Vikan - 23.09.1993, Blaðsíða 23
- Á þessari plötu eru mörg af þekktari
lögum þínum og má þar nefna A Fool in
Love, Rock Me Baby, It's Gonna Work Out
Fine, Nutbush City Limit og Shake a Tail
Feather. Sum þessara laga urðu til á erfið-
um tímum með Ike. Var erfitt fyrir þig að
endurvinna og túlka þessi lög?
Ég hafði gaman af því að endurvinna
þessi lög fyrir myndina, þrátt fyrir að sum
þeirra vektu upp vondar minningar. Ég á-
kvað bara að hugsa ekki um þær. Þessi
lög eru grunnurinn að ferli mínum. Þetta
eru lög sem fólk heldur upp á þannig að ég
fór bara og gerði það sem gera þurfti. Þeg-
ar ég söng þessi lög á sínum tíma var ég
bara óþroskuð kona og skildi vart hvaða
kraft þau höfðu. Nú skil ég það. Það er
eins og að hverfa aftur til fortíðar að
syngja þau, nú geri ég það bara með því
öryggi og þeirri vissu að allir mínir draumar
muni rætast. Mér finnst reyndar að lögin
séu betur útsett og hljóðblönduð núna. Ég
er mjög hreykin af þessari plötu.
- Þú hefur komið fram á alls konar
stöðum, litlum og stórum skemmtistöðum,
stórsýningum og tónlistarhöllum og síðasta
hljómleikaferð þín I Evrópu gekk alveg frá-
bæriega - rúmlega þrjár milljónir aðdá-
enda komu á tónleikana. Þetta var best
heppnaða tónleikaferðalag allra tíma í Evr-
ópu en nú hefur þú ekki farið í tónleikaför í
sex ár. Hvers vegna kýstu að fara núna?
í fyrstu var ég nokkuð hikandi, ég vildi
ekki fara að heiman og ég vissi ekki hvern-
ig móttökur ég fengi hjá bandarískum á-
heyrendum. En um leið og ég hafði ákveð-
ið mig gat ég vart beðið með að byrja. Ég
fékk endanlega staðfestingu þegar ég fann
spennuna hjá Bandaríkjamönnum. Of
langur tími hefur liðið og það er örvandi að
finna nálægð áheyrenda á hverju kvöldi.
„What’s Love? Tour 1993“ hófst 6. júní í
Reno í Nevadafylki og Lindsey Bucking-
ham og Chris Isaak voru með í för. Há-
punktur Bandaríkjahlutans var frumraun í
Radio City Music Hall í New York en þar
var uppselt fimm kvöld í röð. Ég er líka
spennt fyrir lokatónleikunum í Greek Thea-
ter í Los Angeles en þar er uppselt á tón-
leikana fimm kvöld í röð. Ég er ánægð
með að eiga vinsæla smáskífu aftur og
gullplötu í Bandaríkjunum.
- Þú hefur lifað síbreytilegu og spenn-
andi lífi, stundum hættulegu, en núna virð-
ist þú vera í jafnvægi, það er friður yfir þér.
Er Tina Turner hamingjusöm?
Núna er Tina Turner hamingjusöm. Ég á
fallegt heimili í Þýskalandi, annað í suður-
hluta Frakklands og það þriðja í Beverly
Hills. Ég á nóg af fötum og fallegum hlutum
sem mig hefur alltaf langað í og hef unnið
hörðum höndum fyrir. Frami minn er á
góðri og jafnri braut og ég á góðan félaga
og elskhuga, Erwin Bach, sem er hlédræg-
ur og yfirvegaður. Við höfum búið saman á
heimili mínu í Cologne í sex ár. Erwin er 37
ára og er framkvæmdastjóri hins risastóra
EMI útgáfufyrirtækis í Þýskalandi. Hann
veitir mér mikla öryggistilfinningu. Vantar
mig eitthvað meira? Nei, líklega ekki, en ég
vildi þó geta leikið. Eldri konur geta leikið ef
þær eru góðar leikkonur. Fjandinn hirði mig
ef ég verð gömul og gráhærð rokkstjarna. □
19. TBL. 1993 VIKAN 23
vera aðdáandi. Þegar hann kom svo til
Bandarlkjanna var hann á fleygiferð um
sviðið og þá sá ég hvað hann hafði verið
að gera þegar hann fylgdist með okkur
baksviðs. Ég reyndi að kenna honum
nokkur spor en Mick vildi alltaf hafa sinn
háttinn á.
