Vikan


Vikan - 26.11.1992, Blaðsíða 98

Vikan - 26.11.1992, Blaðsíða 98
JÓNA RÚNA KVARAN Frh. af b Is. 96 segja að svo verðl sennilega ekki. Þú mátt samt búast við að þig komi til með að hrylla við kynlífi yfirleitt á meðan þú ert að fá hjálp við að uppræta ranghugmyndir þær sem hlað- ist hafa upp innra með þér og tengjast skökk- um aðgerðum mömmu þinnar við þig. Hommi verður þú auðvitað ekki við það eitt aö þér hefur verið misboðið gróflega á þennan hátt af einstaklingi af gagnstæðu kyni og það nánum ástvini. Samkynhneigð er að mínu mati með- fædd kynhegðun sem varla er hægt að búa til í okkur með ofbeldi eða ranghugmyndum. FLEST ER HÆGT AÐ RÆKTA Vissulega er þó hægt að fallast á að flest at- ferli, hvort sem það er í eðli sínu rétt eða rangt, er sennilega hægt að rækta upp með til þess gerðum ásetningi og aðgerðum ef löng- un er til. Því fer náttúrlega betur á að rækta fremur það rétta en ranga í manngerð og at- ferli fólks. Kynhneigð okkar er meðfædd en hana má þvi miður örugglega aflaga og rækta upp á rangan máta ef vilji er fyrir slíku. Hitt er svo annað mál að séum við með vísi að kynhneigð til beggja kynja er fremur senni- legt, eftir að annað kynið hefur brotið af sér við okkur, að við veljum fremur hitt. Það gæti þá verið einstaklingur af sama kyni, ef um hneigð til beggja kynja er að ræða. Til að slíkt gæti hent þig þyrftir þú, þrátt fyrir andúð á mömmu þinni, að hafa þannig kynhneigð, annaðhvort eingöngu eða jafnframt gagnkyn- hneigð. Hafðu því engar áhyggjur af afbrigði- legheitum eða samkynhneigð því bara að þú skulir vera að íhuga slíkt gefur fremur til kynna þvert á móti, satt best að segja, þaö er að segja að þú sért fæddur gagnkynhneigður og verðir þannig með réttum aðgerðum þeirra sem þér geta hjálpað út úr tímabundnum sál- rænum vanda þínum sem kynveru af eðlilega gefnu tilefni. SÁLFRÆÐIHJÁLP OG AFLÖGUÐ SAMSKIPTI Auðvitað gæti verið fræðilegur möguleiki á að andúð þín og ótti við móður þína gætu haft á- hrif á til dæmis mat þitt á hinu kyninu. Þaö er þá bara tímabundið og tengist þá fremur slæmum minningum um móður þína en því að konur verði þér almennt fjötur um fót þegar inn í framtíðina er komið. Þú þarft örugglega sálfræðing til að hjálpa þér þarna. Þegar svona framferði okkar nánustu er í gangi veitir ekki af að leita sér sál- eða geðlæknishjálpar og það sem allra fyrst. Mjög sennilega getur þér almennt stafað ótti af konum og þú átt erfitt með að treysta þeim eftir aö mamma þín hefur svona kirfilega brotið við þig trúnaðinn og traustið sem á að vera á milli barns og foreldris. Mamma þín er ekki táknræn fyrirmynd fyrir venjulega konu. Því er mjög sjúk og afsiðuð sú fyrirmynd sem hún hefur kosið að vera í huga þér, þar sem hún tengist inn á hitt kynið. Enda er hegðun hennar langt frá því að geta talist í lagi eða heilbrigð á einhvern hátt. Hvort hún er brjáluð skal ósagt látið. Mér virðist reyndar fátt heil- brigt eða á annan hátt eðlilegt við þá hegðun sem hún hefur undanfarin ár boðið þér upp á. Siðferðisvitund hennar er gjörsamlega í mol- um og eins afbökuð og hugsast má. Hvort hún