Vikan


Vikan - 23.09.1993, Blaðsíða 4

Vikan - 23.09.1993, Blaðsíða 4
 23. SEPTEMBER 1993 19.TBL. 55. ÁRG. VERÐ KR. 438 M/VSK I áskrift kostar VIKAN kr. 350 eintakið ef greitt er með gíró en kr. 307 ef greitt er með VISA, EURO eða SAMKORTI. Áskriftargjaldið er innheimt fjórum sinnum á ári, sex blöð í senn. Athygli skal vakin á því að greiða má áskriftina með EURO, VISA eða SAMKORTI og er það raunar æskilegasti greiðslumátinn. Tekið er á móti áskriftarbeiðnum í síma 91-813122. Utgefandi: Samútgáfan Korpus hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þórarinn Jón Magnússon Ritstjórnarf ulltrúi: Hjalti Jón Sveinsson Framkvæmdastjóri: Helgi Agnarsson Innheimtu- og dreifingarstjóri: Sigurður Fossan Þorleifsson Framleiðslustjóri: Sigurður Bjarnason Sölustjóri: Pétur Steinn Guðmundsson Auglýsingastjóri: Helga Benediktsdóttir Aðsetur: Ármúli 20-22, 108 Reykjavík Simi: 685020 Útlitsteikning: Guðmundur Ragnar Steingrímsson Ágústa Þórðardóttir og Þórarinn Jón Magnússon Setning, umbrot, litgreiningar og filmuskeyting: Samútgáfan Korpus hf. Prentun og bókband: Oddi hf. Höfundar og þýðendur efnis i þessu töiublaði: Helga Möller Hjalti Jón Sveinsson Gísli Egill Hrafnsson Anna Hildur Hildibrandsdóttir Nick Spearíng Ólafur Jón Jónsson Gunnar H. Ársælsson Ray Bradbury Jón St. Kristjánsson Guðjón Baldvinsson Einar Ingvi Magnússon Jóna Rúna Kvaran Halla Sverrisdóttir Gísli Ólafsson Oddur Sigurðsson Loftur Atli Ein'ksson Pétur Valgeirsson Þórarinn Jón Magnússon Myndir í þessu tölublaði: Bragi Þór Jósefsson Gústaf Guðmundsson Hjalti Jón Sveinsson Magnús Hjörleifsson Gísli Egill Hrafnsson Anna Hildur Hildibrandsdóttir Pétur Valgeirsson o.m.fl. Forsíðumyndina tók Gústaf Guðmundsson. Sjá nánar á bls. 56 |ER SVODDAN kamelijónH ff I## SEGIR DIDDÚ, NÝJA „NO NAME STÚLKAN" Diddú ásamt Kristínu Stefánsdóttur og eiginmanni sínum viö mynd- ina góöu sem prýóa mun næsta No Name stand. og sungið bæði dægurtónlist og sígilda tónlist. Nú er einmitt ný- lokið tökum á myndinni Biódög- um þar sem hún fer með eitt hlut- verkanna. Sjálfsagt á þessi fjöl- hæfni og augljós gleði og kátína Diddúar stóran þátt í vinsældum hennar. Víkjum aftur að nýhöfnum mód- elferli. Hvaða myndataka er næst á dagskrá? „Ætli það séu ekki myndatökur fyrir óperuna Rigo- letto eftir Verdi í Gautaborg. Ég er á förum þangað til þess að syngja hlutverk Gildu og verð þar næstu þrjá mánuðina," svarar Diddú. Fjölskylda hennar, eiginmaður og sjö ára tvíburadætur, fylgir i kjölfarið þegar æfingatímabilinu lýkur. Stelpurnar taka með sér verkefni úr skólanum og foreldr- arnir ætla að læra með þeim dag- lega svo þær missi ekkert úr. „Þetta treystir fjölskylduböndin," segir Diddú. „Það er mjög spenn- andi að fá að syngja í Gautaborg og aldrei að vita nema Svíar upp- götvi mig sem eitthvert fótómód- el,“ bætir hún við og skellihlær. Ertu þá til i tískumyndatökur líka? „Já, ef það er hægt að af- greiða neðri hlutann eitthvað WM © Undanfarin ár, vor og haust, hefur förðunarmeistarinn Kristín Stefánsdóttir, eig- andi heildsölunnar Rekiss, valið einhverja