Vikan - 26.11.1992, Side 32
Þetta áriö fóru tólf skiptinemar víós vegar aó úr heiminum til Hollands á
vegum ASSE. Fyrstu vikunni eyddu þau saman og varó vel til vina. Þegar
fram lióu stundir bættust Hollendingar í vinahóp Stefaníu og hún kynntist
fjölmörgum, aðallega í gegnum íþróttaiókun.
HAFNARSTRÆTI 15
REYKJAVÍK ■ SÍMI 13340
veturinn var einn strákurinn úr
bekknum látinn sitja við hlið-
ina á mér og túlka. Þetta var
frábær strákur og ég hlakkaði
alltaf til að fara í sögu.
Ég tók aðeins tvö próf yfir
veturinn og gekk ágætlega.
Skólinn var þó frekar strang-
ur. Það var skylda að mæta í
alla tíma og refsað fyrir að
mæta of seint. Ef einhver
veiktist þurfti að koma með
þréf í skólann frá foreldrum
upp á að viðkomandi væri að
segja satt. Það er því engin
furða að hollenskir krakkar
séu mjög háðir foreldrum sín-
um langt fram eftir aldri.“
- Hvernig var að búa hjá
fjölskyldu sem þú þekktir ekk-
ert og hafði kannski aðrar
heimilisvenjur en þær sem þú
áttir að venjast?
„Það gekk í rauninni alveg
ótrúlega vel fyrir mig að að-
lagast fjölskyldunni sem ég
bjó hjá. Ég viðurkenni þó að
það var örlítið vandræðalegt
til að byrja með en það lagað-
Eitt'sinn hjólaSi ég aftan ó bíl
ajveg eins og asni. Bílstjótinn brjólaÖist
óg ég þóttist efcfert skilja þó aö f raun
r . skildi ég hvérteinasta oró. .
Þetta var (dqS allra neyóarlegasta
^m.kom fyrlr jnig enda hjófór maóur ekki
aftan ó bíla, það ér fórónlegt.
ist mjög fljótt. Ég bjó hjá frá-
skilinni konu með tvö börn,
ellefu og fjórtán ára, í 150.000
manna borg sem heitir Til-
burg. Hollendingar eru mjög
mikið fjölskyldufólk og sjald-
gæft að hjón skilji. í ofanálag
var konan að læra pípulagnir
sem er ekki algengt kven-
mannsstarf, allra síst í Hol-
landi. Fjölskyldan tók mér vel
og ég mátti gera allt sem mig
langaði og var innan eðlilegra
marka. Að vísu þurfti ég alltaf
að vera komin heim klukkan
eitt á næturnar. Foreldrar
leyfa krökkunum sínum al-
mennt ekki að vera að flækj-
ast úti langt fram á nótt og þar
af leiðandi eru aldurstakmörk
á skemmtistaði óþörf.
Hollenskir krakkar drekka
ekki mikið áfengi en eiturlyf
flæða þess í stað um allt. Það
er mjög algengt að sjá krakka
reykja maríjúana og þau gera
það yfirleitt í stað þess að
drekka.
Það er mjög nauðsynlegt
að skiptinemar aðlagist auð-
veldlega fjölskyldunni sem
þeir búa hjá og þeim venjum
sem ríkja á heimilinu. Mjög
margir skiptinemar þurfa að
skipta um fjölskyldu og er það
oft vegna þess að þeir ætlast
til að fjölskyldan aðlagist þeim
en þeir ekki henni.“
- Héldu skiptinemarnir mik-
ið saman eða eignaðist þú
líka marga hollenska vini?
„Við skiptinemarnir urðum
öll góðir vinir og í skólanum
mínum voru fimm aðrir
skiptinemar. Ég eignaðist
samt líka góða hollenska vini.
Hollendingar eru opnir og það
er auðvelt að kynnast þeim.
Ég kynntist mörgum krökkum
í gegnum íþróttir en ég æfði
þæði frjálsar íþróttir og blak á
meðan ég var í Hollandi.
Frjálsíþróttaþjálfarinn minn
neitaði að tala við mig ensku
þannig að ég bætti hollensk-
una mína heilmikið með þess-
ari íþróttaiðkun. Annars var
oft freistandi að tala ensku,
sérstaklega ef mig iangaði að
segja frá mörgu.
Það var ekkert félagslíf í
skólanum sem ég var í þannig
að ekki kynntist ég krökkum í
gegnum það. Við fórum þó í
nokkur skólaferðalög sem
voru mjög skemmtileg. Það
voru aðallega menningarferðir
til annarra borga til að skoða
listasöfn og þess háttar. Einn
daginn fórum við til Parísar og
það var alveg frábær upplifun
að koma þangað.
Ég ferðaðist heilmikið um
Holland enda er landið mjög
lítið og auðvelt að komast milli
staða. Fjölskyldan, sem ég
bjó hjá, átti ekki bíl og það er
alls ekki óalgengt meðal Hol-
lendinga. Þess vegna fór ég
því sem næst allra minna
ferða á hjóli. Eitt sinn hjólaði
ég aftan á bíl alveg eins og
asni. Bílstjórinn brjálaðist og
ég þóttist ekkert skilja þó að í
raun skildi ég hvert einasta
orð. Þetta var það allra neyð-
arlegasta sem kom fyrir mig
enda hjólar maður ekki aftan
á bíla, það er fáránlegt."
- Komu aldrei stundir þegar
þig langaði til að segja skilið
við þetta allt og fara heim til
íslands?
„Ég man ekki eftir einum
einasta degi þar sem ég sat
og lét mér leiðast og var með
heimþrá. Ég vissi að ég færi
ekkert heim og því var til-
gangslaust að velta sér upp
úr því f stað þess að gera gott
úr hlutunum og skemmta sér.
Það er svo yndislegt að vera í
Hollandi. Ég gæti vel hugsað
mér að fara þangað aftur þeg-
ar ég hef lokið stúdentsprófi
og fá mér vinnu í nokkra mán-
uði. Það eru allir vinir mínir
orðnir hundleiðir á að hlusta á
mig dásama Holland. Flestir
skiptinemar eru hæstánægðir
þegar þeir koma heim og gera
lítið annað en að dásama
landið sem þeir voru í.
Að fara út sem skiptinemi
gerir fólki gott á allan hátt.
Maður lærir að meta fjölskyld-
una sína betur og þroskast
gífurlega mikið á allan hátt.
Fólk verður líka miklu sjálfsör-
uggara þegar það neyðist til
að standa á eigin fótum. Að
vera skiptinemi í eitt ár er ó-
metanlega skemmtilegt og
góð reynsla." □
32 VIKAN 24. TBL. 1992