telst brjálsemi eða ekki verða sérfróðir að meta en ekki ég. HEFNDIR EÐA ÓFYRIRLEITNI Hvað varðar vangaveltur þínar um hvort hún er með því að beita þig kynferðislegu ofbeldi að hefna sín á föður þínum sem yfirgaf ykkur vegna trúnaðarbrots í sambúðinni getur verið erfitt að fullyrða neitt um. Mögulega má svo vera ómeðvitað hjá henni en þó er furðulegt og með öllu óréttlætanlegt ef hún telur sig geta hefnt sín á föður þínum fyrir svik hans við ykk- ur með þessum átakanlega hætti. Hver er ná- kvæmlega sálfræðilega ástæðan fyrir þessari ófyrirleitni hennar er ákaflega erfitt að segja til um. Ekki er þó ósennilegt að góður sálfræðing- ur eða geðlæknir gæti greitt úr því ferli fyrir þig, þó mér sé það með öllu óskiljanlegt. Það er kannski engin furða þar sem ég heföi, satt best að segja, alls ekki látið mér til hugar koma yfir- leitt að annað eins og það sem þú hefur mátt þola skuli yfirleitt koma til greina sem mögu- leiki í samskiptum barns og foreldris. SJÁLFSVÍG OG REFSINGAR HINUM MEGIN Hvað varðar hugsun þína um að svipta sjálfan þig lífi er þetta að segja: Það er með öllu al- rangt að láta slíkt svo mikið sem hvarfla að sér. Þótt uppgjöf þín og andúð á hegðun mömmu þinnar hafi komið þér niður í myrkur tímabundins þunglyndis er rétt að benda þér á að þú ert ekki betur settur hinum megin. Þú ert ekki sá seki í ykkar samskiptum heldur hún. Málið er þó þannig að vissulega yrði þér ekki refsað í ríki Guðs. Eins er það alveg Ijóst aö sál þín mun lifa líkamsdauðann og í henni er persónuleikinn og í honum lifir líka líkams- dauðann allt sem heitir hugsanir og það sem hefur hent okkur. Það er nokkuð sem segja mun til sín báðum megin grafar. Þú hefur ekkert rangt gert heldur hún eins og ég sagði áðan. Hún hefur með valdníðslu þess sem drottnar yfir afkvæmi sínu neytt þig til atferlis sem þér finnst rangt og þú telur rétti- lega að sé afbrigðilegt. Þú átt ekki að hafa sektarkennd og niðurrifstilfinningu út af þessu. Það er of mikið af því góða, verð ég að segja. Allra síst áttu sjálfviljugur að þurrka þig eins og sakamann út úr samfélagi manna. MARTRÖÐ ÞOLANDANS ER SÖK GERANDANS Þú átt að leita þér hjálpar og stuðnings til að losna undan valdníðslu og ofbeldi móður þinnar og það ekki seinna en núna. Vertu viss um það að snúir þú þér til samtakanna Stíga- móta munu þeir einstaklingar sem þar starfa gera allt til að auðvelda þér að komast út úr þessari martröð sem mamma þín óneitanlega er fyrir þér þessa dagana. Það er greinilegt helvíti á jörðu sem þú býrð við núna. Hvort slík helvíti eru til hinum megin vil ég leyfa mér að efast um. Aftur á móti, eins og Kristur sagði, eru margar og ólíkar vistarverur í húsi föðurins á himnum og mjög sennilega ákvörð- um við sjálf með breytni okkar á jörðinni f hvaða vistarverum við munum lifa eftir líkams- dauðann. Kannski gildir þaö sem stundum er sagt aö „líkur sæki líkan heim“. SJÁLFSHÖFNUN OG EIGIN ÚTSKÚFUN Þú finnur hroðalega til þess sem þú lifir viö og það er kynferðislegt ofbeldi móður þinnar gegn þér. Það sem þú finnur jafnframt er mikil sjálfsfyrirlitning og það er ósköp