Ég veit aö þú ert ekki eini strákur landsins í einmitt þessum vanda og er þess vegna viss um að þaö er heppilegt aö við skoðum að- stæður þínar ef það mætti verða til að auð- velda þér eitthvað, ásamt þeim öðrum strák- um sem eru í nákvæmlega sömu þrenging- um. Ég nota áfram innsæi mitt, hyggjuvit og reynsluþekkingu til leiðsagnarinnar og mögu- legra ábendinga. Mitt hlutverk er ekki að leysa neitt, fremur koma með hugmyndir og veita handleiðslu sem gæti hugsanlega orðið vísir að því að hefðbundnar og bókfærðar leiðir vektu áhuga þinn. í þínu máli veröa nefnilega hefðbundnar aðferðir sérfræðing- anna að koma þér til hjálpar ef þú átt að ná aö upþræta vanda þinn. STÍGAMÓT MIKILVÆG MIÐSTÖÐ FÓRNARLAMBA SIFJASPELLA Ég hef áður fjallað um sifjaspell og þá vegna þess sem er gagnstætt því sem er að gerast í þínu tilviki. Þar var það faðir sem misnotaði, aö mig minnir, öll börnin sín, alla vega stúlk- una sem skrifaði mér. Við eigum sem betur fer í samfélaginu í dag kröftug samtök sem berjast gegn kynferöislegri misnotkun af hvaða tagi sem er og heita þau samtök „Stígamót“. Vissulega hefur flest umfjöllun um afbrot af þessu tagi snúist meira eða minna um misnotkun á stúlkum eða konum en mun minna um misnotkun á drengjum eöa körlum. Vitanlega verð ég að viðurkenna að til mín hafa borist þónokkur bréf álík þínu og það skelfir mann alltaf meir og meir að annar eins óþrifnaður, andlegur sem likamlegur, skuli viðgangast í samfélagi sem á að teljast sið- fágað eins og okkar ágæta þjóðfélag á að telj- ast. Svona er nú málum samt komið allt of víða. Til að byrja með og áöur en ég legg út af bréfi þínu vil ég skora á þig að snúa þér um- svifalaust til þessara samtaka og síminn hjá þeim er 62 68 68. Þessi þrautaganga þín virö- ist mér þess eðlis að full ástæða sé fyrir þig til að fá hjálp þeirra sem til álíka vanda þekkja til þess bara hreinlega aö þú missir ekki móöinn endanlega eins og þú ert orðinn niöurlægður og brotinn af þessari hrottalegu meðferö mömmu þinnar á þér varnarlausum. HÖLDUM VÖRÐ UM MANNRÉTTINDI BARNA Eins veistu að þar þarft þú ekki að óttast neitt sem heitir aö þér verði hafnað eöa vísað frá mögulegri hjálp, þó svo að þú sért kannski einn af fáum af karlkyninu sem hafa, sem bet- ur fer, vit á að hrópa á hjálp, meðal annars með því að skrifa mér núna. Eins vil ég jafn- framt skora á alla foreldra, sem hafa minnsta grun um að börnin þeirra hafi verið misnotuð, að hafa strax samband við starfsfólk Stíga- móta. Það má líka benda öðrum sem hafa grun um aö álíka viöurstyggð sé í gangi ein- hvers staðar á að koma skilaboðum til réttra aðila svo sem þessara samtaka eða hrein- lega geta þessa gruns við lögregluyfirvöld. Við verðum að halda vörð um mannréttindi lít- ilmagnans í þessu samfélagi hvað sem raular eða tautar. Það er því miður sennilegt, þó ekki sé það sannanlegt, að aðeins toppur ís- jakans í þessum skelfilegu málum sé kominn upp á yfirborðið. BURT MEÐ HEIMILISBÖÐLANA Það er jafnframt skylda okkar allra að halda vörð um mannréttindi barna þessa lands með þeim hætti - ef við höfum einhverja vitneskju um að verið sé að brjóta á þeim kynferðislega heima eða heiman - að koma upp um slíkt at- hæfi þeirra afbrotamanna eða kvenna sem leyfa sér að beita sér fyrir þannig valdníöslu á saklausum börnum. Öll umfjöllun, sem hefur í för með sér möguleika á að gera gerendur þessara sjúku athafna óörugga með sig, er af hinu góða. Það er full ástæða til að gera „heimilisböðlum" þessa lands ókleift aö beita áhrifum sínum sem eru í formi svika við börn þeirra. í stað þess að vernda börnin sín svíkja þeir þau og eyðileggja lífsmöguleika Joeirra. Þess vegna segi ég og meina það: „í burtu með heimilisböðlana." Þeir ástunda ófyrirgef- anleg grimmdarverk á lítilmagnanum. Á meðan þessir kynferðislegu harðstjórar vaða áfram í skjóli leyndar og ótta fórnar- lamba sinna við refsingar frá þeirra hendi segi þeir frá brotinu er hætt við að endalaust bæt- ist við börn í hóp fórnarlambanna sem ekki geta varið sjálf sig fyrir ofbeldi sem þessu. Það tjón sem fórnarlömbin verða fyrir er gjör- samlega óbætanlegt eftir því sem komið hefur í Ijós. Kannski er það ekkert skrýtið þar sem ofbeldisverkin eru oftar en ekki í formi sifja- spella sem þeirra nánustu eiga allan þátt í að gera möguleg. Þetta er nokkuð sem er með algjörum ólíkindum og á allan hátt ófyrirgefan- legt, auk þess að vera afar grimmdarlegt. UPPELDI OG SIÐFERÐI í foreldrahúsum skyldi maður ætla að börn og unglingar ættu að fá að vera í friði fyrir ofbeldi því sem