Vikan


Vikan - 23.09.1993, Blaðsíða 16

Vikan - 23.09.1993, Blaðsíða 16
NORÐURSINS ÞAU NJÓTA ÞESS AÐ FERÐAST ÞAR SEM KALT ER » Oblíð veðráttan á það tll að þreyta íslendinga en heillar aftur á móti þá útlendinga sem eru afhuga suðrænum strandferðum. Snjórinn, svala loftið og hrjóstrugt landslagið hefur lokkað hjónin Stuart og Evelyn Menzies þrisvar til íslands und- anfarin ár en þau segja að ó- venju fallegur ferðabæklingur frá ferðaskrifstofunni Arctic Ex- perience hafi komið þeim á sporið. ER PLÁSS f FERÐATÖSKUNNI? Evelyn Menzies rekur leikskóla í útjaðri Lundúnaborgar. Þar bankaði íslensk fjölskylda á dyr haustið 1991, sennilega sú fyrsta sem flust hefur í Græna- stræti og hafði leitað árangurs- laust að leikskólaplássi fyrir dæturnar tvær. Evelyn þótti sér hins vegar Ijúft og skylt að bjarga málum þegar hún heyrði hverrar þjóðar fólkið var. Rétt eins og henni fyndist fólk af íslensku bergi brotið eiga inni hjá henni greiða fyrir að hún hefði fengið að njóta nátt- úrufegurðar landsins þess. Þannig kynntist greinarhöfund- ur Evelyn sem jafnan horfir löngunaraugum á íslensku börnin sín þegar þau taka sér frí í leikskólanum hennar til að fara til íslands og spyr þá gjarna hvort ekki sé hægt að koma henni fyrir í ferðatösk- unni. HELDUR FYRIRLESTRA UM ÍSLAND Þannig atvikaðist það að eftir mikið spjall um ísland fyrir framan leikskóladyrnar var ég kvöld eitt komin framan við gasarineldinn í stofunni hjá þeim Evelyn og Stuart til að hlýða á ferðasögur. Stuart hafði líka ákveðið að bera und- ir mig nokkrar staðreyndir sem hann hefur haldið kinnroða- laust fram til þessa í fyrirlestr- um sínum hjá Rotary, þar sem hann er félagi. Hjá Rotary tíðkast að menn haldi fyrir- lestra um ýmislegt sem þeir eru sérfróðir um, eins konar fræðslukvöld, en þar hefur Stu- art orðið boðberi norðursins og fjallað bæði um ævintýraferðir sínar til íslands og Grænlands. „Ég hef alltaf verið nokkuð öruggur um að enginn geti leið- rétt mig þegar ég tala um þess- ar afskekktu slóðir en þar sem þú mætir með mér á næsta fyr- ÍX3 Stuart og Evelyn í fyrstu ferö sinni um landiö. Þau heiliuöust af fegurö- inni og sér- kennileg- um nátt- úrufyrir- brigöum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.