- Þú beitir líkamanum mikið á sviði og
hefur meira úthald, meiri orku og sviðsper-
sónu en söngkonur sem eru tvöfalt yngri
enþú. Hverju þakkarðu þetta?
Eg fór á sviðið hér áður fyrr, hvað sem
tautaði og raulaði. Ég fór á svið kasólétt,
fór á svið með glóðaraugu og blóðnasir.
Ég fór á svið þótt ég væri dauðuppgefin
eftir langan dag. Eitt sinn lá ég á spítala
með hita og bráða lungnabólgu, með ís-
bakstra til að halda hitanum niðri. Þá kom
Ike og sagði mér að hundskast upp á svið
og syngja, annars yrði ég rekin. Ég fór.
Það jákvæða við þessa geðveiku keyrslu
var að ég fór að keyra sjálfa mig upp.
Hvað varðar persónuleika á sviði held ég
að það sé bara áralöng æfing og reynsla.
Ég get ekki staðið kyrr og sungið fyrir á-
horfendur, ég hef aldrei verið þannig
skemmtikraftur. Maður getur bara ekki ver-
ið gömul rokksöngkona, að minnsta kosti
ekki ég. Karlarnir komast kannski upp með
það.
- Þú virðist dáð af jafnt konum sem
körlum og það er sjaldgæft meðal kvenna
með svo mikla kyntöfra. Hvað veldur
þessu?
Þetta er með ráðum gert. Ég biðla jafnt
til kvenna sem karla á tónleikum. Þetta
hófst kannski sem einhvers konar öryggis-
ráðstöfun en seinna ákvað ég að svona
vildi ég hafa það. Ég er á sviðinu og vil
höfða til allra, ég er ekki bara að daðra við
karlana.
- Þú skiptir nýlega um útgefendur í
Bandaríkjunum. Hvað olli þessum skipt-
um?
Plötusala í Bandaríkjunum dróst mikið
aftur úr sölu á erlendum mörkuðum svo að
ég áleit að það væri kominn tími til að
skipta. Ég fór yfir til Virgin frá Capital en
þau skipti urðu í mestu vinsemd. Capital
gerði við mig samning á erfiðum tima hjá
mér svo að ég stend í mikilli þakkarskuld
við þá sem fyrir því stóðu og er þakklát fyr-
ir það sem þeir hafa gert fyrir feril minn.
Nú er kominn tími til að halda áfram og sjá
hvað Virgin getur gert fyrir mig.
Fyrsta plata mín, sem gefin er út undir
merkjum Virgin, What's Love Got to Do
with It, var gefin út í júní á þessu ári, rétt
áður en myndin var frumsýnd. Auk laga úr
myndinni eru þrjú ný lög á plötunni; I Don’t
Wanna Fight eftir Steve DuBerry og Lulu,
sem kom út á smáskífu; Stay Awhile eftir
Terry Britten og Graham Lyle (sem samdi
What’s Love Got to Do with It) og Why
Must We Wait Until Tonight, hljóðblandað
og samið af vini mínum Bryan Adams á-
samt Robert John „Mutt“ Lange. Það lag
þótti mér skrýtið því þegar ég heyrði það
fyrst þótti mér það of djasslegt fyrir mig.
Eg bað Roger Davies að segja Bryan að
mér líkaði það ekki en hann gerði það
aldrei. Við tókum lagið síðan upp og nú
finnst mér það frábært.