Vikan


Vikan - 23.09.1993, Blaðsíða 27

Vikan - 23.09.1993, Blaðsíða 27
á tónlistarsviðinu hefur brugö- ist. Núna ætla ég aö gera til- raun, ná saman hópi og vinna meö honum. Þaö verður spennandi að sjá hvaö kemur út úr þvi. HÆTTI AÐ SYNGJA - Er það köllun þín í lífinu að fá fólk til aö koma út úr skelinni og hefja upp raust sína? Já, þaö má segja að þaö sé köllun mín um þessar mundir. Mig langaði sjálfa til að syngja. Mér finnst ég hafa lagt mig inn I kerfiö og komið geld út úr því aftur. Þegar ég áttaöi mig á þessu fyrir tveimur árum hætti ég aö syngja, þetta var sannar- lega ekki eitthvaö sem ég var að brillera í - ha? Ég ákvaö aö hætta og sjá hverju fram yndi. Síðan hef ég unnið mikiö með sjálfa mig, reynt aö moka út alls konar tilfinningaflækjum og reynt aö komast í samband viö kjarnann í sjálfri mér. Markaössetningin í söng- bransanum er þannig vaxin aö ég sá fram á að þetta væri vonlaust. Hvað er þaö aö vera söngvari á íslandi? Það er aö syngja viö kirkjulegar athafnir eins og brúökaup og jaröarfar- ir og á skemmtunum landans hingað og þangaö. Næsta stig þar fyrir ofan, sem maöur verður aö ná til þess aö geta átt einhverja möguleika á þeim tveimur fyrrtöldu, er aö fá tækifæri til að syngja viö Óperuna eða með Sinfóní- unni. Auövitaö þarftu að vera góöur og í réttum samböndum eins og gengur til þess aö komast aö. Maður getur ekki veriö sjálfs sín herra f söngn- um. Málari getur leyft sér að ákveöa hvort hann ætlar aö vera sannur listamaöur eöa aö selja sig fyrst og fremst. Ég held aö það séu mikil forrétt- indi aö geta leyft sér aö vera bara listamaður og gera bara þaö sem maður telur vera rétt fyrir sig. Ef fjöldanum líkar þaö og tekur undir það þá hlýtur þaö aö vera æöislegt. - Hélst þú ef til vill debut- tónleika og fékkst vonda dóma? Á debut-tónleikana mína komu engir gagnrýnendur, því miður. Kannski fannst þeim ég ekki nægilega spennandi. Þetta var auövitaö ákveöið sjokk fyrir mig því aö þá var ég með það á tæru aö ég ætl- aöi aö vinna fyrir mér sem söngkona, ég var á leiðinni til Evrópu til að syngja fyrir. BORGA SKULDIR Óperusmiðjan var stofnuð vegna þess aö hér var fullt af Frh. á bls.35 STEINÞÓR ÓLI HILMARSSON, NEMANDI ESTHERAR HELGU: VAR VISS UM AÐ ÉG VÆRI LAGLAUS Steinþór Óli Hilmarsson byggingartæknifræðing- ur er einn þeirra sem slógu til og settust á skóla- bekk hjá Esther Helgu í fyrra. Þar kveöst hann hreinlega hafa lært aö syngja. - Hvaö varð til þess aö þú ákvaöst aö láta til skarar skriöa? Ég hef alltaf haft áhuga á söng. Ég byrjaði á því aö hlusta á Fjórtán fóstbræöur í gamla daga og hreifst mjög af söng þeirra. Áhuginn hefur alltaf blundað í mér. Ég lét síöan undan áskorun foreldra minna og innritaði mig á byrj- endanámskeið í fyrra. Ég kunni ekki nokkurn skapaðan hlut og vac eigin- lega alveg viss um aö ég væri laglaus. Viö mættum þarna um tuttugu og fimm manns í byrjun og í þessum hópi virt- ust margir hafa sömu skoðun bQ á eigin söng og ég. Þaö kom annaö í Ijós og aðeins örfáir :o reyndust eiga í erfiðleikum að =1= þessu leyti. i/i H ERFITT AÐ HALDA LAGI ^ Ég átti alltaf erfitt meö að • : halda lagi, ég heyröi þaö best ^ þegar ég flautaði laglínu. Ég '£=> sá það líka á svip félaga minna þegar verið var aö syngja, sársaukaviöbrögöin í ^ andlitum þeirra bentu til þess == aö eitthvaö væri að hjá mér. Ég er samt ekki aö fullyrða aö ^ ég hafi sungið laglaust alla tíö '£; en mér fannst erfitt að halda t= lagi, byrjaði rétt en var fyrr en ^ varði kominn út af sporinu. Mig haföi alltaf langaö í kór en það er erfitt aö fá inngöngu þb! í góða kóra vegna þess hve samkeppnin er mikil. Þegar ég sá auglýsinguna frá Söng- smiðjunni var hún eitthvaö svo aðlaöandi, þarna voru ekki geröar neinar kröfur. - Hvaösvo? Fyrst fór ég í byrjendahóp. Esther þótti við lofa svo góöu aö ákveöið var aö syngja rokksyrpu sem viö kölluðum „Sixties with the Twist“. Esther Helga vildi aö viö kæmum ein- hvers staðar fram með þessa efnisskrá ásamt hljómsveit. Mér leist ekkert á hugmyndina frekar en ýmsum öörum en Esther er dugleg aö ná sínu fram. Ég tældist líka I annan hóp sem var aö æfa söngleik- inn Cats, þar vantaði karlaraddir. Áður en ég vissi af var ég kominn í meiri háttar prógramm þar sem ég æföi nærri því á hverju kvöldi vik- unnar og oft lengur en tvo tíma í senn. Síðan enduðum við á sýningu á Hótel íslandi. Þetta var mjög skemmtileg reynsla þó aö skelfilegt væri aö heyra árangurinn fyrst þeg- ar við byrjuðum aö æfa. MIKIL BJARTSÝNI Þetta gerðist allt á hálfum vetri, við byrjuöum ekki fyrr en í febrúar og sýningin á Cats var í maí. Æfingar hófust ekki fyrr en um mánaðamótin mars/apríl. Þaö þurfti því mikið til ef þetta átti að blessast því að fyrir utan sönginn voru fjöl- margir dansar í sýningunni. Og það var ekkert smámál aö samhæfa dansatriðin söngn- um og fá allt þetta fólk til að dansa og syngja um leið. Við vorum byrjendur í söngnum og mörg okkar höföu aldrei dansaö. Þetta var mikil bjart- sýni. Esther er hins vegar svo drífandi, hún hélt áhuganum alltaf vakandi. í þessari upp- færslu voru flestir þátttakend- urnir miklu yngri en ég en hug- urinn var sá sami hjá öllum - að láta þetta takast og gera sitt besta. Ég held að árangur- inn hafi líka veriö bærilegur. SJÁLFSTRAUSTIÐ EYKST - Fórstu strax að geta haldiö lagi? Já, það held ég, en þaö er erfitt að dæma um þetta sjálf- ur. Þegar maður þarf aö ein- beita sér aö þvi aö syngja er erfitt aö hlusta á sjálfan sig í leiðinni. Þaö er söngkennar- ans aö gera það og dæma síðan. Staöreyndin er kannski sú aö enginn er alveg laglaus, þaö þarf bara aö hefla fólk til og þaö þarf aö fá þjálfun til þess að halda lagi. Maður gerir sér kannski ekki grein fyrir hvernig þetta gerist skref fyrir skref en allt í einu er mað- ur farinn aö syngja rétt. Þetta. er hrein og bein þjálfun - aö hlusta og syngja. Þess vegna er mjög gott að vera í hópi til að byrja meö. Þá heyrir maður í hinum - nema náttúrlega ef allir syngja falskt, þá er maöur í vondum málum. Þetta hefur kannski ekki breytt miklu, ég er til dæmis ekki að syngja opinberlega eöa þannig. Eg er aö eölisfari mjög feiminn en ég finn að sjálfs- traustið hefur aukist. Þessi reynsla hvetur mig um leið til aö halda áfram á sömu braut þó svo ég muni aldrei syngja nema fyrir sjálfan mig. □ 19.TBL. 1993 VIKAN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.