fegurðardísina til að kynna snyrtivörurnar frá No Name á pésum, veggspjöldum og vörustöndum. Hingað til hafa sex stúlkur, sem flestar hafa hlotið titil tengdan fegurð, lánað andlit sitt til að auka á hróður þessara snyrtivara. Þær eru Unnur Steins- son, Linda Pétursdóttir, Nanna Guðbergsdóttir, Laufey Bjarna- dóttir, Elín Reynisdóttir og Jóna Björk Helgadóttir, sýningarstúlka og laganemi. Nýja No Name stúlkan er engin önnur en hún Diddú, Sigrún Hjálm- týsdóttir söngkona - hún Diddú „okkar" eins og margir segja. „Það var reyndar Heiðar Jóns- son snyrtir sem laumaði þessari hugmynd inn í kollinn á mér,“ segir Kristín Stefánsdóttir hjá Rekís. „Við fórum ásamt fleirum á fegurðarsamkeppnina síðastliðið vor og þar söng Diddú. - Af hverju færðu Diddú ekki sem næstu No Name stúlku? hvíslaði hann að mér á meðan hún söng. Svo fór að ég hringdi í hana og spurði hvernig henni litist á þetta og hún tók strax vel i það.“ Diddú er líka þekkt fyrir að hika ekki við að taka að sér ýmis ólík verkefni. Þetta er samt fyrsta fyr- irsætustarfið hennar og það var augljóst að hún hafði gaman af þegar henni var stillt upp meðal flestra áðurnefndra dísa og þær myndaðar i bak og fyrir. Diddú ásamt nokkrum þeirra dísa sem prýtt hafa No Name standa undanfarinna ára. „Þetta hefur mig náttúrlega alltaf dreymt um,“ segir Diddú og hlær sínum dillandi hlátri. „En ég vissi að þetta lá ekki fyrir mér af því ég er svo lág i loftinu,“ bætir hún við og kímir. „Það er líka al- veg rétt hjá mér. Ég sé það núna, þegar ég sé sýningarstúlkurnar svona augliti til auglitis, að þær eru allar mjög hávaxnar." Hæðin sést ekki þegar andlitið eitt er myndað. Getur Diddú ekki gert út á andlitsmyndir héðan í frá? Diddú brosir. „Ef einhver fal- ast eftir því, þá er óg til,“ svarar hún að bragði. Ætli þetta lýsi Diddú ekki rétt? Hún virðist hafa gaman af að reyna fyrir sér í hinum fjölbreyti- legustu verkefnum. „Já,“ svarar hún. „Ég er svoddan kamelljón. Ég er til í allt.“ Eins og flestir muna hefur Diddú fengist við eitt og annað. Hún hefur leikið bæði í bíómynd- um, sjónvarpsmyndum og á sviði ViSÍ % m pent,“ svarar hún hlæjandi. „Ég er í laginu eins og þessi dæmigerða kona, fín niður að mitti.“ Smitandi hláturinn fær nærstadda gesti til að líta við og brosa. Nú verður samt óhjákvæmilega hlé á fyrirsætuferli Diddúar hér heima á meðan hún syngur fyrir Svía. „Ja, nú tala No Name mynd- irnar fyrir mig í nokkra mánuði...“ Það er þó aldrei að vita nema hún verði búin að uppgötva enn einn hæfileikann þegar hún kem- ur frá Svíþjóð. Eða er kannski eitthvað óupptalið sem hún hefur tekið sér fyrir hendur í skemmt- anaiðnaðinum? „Maður er alltaf að safna í sarpinn en ég hef ekki fengist við dans,“ svarar hún. „Ég ætlaði mér alltaf að verða baller- ína en ég var líka of lítil fyrir það,“ bætir hún við hlæjandi. Svo það er margt eftir enn? „Já, elskan mín,“ svarar hin fjöl- hæfa, glaðlega Diddú. Ég er rétt að byrja.“ □ ■ S< Ví'iYáföl § *; 70 o mÆ > W; o= 1 M w Si - m O' “iýjVs'Vi m W?L -n 'XÖMWr 9 f | Sl *11 o
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.