sifjaspell eru. Það er alveg ótrúlega aflagað siðferðislega að misnota barnið sitt með þessum hrottalega hætti, fyrir utan hvað það er gróft og óbætanlegt trúnaðarbrot gagn- vart barninu sínu. Hvort um er að ræða hreina geðvillu eða fullkomna siðblindu hjá gerand- anum, í þessu tilviki mömmu þinni, verða sér- fræðingar í geölæknisfræðum að meta en ekki ég. Alla vega er þarna á ferðinni gróft og ómannúðlegt brot á mannréttindum þínum, á- samt fullkomnum trúnaðarbresti milli þin og hennar. Þegar um sifjaspell er að ræða er trúlega ekki um kynferðislega þörf að ræða heldur kannski og ekki síst ófyrirleitna valdafíkn þess sem nýtur þess að beygja þann sem er sýni- lega „minni máttar11 undir sinn vilja með þessu sjúka og ósæmilega atferli. Æska barna okkar á ekki að liggja í ógn þeirri sem svona athæfi fylgir. Það ætti að vera sjálfsagður og óum- beðinn réttur hvers barns að fá að njóta sín í uppvextinum á friðsaman og tryggan máta. Fólk sem vogar sér að fótumtroða eðlilegt tilfinningasamband milli fullorðinna og barna meö þessu fráleita athæfi ætti alls ekki að eiga neitt færi á að hafa nokkurt barn í sinni umsjón. Börnum á ekki að stafa hætta af for- eldrum sínum, hvorki heima eöa heiman, þó staðreyndin sé því miður oft óneitanlega allt önnur eins og í þínu tilviki. BRENNIVÍNSDRYKKJA OG BRJÁLSEMI Þú talar um að hún framkvæmi þessar viöur- styggilegu athafnir einungis undir áhrifum á- fengis og þar með ertu jafnvel að telja sjálfum þér trú um að henni sé bara ekki sjálfrátt eða aö hún viti ekki hvað hún er að gera þér. Sann- leikurinn er auðvitað sá, þó sárt sé að sættast á hann, að hún veit hvað hún er að gera því ef hún gerir sér grein fyrir því undir áhrifum áfeng- is að hún er kynvera þá veit hún jafnframt hvernig þeim hvötum sem því fylgja er fullnægt. Hún veit jafnframt að það ert þú sem hún neyðir til að taka þátt í að svala fýsnum henn- ar og sjúkum tilhneigingum. Það er ekki hægt aö fría hana ábyrgð á gjörðum sínum vegna þess að hún er drukkin. Þá værum við að rétt- læta hegðun hennar einungis vegna þess að hún með drykkjunni veikir eitt augnablik vilja sinn og dómgreind. Vissulega er erfitt að horfast í augu við þá staðreynd - eins og þú verður að gera - að í móður þinni býr í augnablikinu versti óvinur þinn. í stað þess að vernda þig og upþörva brýtur hún þig niður og svíkur þig ómannúðlega með því að gera til þín kynferðislegar kröfur sem eru með öllu ó- réttmætar og óréttlætanlegar. SIFJASPELL ERU HELVÍTI FÓRNARLAMBSINS Það sem er kannski hroðalegast í þessu átak- anlega mynstri sifjaspellanna er aö börn, sem þannig útreið fá hjá foreldrum sinum, eiga sér, held ég, varla undankomu auðið nema með hjálp þeirra sem standa utan við vand- ann. Þess vegna verður fórnarlambið sjálft oftast aö leita sér hjálpar þar sem hægt er og vinna með stuðningi sérfróðra á vandanum, á einhvern takmarkaðan hátt þó. Vegna þess að þú spyrð hvort geti verið eðlilegt að hún gerir þér þetta þá segi ég: Nei, þetta er af- brigðileg hegðun sem er með öllu óskiljanleg þeim sem standa utan við þannig valdníðslu og atferli það sem þessi sérstaka tegund of- beldis fellur óneitanlega undir. Engin mann- eskja sem elskar barnið sitt býður því upp á það helvíti sem sifjaspell alltaf eru fyrir þann sem fyrir þeim verður. AFBRIGÐILEGUR EÐA HOMMI Vegna ótta þíns við það hvort þú verður af- brigðilegur vegna þess að mamma þín hefur beitt þig kynferðislegu ofbeldi er eðlilegt að Frh. á bls. 98 LAUSN SÍÐUSTU GÁTU Lausn á síðustu krossgátu 4- 4- 4- + + + + H + 3 T + E + K + + s + + + + + + H £ R N A + F Æ R + R E + + + + + + A L E I Ð I S + ö H ö F + + + + + + F U L L I R + S K A L I + + + + + + U + L L + + K A N N A R + + + + + + R E I D D I U T A N + + S K R A F A + I N + E L N A + + F A + L Æ Ð A N + S N A K I N N + V I N + ó T A L D A A + M U N A + S I N N + S A N D A R + E I R + + S E N N A + E S + A G A N N + + E F L I N G + + T T + F I R A + S U L L I N U A S + T + S E F + F R U M L E G + F L A E I K N Y T j A R + F A S I + R K + Æ Ð L i K + A R + F A S T + V I N D + + I Ð I N N + F A N T + R A Ð + A + E F A R + F j ö R G ö M U L + N N + R + + + H L A S S I Ð + M E G A S + + V I N N U S T A Ð U R + G i S L S L E N + 0 G T D + + G + H U S L A + E I + S T Æ R A + H U M A R + A G s 1 G G A A + A G N I R + N + V + + s K R A M B I + + E N + A S T A T T + N A R T I + L U F S U R + A K R A F I R N + T I L L I T + A, Ð S T 0 Ð S L á T U R A F U R D I rI + S A S A 96 VIKAN 24.TBL. 1992
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.