Vikan - 23.09.1993, Blaðsíða 25
ALLIR GETA
LÆRT AÐ SYNGJA
- SEGIR ESTHER HELGA '
GUÐMUNDSDÓTTIR SEM KENNIR
JAFNVEL LAGLAUSUM RÉTTU TÖKIN
Hún kallar greinilega ekki
allt ömmu sfna, hún
Esther Helga Guð-
mundsdóttir sem vakið hefur
athygli fyrir kennslu sína og
skoðanir á tónlistarnámi. í vet-
ur starfrækir hún söngskóla
sinn öðru sinni, Söngsmiðjuna.
Margir urðu forvitnir þegar þeir
sáu auglýsingar hennar í dag-
blöðunum þess efnis að allir
gætu komið á námskeið til
hennar, þeir þyrftu ekki einu
sinni að geta sungið - hún
myndi bara kenna þeim það.
Tíðindamanni Vikunnar
þótti kona þessi forvitnileg og
bað hana að segja svolítið frá
sjálfri sér og skólanum:
Ég er fædd í vesturbænum
í Reykjavfk og bjó í „Verkó"
við Ásvallagötuna, rétt við
róluvöllinn. Eg giftist ung og
var búin að eignast þrjú börn
tuttugu og tveggja ára. Um
það leyti var ég byrjuð að læra
söng en fór ekki að stunda
námið af fullum krafti fyrr en
tveimur árum síðar. Ég hélt
svo til Bandaríkjanna, í há-
skólann í Indiana, til að læra
meira í söngnum. Þar var ég í
fjögur og hálft ár og kom heim
árið 1988.
- Hvað varð til þess að þú
fékkst svo mikinn áhuga á að
syngja?
Lagið „House of the rising
Sun“ með Animals. Ég segi
það kannski ekki, en það er
samt nokkuð til í því. Einhvern
tíma á þessum árum fór ég að
finna fyrir sjálfri mér í söngn-
um, þörfinni fyrir að syngja og
hvað söngurinn gerði mikið
fyrir mig - og aðra. Ég fann að
hann hreyfði við tilfinningum.
Ég söng mest fyrir sjálfa mig
og með vinum mínum sem
unglingur og ung kona í
hippatímanum og aðallega við
gítarundirleik. Ég söng ekkert
opinberlega á þeim tíma. Ég
ákvað að fara í söngnám,
fannst ég mega til. Ég fór í
Söngskólann og kláraði hann.
KOM STEINGELD
ÚR NÁMI
Ég varð fyrir vonbrigðum bæði
með Söngskólann í Reykjavík
og háskólann í Bandarfkjun-
um. Sá síðarnefndi var mjög
pottþéttur, það vantaði ekki.
Maður fór inn í ákveðna
hakkamaskínu og kom þaðan
út í hakkabuffi. Ég tók þar inn
mjög mikinn fróðleik. Mér
fannst ég samt koma stein-
geld úr þessu þrælklassíska
tónlistarnámi. Mér finnst nám-
ið vera á skjön við sjálfan
sönginn og tónlistina, langt í __,
burtu frá kjarnanum. Það má ><
segja að ég sé að reyna að —
sýna fram á hið gagnstæða EE
með kennslu minni. !=;
Þegar ég kom að utan þurfti ^
ég að byrja að vinna fyrir mér
og börnum mínum þrem sem ig
einstæð móðir. Ég byrjaði að ^
kenna á námskeiðum með
Margréti Pálmadóttur vinkonu §
minni. Við stofnuðum fljótlega
Óperusmiðjuna og hrundum nr
henni úr vör. Ég fór líka að
kenna einsöng við tónlistar- p"
skólann í Hafnarfirði. Síðan g
hefur þetta smáþróast. Ég hélt cS
áfram með stök námskeið
þangað til ég stofnaði skólann. ^
Þá auglýsti ég námskeið fyrir c5:
unga sem aldna, laglausa
sem lagvísa. Þátttakan var ^
mjög góð. Þá byrjaði boltinn Lo
að rúlla og til mín fór að koma ^
NANNA GUÐBERGS
ÚTSÖLUSTAÐIR:
REYKJAVÍK: Snyrtivöruversl. Cher, Laugavegi 76 • Spes, Háaleitisbraut 58-60
Snyrtihús Heiöars, Vesturgötu 19 • Saloon Ritz, Laugavegi 66 • Snyrtistofa Kristínar,
Ásvallagötu 77 • Hárgreiðslust. Hótel Loftleiöum, Reykjavíkurflugvelli • Ingólfsapótek,
Kringlunni 8-12 • Verslunin 17, Laugavegi 91 • Snyrtistofan NN, Kringlunni 6
Snyrtistofan Paradís, Laugarnesvegi 82 • Snyrtistofan Fegrun, Búðargerði 10
Hár og föröun, Faxafeni 8 • Snyrtist. Halldóru, Fannafold 217a • KÓPAVOGUR: Gott útlit,
Nýbýlavegi 14 • GARÐABÆR: Snyrtihöllin, Garðatorgi • HAFNARFJÖRÐUR:
Versl. Dísella, Miðvangi • Snyrtist. Bjargey, Reykjavíkurvegi 16 • KEFLAVÍK:
Snyrtivöruversl. Smart • AKRANES: Versl. Perla • BORGARNES: Apótek Borgarness
ÍSAFJÖRÐUR: Snyrtistofan Sóley • Versl. Krisma • FLATEYRI: Félagskaup
PATREKSFJÖRÐUR: Patreksapótek • SAUÐÁRKRÓKUR: Skagfiröingabúö
Snyrtistofan Táin • AKUREYRI: Vörusalan • Betri líöan • Snyrtistofan Eva
Verslunin Ynja • DALVÍK: Snyrtist. Tanja • HÚSAVÍK: Snyrtistofan Hilma
VOPNAFJÖRÐUR: Lyfsalan • HÖFN: Snyrtistofa Ólafar • HVERAGERÐI:
Ölfusapótek • Snyrtistofa Löllu, Heilsustofnun NLFÍ • VESTMANNAEYJAR: Miöbœr.
LJÓSM.: BRAGI Þ. JÓSEFSSON / HÁR: ERLAI HÁR OG FÖRÐUN