eðlilegt vegna þess sem þú hefur mátt þola. Málið er bara að þessi átakanlegi vandi þinn stendur ekki utan á þér og því er mjög ósennilegt að öðrum en þér sé Ijóst hvers konar ofbeldi er í gangi heima fyrir gegn þér. Þar sem hún neyðir þig til þessara athafna eru varnir þínar frekar ófullkomnar enda varstu bara um ferm- ingu þegar þessi óþrifnaður hennar byrjaði. Vera má, elskulegur, að það valdi þér jafn- framt áhyggjum að þú finnir að þú færð vissa útrás líkamlegrar vellíðunar við þessar sam- farir við hana. Það er nokkuð sem vitanlega hlýtur að gerast þar sem þú átt líkamlega enga undankomuleið þegar hún neyðir þig með valdbeitingu til framkvæmda sem tengj- ast kynkirtlum þínum. Þeir vinna náttúrlega á ákveðinn hátt eins og við vitum öll, hvort sem þeir eru neyddir til starfa eða starfa af fúsum og frjálsum vilja. Þetta atriði held ég aö geri þig ennþá óttaslegnari og fylli þig sem von er óbærilegri sjálfsútskúfun eftir á. ÞRAUTAGANGA FÓRNARLAMBSINS Málið er bara að þú ert bitbein sifjaspella sem eru algjört kvalræði fyrir þann sem fyrir verður. Þú ert náttúrlega engin undantekning í fórnar- lambahópnum. Þú finnur fyrir þeim ömurleika vanlíðunar sem þessari sálrænu þrautagöngu fylgir og í kjölfar þannig ofbeldis hljóta eðlilega að koma upp flóknustu og sárustu vandamál. Skaðinn, sem af slíkum ofbeldisverkum alltaf hlýst, er vægast sagt átakanlegur. Hvað sem öðru líður veröur þú að hafa í huga að ennþá hefur þú ekkert gert rangt heldur einungis hún. Þú ert ekkert annað en fórnarlamb siðblindrar eða geðvillutengdrar hegðunar konu sem þar að auki er ofurseld víndrykkju. Það er ástand áþjánar sem örugg- lega bætir ekki áður tæpa siðferðiskennd hennar. Vonandi verður þetta svar mitt til að kveikja hjá þér von og trú á að svona hróplegt óréttlæti sé hægt að uppræta ef fórnarlambið, sem ert þú í þessu tilviki, fær hugrekki til að leita sér hjálpar. Það er eitthvað sem þú getur sökum þess að þú ert ekki fimm ára heldur sextán ára unglingur sem veröur að leita rétt- ar síns því það eru litlar líkur á að hún geri það fyrir þig eins og þú ert sem betur fer far- inn að átta þig á. Eða eins og vonlitli strákurinn sagði eitt sinn í góöra vina hópi. „Elskurnar mínar, eft- ir aö mér varð Ijóst aö ég gæti ekki einu sinni treyst mömmu minni hefur öryggis- grundvöllur minn fullkomlega hruniö. Ég óttast allt og alla og sé óvini alls staöar. Mér finnst fótunum hafa veriö kippt undan tilveru minni. Samt er svo skrýtið að ég finn á mér aö til er fólk sem getur hjálpað mér og til þess aö þaö geti oröið verö ég aö létta þessu skelfilega leyndarmáli af mér og varpa því sem staðreynd yfir til þeirra sem vinna aö því aö gera „valdníö- ingum“ þeim sem sifjaspellin ástunda ó- kleift aö komast upp meö þau svik og þau trúnaöarbrot sem þannig framferði alltaf fylgir. Ég ætla sem sagt ekki aö þegja lengur og lái mér hver sem vill.“ Gangi þér vel, elskulegur, að leita þér raun- hæfrar hjálpar og Guð styrki þig og leiðbeini þér að góðri framtíð. Meö vinsemd, Jóna Rúna 98 VIKAN 24. TBL.1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.